Mosfellingur - 16.06.2006, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 16.06.2006, Blaðsíða 6
Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar6 Leikfélag Mosfellssveitar er nú byrjað á fullu að undibúa afmælis- veislu sem haldin verður á næsta leikári, en félagið verður 30 ára þann 8. nóvember næstkomandi. Félagar hafa að því tilefni ákveðið að gera leikhúsið áberandi í bænum með ýmiskonar leiklistaratburðum. Félag- ar vona að bæjarbúar taki því vel og fjölmenni í leikhúsið og að þegar hátíð- inni lýkur heyrist ekki lengur spurning- ar eins og „Er leikhús í bænum?”. Eitt af því sem félagið vill gera í byrjun næsta leikárs er að bjóða bæjarbúum til stuttverkahátíðar. Fyrsta skrefið til undirbúnings henn- ar er að leita eftir því hvort ekki leynast hér í bæ leikskáld sem vilja leggja félaginu lið með því að skrifa leikþætti. Reyndar er nú þegar vitað af einstaklingum sem hafa í gegnum tíðina skrifað handrit að leikþáttum og leikritum sem sýnd hafa verið við hin ýmsu tækifæri. Nú er tilefni fyrir þá að taka sér penna í hönd og von- andi bætast fleiri í hópinn. Lengd leikþáttanna skal vera 10- 30 mínútur. Efniviður er alveg frjáls en gaman væri ef það tengdist á ein- hvern hátt Mosfellssveit eða Mos- fellsbæ. Ef margir taka sér penna í hönd í þessu tilefni þarf að velja úr verkunum og eru höfundar því beðnir að skrifa undir dulnefni en láta fylgja með fullt nafn ásamt heimilisfangi og símanúmeri í lokuðu umslagi. Vinsamlegast sendið á Leikfélag Mosfellssveitar, pósthólf 35, fyrir 30. ágúst. Með von um góðar undirtektir, Leikfélag Mosfellssveitar Er leikhús í bænum? Eru leikskáld í bænum? Samræmdum prófum lokið Nú liggja fyrir niðurstöður úr samræmdum prófum í 10. bekk grunnskóla. Báðir skólar bæjarins koma ágætlega út úr þeim og eru hærri í flestum greinum miðað við saman- burð við landið allt. Varmár- skóli er til að mynda með 6,1 í meðaleinkunn í stærðfræði en meðaleinkunn er 5,5 á lands- vísu. Þá er Lágafellsskóli með 7,2 í meðaleinkunn í dönsku en meðaltalið fyrir allt landið er mun lægra eða 6,4. Fjörugt sumar hjá Mosverjum Skátafélag Mosfellsbæjar, Mosverjar, verður með skemmt- ilega dagskrá í allt sumar. Eins og áður verða skátarnir með skrúðgöngu á 17. júní og verða nokkrar æfingar fyrir gönguna. Þá er stefnt á útilegu í Svínadal síðustu helgina í júní. Í júlí verða Mosverjar við Mývatn og þar verða á dagskrá gönguferðir og bátaferðir. Í ágúst taka Mos- verjar þátt í hátíðinni Í túninu heima. Það er ávallt pláss fyrir fleiri skáta og geta áhugasamir aflað sér upplýsinga um skátana á vefsíðunni www.skatar. is/mosverjar. Vinstrihreyfingin grænt fram- boð náði sögulegum og mikilvægum áfanga, sem ungt stjórnmálaafl í upp- byggingu, með sigri sínum í sveitar- stjórnarkosningunum laugardaginn 27. maí sl. Við fengum vel á þriðja tug sveitarstjórnarmanna kjörna á þeim stöðum þar sem listakosning fór fram, þar af 14 í 11 sveitarfélögum þar sem boðnir voru fram V-listar. Við þetta bætast allmargir félagar okkar hér og þar í minni sveitarfélögum þar sem fram fór óhlutbundin kosn- ing. Við Vinstri græn höfum þannig eignast myndarlegan hóp sveitar- stjórnarmanna og stimplað okkur inn sem þriðji stærsti flokkur landsins á sveitarstjórnarstiginu. Einn af þeim stöðum þar sem við þreyttum okkar frumraun og buðum fram í fyrsta sinn var Mosfellsbær. Skemmst er frá því að segja að árangurinn var glæsilegur. Frumleg og kjarkmikil kosningabarátta með ungt og glaðbeitt fólk í forystu skil- aði manni inn í bæjarstjórn. Og það sem meira er aðild að meirihluta í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn upp úr því að Framsóknarflokkurinn sleit viðræðum sínum, Samfylkingar og Vinstri grænna. Ég óska Vinstri grænum í Mos- fellsbæ til hamingju með góðan kosningasigur og allra heilla í meiri- hlutasamstarfinu sem er að hefjast. Ég treysti Karli Tómassyni og félögum vel til að halda af myndugleik á okkar málstað þannig að félagslegar og grænar áherslur geri gott samfélag í fallegu umhverfi enn betra. Heillaóskir til Vinstri grænna í Mosfellsbæ! Steingrímur J. Sigfússon Formaður Vinstrihreyf- ingarinnar græns framboðs Litir: Grænn: pantone 356cvu Rau•ur: pantone 485cvu Draumapizza á Draumakaffi Síðustu helgi urðu breyting- ar á Draumakaffi þegar pizzastaðnum Pizza67 var breytt í Draumapizzu. Draumakaffi og Draumapizza eru í Háholtinu undir sama þaki. Mikil hátíð var í tilefni þessa þ.á.m mjög vel heppnað fótboltamót á planinu þar sem FC Jr. fór með sigur af hólmi. Þann 23. maí fékk ég tölvupóst frá foreldrafélagi Varmárskóla. Hjálp ósk- ast – útskriftarveisla þann 8. juní fyrir 10. bekkinga og þeirra fólk. Í bréfinu kemur fram að það sé orðin löng hefð fyrir því í Varmárslóla að skólinn bjóði 10. bekkingum, foreldrum þeirra og forráðamönnum til útskriftarveislu í skólanum. Hefðin hefur verið sú að foreldrar barna í 9. bekk aðstoða skólann við þessa veislu á þann hátt að sjá um kaffið, hella uppá, leggja á borð og annað sem tilfellur og að sjálfsögðu vaska upp og ganga frá eftir veisluna. Í bréfinu er sem sagt leitað til okkar foreldra og forráðamanna sem sjálfboðaliða til aðstoðar og tekið er fram að það þurfi allavega 8 – 10 sjálfboðaliða. Við erum beðin um að svara á ákveðið póstfang hvort við get- um komið og hvaða tími henti okkur best. Einnig erum við minnt á að á næsta ári munu okkar börn útskrifast úr 10. bekk og þá verða það foreldrar þáverandi 9. bekkinga sem verða að- stoðarmenn og við sitjum við veislu- borðið. Að lokum eru orðin: Sýnum samstöðu og hjálpum hvert öðru. Ég sem foreldri las póstinn, hugs- aði með mér þetta er skemmtileg hefð, gaman að hjálpa til og sjá um leið hvernig þetta gengur fyrir sig. Svaraði um hæl að ég gæti verið búin í vinnu kl. 16 og það mætti setja mig á þann tíma sem hentaði best. Ég kem svo á umræddum tíma. Það mættu þrír foreldrar. Í 9. bekk Varmárskóla eru 74 nemendur og má gera ráð fyrir að alla vega helmingur þeirra búi með báðum foreldrum sínum. Svo hér erum við að tala um yfir 100 foreldra. Ég get bara ekki orða bundist, hvað er að? Er þetta eingöngu hugsunarleysi, eða algjört skeytingarleysi. Er okkur alveg sama? Að lokum, hafa þessir sömu foreldrar hugsað sér að mæta í útskriftarveislu að ári ??? Berglind Steinþórsdóttir foreldri Get ekki orða bundist!!! mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.