Mosfellingur - 07.04.2006, Blaðsíða 15

Mosfellingur - 07.04.2006, Blaðsíða 15
Páskaegg framleidd úr villibaunasúkkulaði frá Bólivíu 15Mosfellingur Stórtónleikar í Hlégarði þann 19. apríl kl. 20:30 Á dagskránni eru þekkt söng- og kammerverk Mozarts. Reynir Axelsson stærðfræðingur og ljóðaþýðandi fylgir dagskránni úr hlaði og segir sögur af afmælisbarninu. Flytjendur eru: Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari Bryndís Halla Gylfadóttir, sellóleikari Helga Þórarinsdóttir, víóluleikari Kristjana Helgadóttir, flautuleikari Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðluleikari Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópran Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir starfsfólki til að sinna liðveislu fyrir fatlaða. Markmið með liðveislu er að rjúfa félagslega einangrun og aðstoða þann fatlaða við að sinna áhugamálum sínum. Liðveisla er bæði fyrir börn og fullorðna og nú bíða nokkrir einstaklingar eftir að fá liðveislu við hæfi. Um fjölbreytt hlutastörf er að ræða og vinnutíminn er sveigjanlegur. Algengast er að liðveisla sé unnin seinnipart dags, á kvöldin eða um helgar. Störfin henta því vel fyrir námsmenn eða sem aukavinna. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmanna- félags Mosfellsbæjar og Launanefndar sveitarfélaga. Áhugasamir hafi samband við Unni Erlu Þóroddsdót- tur félagsráðgjafa hjá Mosfellsbæ í síma 525-6700 eða í tölvupósti unnure@mos.is Fyrirtækið Skólavefurinn.is er staðsett í Kjarnanum í Mosfellsbæ. Þetta fyrirtæki var stofnað árið 2000 af kennurum hér í bæ. Höfuðstöðvarnar voru um tíma í Reykjavík en nú er það komið heim aftur og hefur verið starf- rækt á gamla bókasafninu í tæpt ár. Skólavefurinn er alhliða námsvefur sem býður grunnskólum, leikskólum, framhaldsskólum og einstaklingum upp á námsefni og fræðsluefni í marg- vísilegum búningi. Hægt er að prenta út efni af vefnum, fá hljóðskrár og vídeó þar sem heilu bækurnar eru lesnar inn og hægt að hlusta á þær. Nánast allir grunnskólar á landinu eru áskrifendur, á annað hundrað leik- skólar og langflestir framhaldsskólar eru í áskrift. Þá eru á fimmta þúsund heimili með áskrift. Vefurinn nýtist fólki vel í skóla og allar greinar sem kenndar eru í grunnskóla eru tekn- ar fyrir á vefnum og nú til dæmis styttist í samræmd próf og hægt er að nálgast þar, afar góð gögn til þess að hjálpa unglingunum til þess að undirbúa sig fyrir prófin. Skólavefurinn er alltaf að stækka við sig og í sumar á eftir að koma ýmisskonar þrautahefti. Nú þegar hefur verið búin til Sudoku þrauta- bók og einnig hljóðdisk- ar. Á hljóðdiskunum eru valdar sögur á borð við Robinson Krúsó, ævintýraheimur H.C. Ander- son og sögur eftir stórskáldið Þorstein Erlingsson. Vefurinn er fyrir alla ald- urshópa þar sem mikið af eldra fólki sækir í útvarpssögur sem eru lesnar inn á vefinn og nýr kafli settur á vef- inn á hverjum degi. Þá verður gefið út lítið tímarit á hverjum miðvikudegi í sumar sem inniheldur sagnfræði, sögur og barnasögur og þrautahefti á hverjum föstudegi. Það eru átta starfsmenn sem eru í fullri vinnu hjá vefnum og koma úr öllum áttum. Þar má finna kennara, heimspekinga og tónlistarfólk. Þá eru margir sem eru í lausavinnu og koma þannig að ýmsum verkefnum eins og að lesa inn sögur og búa til efni fyrir vefinn. Efnið á vefnum er komið mestmegnis frá kennurum út um allt land og borgar vefurinn þeim fyrir efni. Vefurinn er vinsæll og það eru um 4000 heimsóknir inn á vefinn á hver- jum degi. Áskrift að honum kostar aðeins 1290 kr. á mánuði og þar er ótrúlegt úrval af góðu efni til fróðleiks, skemmtunar og náms. Það er um að gera að fara á netið og athuga þenn- an stórmerka vef á slóðina http:// skolavefurinn.is. Einnig mun tríó Reynis Sig skemmta okkur. Systkinin Ragnheiður og Haukur Gröndal munu flytja sín fallegu ástarljóð. Forsala á Sólbaðstofu Mosfellsbæjar Mosfellingar látum þennan viðburð ekki framhjá okkur fara. Miðaverð 2000 kr.Skólavefur fyrir unga sem aldna Wolfgang Amadeus Mozart í tali og tónum Tónleikar í tilefni 250 ára fæðingarafmælis Mozarts sumardaginn fyrsta kl. 20 á torginu í Kjarna Miðaverð kr. 1500 og 1000 fyrir námsmenn og eldri borgara Liðveisla Starf með fötluðum

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.