Mosfellingur - 07.04.2006, Blaðsíða 5

Mosfellingur - 07.04.2006, Blaðsíða 5
Mosfellingur 5 Hagstæðar lóðir fyrir hverja? Hanna Bjartmars Arnardóttir 2. á lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ Við bjóðum uppá nudd, bowen, heilun og slökun, naglaásetningu, ósonklefa og margt fl eira. 13. apríl, skírdag, opið 12-18 14.-17. apríl lokað OPNUNARTÍMAR YFIR PÁSKA Komdu á sólbaðstofuna og láttu okkur dekra við þig Þverholt 5 - Sími 5668 110 Ragnheiður Ríkharðsdóttir Í Mosfellsbæ er verið að byggja upp fyrirmyndarsveitarfélag í fallegu bæj- arstæði og framundan er gífurleg upp- bygging nýrra hverfa sem kalla á nýja leik- og grunnskóla. Fræðslu nefnd hefur þess vegna, á undan förnum mánuðum, fjallað um skólamann- virki framtíðarinnar og eru margar spennandi hugmyndir að líta dagsins ljós. Þar er lagt til að byggja leik– og grunnskóla af mismun andi stærðum í ólíkum hverfum. Við Lágafellsskóla á að hefjast handa við byggingu þriðja áfanga, í Helgafellshverfi á að byggja tveggja hliðstæðu grunnskóla og leikskóla á sömu skólalóð og í landi Blikastaða er sömuleiðis lagt til að byggður verði fyrri tveggja hliðstæðu grunnskólinn. Nýjungar er að fi nna í tillögum um skólagerð í Krikahverfi en þar verður sambyggður leik – og grunnskóli fyrir aldurshópana 1 – 9 ára og samskonar skólagerð er fyrirhuguð í landi Leir- vogstungu. Í þessum skólum tveimur er gert ráð fyrir þeirri tímabæru nýjung að hægt verði að hefja rekstur deilda fyrir yngstu börnin frá lokum fæðingar- orlofs fram til leikskólaaldurs. Valfrelsi og fjölbreytileiki Samfélag okkar er að breytast hratt og mikilvægt að sveitarfélag taki mið af þeim breytingum þegar það ákveður hvaða skyldur það ætlar að takast á hendur varðandi skólagön- gu barna og þjónustu við fjölskyldur almennt. Fleiri leik– og grunnskólar í sveitarfélaginu hafa ýmsa kosti í för með sér t.d. aukna valmöguleika foreldra til að velja á milli skóla. Þó gera verði ráð fyrir að hverfi sskólinn verði sá sem verður ríkjandi í vali foreldra þá skiptir miklu máli að hafa frelsi til að velja og það geta foreldrar í Mosfellsbæ enn frekar en nú í náinni framtíð. Krikaskólinn mun t.d. bjóða for- eldrum í Mosfellsbæ sérstaklega upp á val, því þar er gert ráð fyrir fl eiri leik- skólaplássum og grunnskólanemend- um en hverfi ð sjálft gefur af sér. Þar er einnig gert ráð fyrir samspili leik- og grunnskóla sem er beint framhald þró- unarvinnu 5 ára deilda við grunnskóla og þar hefur Mosfellsbær tekið forystu á landsvísu við að þróa ábyrgar upp- eldis- og skólalegar lausnir. Þegar litið er til fjölbreytileika þá getur hann vissulega endurspeglast í innra starfi og vinnubrögð verið með ýmsum hætti innan sömu stofn- unar. Fjölbreytileiki getur líka legið í mismunandi forsendum sem skólar setja sér. Þannig eru Lágafellsskóli og Varmárskóli mismunandi og engan veginn eins og fl estir líta á það sem kost í dag. Sama gildir um leikskól- ana okkar. Breytileiki milli leikskóla er meira áberandi, heldur en að inn- an hvers leikskóla séu breytilegar forsendur. Fjölbreytileiki kallar einnig á saman burð og vilja til að færa já- kvæða reynslu einnar stofnunar yfi r á næstu. Þannig mun samkeppni og samanburður ýta með jákvæðum hætti und ir þróun og breytingar í átt að aðlög un að því samfélagi sem foreldrum er búið í dag. Hér að fram- an er gerð örstutt grein fyrir því sem framundan er í uppbyggingu leik – og grunnskóla í Mosfellsbæ. Meiri- hluti sjálfstæðismanna stóð að þeirri samþykkt í bæj arstjórn þann 29. mars s.l. en minni hlutinn lagði til að í stað þess að byggja Krikaskóla þá yrði hafi st handa við að byggja grunn skóla á óskipulögðu svæði Sólvalla. Þar birtist nú aftur gamli bútasaumshugs- unarháttur þeirra, byggja fyrst og skipuleggja síðan. Framundan eru spennandi tímar í ört stækkandi sveitarfélagi því skiptir máli að huga að fjölbreytileika og val- frelsi á fl estum sviðum. Hvað fi nnst þér ágæti Mosfellingur, vilt þú hafa val? Skólauppbygging í Mosfellsbæ – fjölbreytileiki og valfrelsi Ragnheiður Ríkharðsdóttir Bæjarfulltrúi og bæjarstjóri fiJÓ‹VAKI MOSFELLINGUR Tekið er við aðsendum greinum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Frjálst og óháð bæjarblað

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.