Mosfellingur - 16.06.2006, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 16.06.2006, Blaðsíða 4
Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar4 Mosfellsheiði í einkaeign Óbyggðanefnd, skipuð af forsætisráðherra árið 1998, hef- ur úrskurðað að Mosfellsheiði sé ekki þjóðlenda heldur í einkaeign. Nefndin tekur þó ekki afstöðu til þess hverjir eigi heiðina né hvar mörk einstakra eignarlanda séu. Mosfellsbær hefur barist hart fyrir því að heiðin sé í einkaeign og því mikil ánægja með þennan úrskurð. Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Jóhann Hjálmarsson, rithöf undur og skáld, verður næsti bæjarlistamaður Mosfells- bæjar. Bæjarstjórn samþykkti tilnefn ingu hans á fundi þann 6. júní. Jóhann fæddist árið 1939 og hefur starfað m.a. sem bók menntagagnrýnandi hjá Morgunblaðinu. Jóhann hefur verið ötull við skriftir í gegn um tíðina og eftir hann liggur mikill fjöldi af ljóðum og ritum. Jóhann tekur við verðlaunum sínum þann 17. júní næstkom andi og tekur við af gítarleikar anum Símoni H. Ívarssyni. Jóhann er fyrsti ritlist- armaðurinn sem hlýtur þessa viðurkenningu í bænum. Veðurstöð á leiðinni? Bæjarstjóra, Ragnheiði Ríkharðsdóttur, var falið á bæjarráðsfundi að athuga hvort forsendur séu fyrir því að setja upp veðurstöð í bænum. Bæjar- stjóri mun því athuga kostnað og staðsetningu fyrir slíka stöð. Strax eftir að Sjálfstæðisfl okkurinn missti meirihluta sinn í bæjarstjórn Mosfellsbæjar í kosningunum 27. maí hófust viðræður Samfylkingar, Fram- sóknar og Vinstri-grænna um mynd- un nýs meirihluta. Fundað var í fjóra daga og voru viðræðurnar því miður ekki uppörvandi. Allar tillögur um bæjarstjóra og skipan nefnda strönd- uðu á Framsóknarfl okknum. Við hjá VG lögðum okkur alla fram um að ná samkomulagi og samþykktum meðal annars heilshugar að Jónas Sigurðs- son, oddviti Samfylkingarinnar, yrði næsti bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Fimmtudaginn 1. júní sleit Fram- sóknarfl okkurinn viðræðunum, öll- um að óvörum. Síðar þann sama dag höfðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisfl okk- sins samband við oddvita Vinstri- grænna, Karl Tómasson, og buðu upp á könnunarviðræður. Ákveðið var að skoða hvað út úr þeim kæmi. Er skemmst frá því að segja að tveimur dögum síðar var gengið frá samkomu- lagi um embætti, skiptingu nefnda og málefnasamning. Við hjá VG megum vel við una. Flest það sem við vorum með á stefnu- skrá okkar er komið inn í málefna- samninginn. Ekki er ætlunin að tína það til hér en það mun koma í ljós á næstu vikum og mánuðum. Niður- staða VG var einfaldlega sú að við töldum að við næðum fl eiri stefnu- málum okkar fram í samstarfi við Sjálfstæðisfl okkinn en í þriggja fl okka samstarfi með Framsóknarfl okkinn innanborðs. Ennfremur töldum við að ópóli- tískur bæjarstjóri hefði ekki orðið góður kostur en ljóst var að það stefndi í slíkt eftir að framsóknar- menn höfnuðu Jónasi sem bæjar- stjóra. Ópólitískur bæjarstjóri hefði þurft að sækja umboð sitt til þriggja fl okka og erfi tt hefði verið um vik fyrir hann að stjórna af nægilegri festu. Ennfremur voru verulegar líkur á því að annarhvort B-listi eða S-listi hefði gengið til samstarfs við Sjálfstæðis- fl okkinn, eftir að viðræðunum var slitið. Mér er auðvit að ljóst að sam- starfi ð við Sjálfstæðisfl okkinn kemur mörgum kjósendum okkar á óvart enda sjaldgæft að þess ir fl okkar vinni saman. Ágreiningur þeirra er samt mun minni í sveitarstjórnarmálum en landsmálum og með góðum vilja er hægt að ná samstöðu. Rétt er að minna á að í samstarfi tveggja fl okka þarf að komast að sameiginlegri niðurstöðu í allri ákvarðanatöku. Stjórnmál snúast um völd og áhrif og með myndun þessa nýja meiri- hluta hefur VG komist til verulegra áhrifa í bæjarfélaginu sem við ætlum okkur að nýta, bæjarbúum til hags- bóta. Vinstri hreyfi ngin – grænt fram- boð er stjórnmálafl okkur sem þarf að kom ast til áhrifa sem víðast. Það dug- ir ekki að vera alltaf í minnihluta. Við ætlum að starfa í þessum meirihluta af heilum hug og vonumst til að geta sýnt kjósendum okkar fram á að við höfum tekið rétta ákvörðun. Meirihlutasamstarf V-lista og D-lista Ólafur Gunnarsson Situr í skipulags- og bygginga- nefnd Mosfells- bæjar Litir: Grænn: pantone 356cvu Rau•ur: pantone 485cvu Skrifað undir málefnasamning Sjálfstæðisfl okkurinn og Vinstri græn í Mosfellsbæ hafa gert með sér efi rfarandi samkomulag um samstarf fl okkana í meirihluta í bæjarstjórn kjörtímabilið 2006-2010: Bæjarstjóri: Ragnheiður Ríkharðsdóttir (D) verður bæjarstjóri fyrri hluta kjörtíma bilsins og mun þá Har- aldur Sverrisson (D) taka við sem bæjarstjóri. Forseti bæjarstjórnar: Karl Tómasson (V) Formaður bæjarráðs: Haraldur Sverrisson (D) Í fi mm manna nefndum verða Vinstri - græn með einn fulltrúa og Sjálf- stæðisfl okkurinn tvo. Formennska í nefndum verður eftirfarandi: Formaður atvinnu- og ferðamálanefndar: Birgir Haraldsson (V) Formaður fjölskyldunefndar: Jóhanna B. Magnúsdóttir (V) Formaður menningarmálanefndar: Bryndís Brynjarsdóttir (V) Formaður umhverfi snefndar: Elísabet Kristjánsdóttir (V) Formaður fræðslunefndar: Herdís Sigurjónsdóttir (D) Formaður íþrótta- og tómstundanefndar: Hafsteinn Pálsson (D) Formaður skipulags- og bygginganefndar: Haraldur Sverrison (D) hilmar@mosfellingur.is Karl Tómasson forseti bæjarstjórnar og Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri skrifa undir samstarfssamning til næstu fjögurra ára.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.