Mosfellingur - 07.04.2006, Blaðsíða 16

Mosfellingur - 07.04.2006, Blaðsíða 16
Mosfellingur - Unga fólkið16 BirtaTöff & ErnaGimp Jæja, nú eru bara páskarnir að hvolfast yfi r okkur. Tími útsvefns, páskaeggjaáts, tjaldbúða á Þjóðar- bók hlöðunni og máltíða með fjöl- skyldunni. Þetta er kærkominn tími sem sérhver býður velkominn til að brjóta upp önnina eða fyrrihluta vinnuárs. Tími til að henda sér kannski niður brekkur Skálafells eða valsa um í Mickey Mouse bol og söndölum á Flórída. En gekk þetta ekki út á eitthvað annað...? Jú, alveg rétt! Jesús frels- ari mannkynsins var kross- festur og dó fyrir syndir mannanna í þessu yndislega fríi! Þetta virðist vera staðreynd sem ekki er mikið talað um í vellystingum páskamat- arins. Og kaldhæðnin í þessu öllu sam an er líklega sú, að þetta er einn syndugasti tími ársins. Öll börnin að springa úr græðgi því þau fá ekki nema bara tíu páskaegg númer 23 og foreldrar eru að reyna að ýta á alla veika punkta yfi rmannanna til þess að kreista út allt það frí sem hægt er að kúga út. Að sjálfsögðu ýki ég þar sem ég er dóttir föður míns, en svona lítur þetta út fyrir mér þegar ég fer að skoða málið. Og ekki get ég sagt að ég og mín fjölskylda séum eitthvað betri. Það er ekki liðinn áratugur síðan við héldum okkar fyrstu páska hér í Mosfellsbæ, að pabbi greip í pönn una góðu og kvöldinu var bara eytt eins og hverju öðru föstudags- kvöldi með búrger og movie! En það var nú kannski af sökum uppskriftaskorts hjá ein- stæðum gömlum pabba. Mér fi nnst þetta sýna svo vel hvað Ísland er ótrúlega trúlaust land í heild sinni og hvernig Íslendingar eru ekkert að taka þessu of alvarlega. Sem að ég tel reyndar mikinn kost því að mín trú er sú að Jesús hafi nú verið hinn snjallasti kall sem sagði þessar fínu dæmisögur og breytti þessu í yfi rnáttúrulegt dæmi til að grípa hug og athygli fólks. Þar má nefna sögu vel vaxna og fallega stjörnuparsins Adams og Evu. Og þessu trúði ég öllu saman þar til að ég hóf menntaskólagöngu mína og jarðfræði bættist við í fl óru skólafaga og reyndist þá raunin sú að við komum af illa lyktandi og hárugum öpum. Sem kann að skýra mína mjög svo ókvenlegu og hárugu handleggi. Ég hugga mig á því að svona hafi normið verið fyrir aðeins nokkrum miljónum ára. Þess vegna hvet ég þig, kæri Mosfellingur, til þess að þetta verði árið sem þú gluggar í Biblíuna á páska- dagsmorgun í stað þess að horfa á morgunsjónvarp barnanna með páska- egginu. Aldrei að vita nema góð lífsspeki hrynji framan í mann þar eins og út úr páskaegginu. ;) BLAÐAMANNAKLÚBBUR BÓLSINS Fomaður: Gísli Már Guðjónsson Stjörnuferðin Syndugasti tími ársinsHátíð í Mosfellbæ Helgina 31. mars til 2. apríl fóru fríðir þátttakendur stjörnu- leik Bólsins í lokaferð sína til Akureyrar. Ferðin var stórskemmti- leg og mjög vel heppnuð í alla staði. Gist var í Oddeyrarskóla og var hægt að gera margt á eyrinni. Farið var á hlaðborð bæði kvöldin, fyrra kvöldið á Peng’s, sem er austurlenskur veitingastaður og seinna kvöldið á Greifann. Á laugardeg- in um var vaknað kl. 9:30 og fóru fl estir upp í Hlíðarfjall í ótrúlega gott færi og púður. Hinir fóru í sund og á skauta og var gaman hjá báðum hópum! Sérstaklega hjá henni Birtu þar sem að hún var drottning fjallsins! Og Ernu þar sem hún var skautaprinsess an... og það má nú aldeilis segja það að þessar tvær stelpuskjátur voru grátbeðn ar um eigin- handaráritanir og voru þær komnar með aldeilis nóg af því að skrifa nafn sitt í enda ferðarinnar! Í Oddeyrarskóla var íþrótt asalur og voru þar leikir langt fram á nótt og var Birta heitust í körfunni! Á meðan var Erna uppi í herbergi í heitum slúðurhring. Út- koma þess arar ferðar var, ef að við ættum að segja frá, bara noookkuð fullkomin...!;) og hefðum við aldeilis verið til í að vera lengur! Verður hátíð í Mosfellsbæ? Ó, já! Hverju erum við að fara fagna öðru en að vera Mosfellingar? Við ætlum öll að skunda niður í íþróttahús og stiðja Slææarann og félaga í meist- arafl okki í handbolta. Hátíðarhöldin halda svo áfram um kvöldið þegar dúettinn og gleðigjafarnir Hljómur ætlar að halda hlöðuball á Lax- nesi. Allir að mæta Leikurinn á laugar dag- inn er gríðarlega mikilvægur fyrir hand- boltann. Við erum að berjast um að vera í efstu átta og til þess að eiga möguleika þurfum við að sigra KA sem eru einu stigi á undan okkur í deildinni. Djöfull ætla ég að vinna á þessum KA- mönnum. Ég get lofað því að það verður barist til síðasta blóðdropa hjá báðum liðum og ég lofa því einnig að ég mun ekki fara frá þessum leik án þess að fá blóð á tennurnar. Hvort sem það verður mitt eigið eða ekki. Frábært framtak Svo um kvöldið ætlum við öll að fara upp í Laxnes og fagna sigrinum og fagna því að vera Mosfelling ar. Hilmar Gunnarsson og Ágúst Bernharðs- son hafa einir síns liðs haldið uppi því litla og í raun eina félagslífi sem hefur verið að fi nna í þessum bæ eftir að hið sáluga Lókal var lagt til hvílu. Það er nú ekki oft sem það er eitthvað að gerast en þeir félagar hafa reglulega skemmt fólki á Draumakaffi og öðrum sam- komum. Stemmningin sem fylgir þeim leynir sér ekki og lætur engan ósnortinn. Ég tek að ofan fyrir þeim. Því án þeirra væri bara ekki neitt að gerast í þessum blessaða bæ. Lókal-kvöld í sumar? Þótt að Hljómur sé að gera það gott þá saknar Slææ samt Lókal- kvöldanna góðu. Þau voru óborgan- leg og var samstaða unga fólksins aldrei meiri. Ég heiti því að gera allt sem ég get til þess að halda eitt slíkt kvöld í sumar. Til heiðurs Lókal- blaðinu sem var tímamótablað, ekki bara í Mosó heldur bara á landinu öllu...! Þótt það sé ekki til lengur þá fi nnst mér ekkert að því að heiðra minningu þess og ég efast ekki um að allir bæjarbúar taki því fagnandi. Ég meina þarna fóru nú margir ungir Mosfellingar í sinn fyrsta sleik. En að lokum segi ég bara áfram Afturelding, áfram Hljómur og áfram sleikur á Lókal-kvöldi. Ásgeir „Slææ" Jónsson Vill eiga langan og góðan laugardag með Mosfellingum asgeir@mosfellingur.is kveðja að sinni..;) Óskum eftir hressu starfsfólki! Vegna fjölda áskoranna hef ég loksins ákveðið að taka fram pennan og tjá mig lítillega. Eftir að hinir penn- arnir hófu skrif í þetta ágæta blað uxu vinsældir þeirra hjá kvenþjóðinni upp úr öllu valdi. Maður hefur heyrt sögur af þessum gaurum þar sem þeir eru hundeltir af stelpunum og þá sérstaklega góðvini mínum og hand- boltatröllinu Geira Slæ. Hann þarf að fara huldu höfði út í búð til að versla mjólk fyrir mömmu sína, kannski með fake yfi rvaraskegg eða eitthvað slíkt og hann þarf ávallt að ,,láta á silent” á næturnar til að fá svefnfrið. Athygli frá gagnstæðu kyni er yfi rleitt af hinu góða en svona crazybitch athygli er TOO MUCH. Þess vegna hef ég ákveðið að koma ekki fram undir nafni en mun þess í stað ganga undir listamannanafninu Pablo. Nú er nóg komið af þessu bulli og yfi r í aðra sálma og í umfjöllunar- efni mitt í þessari grein en það eru DRAMADROTTNINGAR. Stelpur eru algjörar dramadrottningar, það er hreinlega eins og þær lifi fyrir dramað. Allstaðar þar sem ég kem í námunda við þessar elskur verð ég ætíð var við eitthvert drama, hvort sem ég er stadd ur í skólanum, á djamm inu, í vinn unni eða í MOSÓ. Það eru kannski orðum aukið að dramað sé að tröllríða þjóðfélaginu en það er alla- vega eitt hvað til í því. Dramadrottn- ingum hefur fjölgað mjög síðari ár og nú fyrirfi nnast dramadrottningar í hverju horni og kima. Ég spái mjög mikið í mannfólkið og þá sérstaklega kvens urnar og veit því hvað ég er að segja. Mér sýnist dramað vera á háu stigi hér í Mosó og í sumum tilvikum má líkja þessum vágesti við andleg- an kvilla sem þörf er á að ,,lækna” hvernig sem það er nú gert. Uppsprettan að öllu þessu drama kemur úr imbakassanum. Eins og ung lingar eru gríðalega móttækilegir og fl jótir að tileinka sér hluti úr sjón- varpinu eru drottningarnar jafn fl jótar að tileinka sér allt dramaruslið sem kemur þaðan. Þættir á borð við One tree hill, afsprengdar eiginkonur og sex in the city eru stórhættulegir fyrir stelpur sem innihalda dramadrottn- ingargen og eru þar með næmar fyrir svona skít. Ég veit ekki hvort að stelpum fi nnist það eitt hvað cool að vera dramadrottn- ing eins og strákum fi nnst töff að eiga fl ottan bíl eða vera vel dressaður. Kannski er það þann- ig meðal stelpn- anna, að sú sem er mesta dramadrottn- ingin hljóti mestu virðinguna, maður spyr sig? Sem karlmaður getur maður ekki sett sig í fl ókinn hugarheim drottninganna og því næstum tilgangslaust að vera með svona vangaveltur. Sem áhorf- andi að dramaheimi drottninganna fi nnst mér þetta oft á tíðum forvitni- legt og spennandi, hálfgert raunveru- leika sjónvarp þar sem skiptist í með skini og skúrum. Maður kannski velt- ir því fyrir sér hvort að ,,Gunna eigi eftir að hata Jóu líka á morgun, því að gaurinn sem afmeyjaði Gunnu fyrir 8 árum síðan svaf hjá Jóu um síðustu helgi. Ég spái því samt að Gunna eigi eftir að fyrirgefa Jóu strax í kvöld með tárum og knúsi”. Ég vona að dramað sé bara ein- hver bóla sem muni springa innan skamms. Stelpur! Góðar ráðleggingar frá Pablo ; þetta er ekki cool og ekki ógeslega töff skiluru. Chillidi bara og ekki hleypa öllu í háaloft útaf ekki neinu og fyrst fremst ekki baktala vinkonur ykkar sem þið umgangist daglega. Hættið þið þssu drama og verið ekki fólkinu í kringum ykkur til ama! Pablo kveður með ást og virðingu í hjarta sínu, tileinkað öllum dramadrottningum í Mosó. ARR. # Cool, ógeslega töff skiluru mikið notað í heimi drottninganna stolið frá karaktern um Silvíu Nótt. Dramadrottningar

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.