Mosfellingur - 07.04.2006, Blaðsíða 9

Mosfellingur - 07.04.2006, Blaðsíða 9
9 Mosfellingur Við bjóðum upp á: Detox-afeitrun fyrir líkamann Kynningartilboð kr 2.990- Strada kynningartilboð 10 tímar kr 9.500- 20 tímar kr 14.500- Hómópati-smáskammtalækningar Bylgja Matthíasdóttir Hómópatisk meðferðarvél Sigrún Arnardóttir S:863-6848 Höfuðbeina-og spjaldhryggsjöfnun Hafdís Óskarsdóttir S:661-6722 Svæðameðferð og heilun Gunnvör Björnsdóttir S:820-0878 Nudd Benedikt Bjarnason S:867-1291 Erum með ilmolíu-brennara og reykelsi í stykkjasölu. Skoðið heimasíðu okkar til að fá frekari upplýsingar. www.lifslind.is Lífslind heilsu-og gjafavöruverslun, Háholti 14, 270 Mosfellsbæ Sími:586-8883 Gsm:699-0526 Fögur fyrirheit Þegar sjálfstæðismenn komust til valda hér í Mosfellsbæ fyrir fjórum árum lögðu þeir niður starf atvinnu- og ferðamálafulltrúa. Sú ákvörðun var eðlileg hvað ferðamálafulltrúann varðaði því hann var í raun verkefna- laus. Hinn nýi meirihluti hafði enga heildarstefnu í ferðamálum og því var ekki ástæða til að hafa starfsmann á launum við að framfylgja stefnu sem var ekki til. Þó er rétt að nefna að D-listinn gaf fögur fyrirheit um ýmislegt sem tengist ferðamálum, beint eða óbeint. Þau loforð hafa hins vegar meira eða minna reynst vera reykur og gufa. Nægir þar að nefna Laxnesssetur, menningarhús, sögusafn, smábáta- höfn, paradís fyrir vatnaíþróttir við Hafravatn og nýjar hugmyndir að fræðsluskiltum. Möguleikar Mosfellsbæjar Vinstri-grænir í Mosfellsbæ telja að möguleikar bæjarins í ferðamálum séu miklir og við viljum nýta þá mun betur en nú er gert. Styrkur Mos- fellsbæjar sem ferðamannastaðar liggur í fjórum þáttum að okkar áliti: 1. 1100 ára byggðarsaga Mosfellsbæj- ar er saga landbúnaðarsamfélags sem breyttist í þéttbýlisstað. Slíkt hefur auðvitað gerst mjög víða á Ís- landi en Mosfellsbær hefur hins veg- ar þann kost fram yfir mörg önnur sveitarfélög að hér er aragrúi af alls konar minjum og mannvistarleifum frá öllum skeiðum Íslandssögunnar. Nægir þar að nefna fornmannahauga, seljarústir, sæluhús, grjóthlaðnar refagildrur, þjóðbrautir, gamlar fjár- réttir og stríðsmannvirki. Allt þetta og meira til styrkir ferðamennsku í sveitarfélaginu svo um munar. 2. Margt í sögu Mosfellsbæjar hefur mikið sögulegt gildi á landsvísu og er þess vegna áhugavert fyrir ferðamenn. Hér dvaldi Egill Skallagrímsson í elli sinni, hér var fyrsta gróðurhús á Ís- landi reist, á Álafossi stóð vagga ullar- iðnaðar og hér bjó Halldór Laxness, svo aðeins örfá dæmi séu nefnd. 3. Í Mosfellsbæ fer saman dreifbýli og þéttbýli með áhugaverðum hætti og hér eru óþrjótandi möguleikar til gönguferða. Í sveitarfélaginu er líka fjölbreytt landslag, allt frá strandlengju Leiruvogs upp á miðja Mosfellsheiði. Heiðin er heillandi landsvæði og VG-Mos vill kanna þá möguleika í samvinnu við nágranna- sveitarfélögin að Mosfellsheiði verði viðurkennd sem fólkvangur. 4. Í Mosfellsbæ gefur nábýlið við höfuðborgarsvæðið ákveðin sóknar- færi í ferðamennsku. Þar býr til dæmis meirihluti íslenskra skólanemenda og þeir eru líka ferðamenn. Leiðin í gegnum bæinn er hluti af svonefnd- um Gullna hring sem flestir erlendir ferðamenn fara – að vísu án þess að stansa hér, en því viljum við breyta. Sveitarfélagið og ferðamálin En hvað getur sveitarfélag eins og Mosfellsbær gert til að sinna ferðamálum? Það er mjög margt og Vinstri-grænir vilja að bæjarfélagið taki kynningarmálin í sínar hendur í samvinnu við ferðaþjónustuaðila í bænum. Það er ekki nóg að segja að við eigum fjölbreytta og ósnortna nátt- úru og áhugaverða sögu. Það þarf að vinna skipulega og faglega að öllum kynningarmálum því í ferðamennsku ríkir mikil samkeppni milli sveitar- félaga og landshluta. Hér þarf til dæmis að útbúa kort yfir gönguleiðir, reiðleiðir, sögustaði og minjar, setja upp fleiri fræðsluskilti og vinna að friðun á einstökum náttúruperlum og sögulegum minjum. Í starfi mínu sem leiðsögu- maður um Ísland í tvo áratugi hef ég meðtekið þær geysimiklu breytingar sem orðið hafa á þessu sviði um allt land. Einkaaðilar og sveitarfélög hafa tekið höndum saman og gerbreytt ímynd heilu byggðarlaganna. Nýjasta dæmið er úr Reykjanesbæ þar sem bæjaryfirvöld eru í fararbroddi þeirra sem vilja koma sinni heimabyggð enn frekar á kortið. Í þessum efnum hafa núverandi yfirvöld í Mosfellsbæ hins vegar brugðist. Ekki þarf að tíunda þau margfeldis- áhrif sem aukinn ferðamannastraum- ur hefur í för með sér. Í skjóli ferða- mennskunnar blómgast alls konar atvinnu- og þjónustustarfsemi. Ferða- mannaiðnaður er besta leiðin til að efla atvinnulíf í Mosfellsbæ. Hann styrkir einnig alla ímynd bæjarins, bæði í augum gesta og heimamanna. Brúarland Vinstri-grænir vilja gera gamla skólahúsið á Brúarlandi að upplýs- ingamiðstöð ferðamála í Mosfellsbæ. Það var teiknað af Guðjóni Samúels- syni og er eitt elsta og sögufrægasta hús sveitarinnar. Brúarlandshúsið stendur í hjarta bæjarins og í alfara- leið, að mestu leyti autt og ónotað og bíður örlaga sinna. VG vill einnig setja á stofn sögu- safn í Brúarlandi en slíkt safn er eitt af kosningaloforðunum sem sjálfstæðis- menn gleymdu. Þar ætti að segja sögu sveitarfélagsins með margmiðlunar- tæknina að vopni. Búið er að vinna slíkt efni um fornleifauppgröftinn í Mosfellsdal og gæti það orðið hluti af slíkri sýningu. Hún myndi höfða til miklu fleiri en þeirra sem hafa ein- ungis áhuga á sögu Mosfellsbæjar því með nokkrum rétti má segja að saga sveitarinnar sé í hnotskurn saga íslensku þjóðarinnar í 1100 ár. Ferðamál í Mosfellsbæ Bjarki Bjarnason Heilsulindin þín í Mosfellsbæ Verið velkomin Nokkuð hefur ver- ið ritað og rætt um leiksvæði bæjarins og framtíðarnotkun þeirra. Á undanförnum árum hafa hefðbundin leik- tæki verið endurnýjuð á flestum leiksvæðunum, þ.e. rólur, vegasölt og rennibrautir. Stór leik- svæði eins og við Brekkutanga, Barr- holt, Víðiteig og Lindarbyggð eru í hönnunarferli, endurskoðun með tilliti til fjölbreyttrar notkunar fyrir bæjarbúa. Þessi stóru leiksvæði eru kjörin til útivistar og samverustunda fyrir fjölskylduna. Þær hugmyndir sem eru uppi eru að gera svæðin vina- legri með gróðri, bekkjum og borðum ásamt spennandi afþreyingar- tækjum fyrir börn og unglinga. Þegar hönnunarferlinu er lokið mun umhverfisnefnd Mos- fellsbæjar forgangsraða fram- kvæmdum, en til framkvæmda þetta árið er 2.500.000 kr. Það er ljóst, að það mun taka nokkur ár að endurskipuleggja og framkvæma þær breytingar á leiksvæðunum eins og við viljum hafa þau, en þau eru í dag 27 talsins. Það má með sanni segja að betra væri að hafa færri en stærri leiksvæði sem hefðu mikið aðdráttarafl vegna spenn- andi leiktækja og gróðurlunda með bekkjum og borðum. Skóla- og leik- skólalóðir eru ekki taldar með í þessu dæmi, en þar eru einnig spennandi leiktæki og fleira. Kröfur okkar til bæjarfélagsins um nánasta umhverfi, hreinsun, slátt- ur, götur og gangstéttar eru oft og tíðum ekki raunhæfar. Hvaða kröfur gerum við til okkar sjálfra? Ég var á ferðinni hjá skólabróður mínum sem er garðyrkjustjóri í Helsingör í Dan- mörku og varð hrifinn af framtaki íbúanna í bæjarfélaginu. Allir íbúarnir sem áttu lóð að gangstétt eða göngu- stíg klipptu reglulega sitt limgerði og sópuðu gangstéttina og hreinsuðu göngustíginn. Allir sem einn klipptu þeir limgerðið á lóðarmörkum, eng- um datt í hug að sleppa því. Það er líka skelfilegt hér í Mos- fellsbæ, að sjá yfirfullar ruslatunnur bæjarbúa og ruslið (sorpið) fjúkandi út um allt. Við verðum að taka okkur á í þessum efnum. Það væri eðlilegt, að sorphirðumennirnir létu þær tunnur vera sem væru yfirfullar af sorpi. Þá fyrst færu kannski slóðarnir að hugsa. Fyrirtæki sem eru í og við mið- bæjarsvæðið verða að vera til fyrir- myndar og taka sig á í þessum efnum, en staðan eins og hún er í dag er ekki ásættanleg. Mosfellsbær er fallegur bær og hér er gott að búa í nágrenni við nátt- úruna og fellin í kring. Við sættum okkur ekki við sóðaskap af neinu tagi, hnippum í nágrannann og bendum honum góðfúslega á það sem betur má fara, sé þess þörf. Oddgeir Þór Árnason Litir: Grænn: pantone 356cvu Rau•ur: pantone 485cvu

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.