Mosfellingur - 16.06.2006, Blaðsíða 14

Mosfellingur - 16.06.2006, Blaðsíða 14
 Veistu svarið? Hvaða ár var fyrsta upp- hitaða gróðurhúsið reist í bænum? Hversu hátt er Úlfarsfellið? Hvar er starfsemi Héraðsskjalasafns Mos- fellsbæjar staðsett? Svör: 1. Árið 1923 2. Um 295 metrar 3. Á jarðhæð í Kjarnanum Friðrik G. Olgeirsson rifjar upp gamla tíma úr sveitinniSögukornið Í febrúar 1918 birtist nokkuð löng grein um Mosfellssveit í Morgun blaðinu eftir einhvern ónefndan mann sem kallaði sig Krumma. Greinin er öll hin undar- legasta og skrifuð í gamansömum tón, jafnvel háðskum. Á þeim tíma var Morgunblaðið oftast aðeins fjórar síður og allundarlegt að ritstjóri hafi tekið slíka grein til birtingar enda fór hún greinilega í taugarnar á sumum sveitungum. Krummi bíður í upphafi les- endum í ferð um Mosfellssveit, sem þá var landmeiri en nú er, og kemur heim á fjölmarga bæi í sveitinni. Hér verða aðeins tekin fáein dæmi úr þessum heimsókn um. Krummi byrjar ferðalagið við Köldukvísl og segir: Hún er svo köld að eigi má hún í frosti frjósa né við eld hitna. Fyrir sunn an hana er Víðirinn. Á honum eru svo marg ar þúfur sem dropar hafsins. Þar hafa verið fl est- ar kýr saman komn ar hér á landi en nytminnstar. Þær öskruðu svo hátt og ógurlega að enn drynur í nálægum fjöllum. Upp af Víðirn- um er Laxnes, þar býr Guðjón; hann hefur séð útilegumenn. Þar fyrir sunnan eru Hraðastaðir. Þar býr Magnús; þar eru grös góð og fé fallegt. Í suð vestri er Helgadalur. Þar býr Jón. Hann vinnur fyrir 10 börnum og er það rösklegt. Fyrir sunnan Víðirinn eru Partabæir. Þar búa þrír. Einn er Þórður; hann er vel að sér og kirkjuþjónn. Ann- ar er Einar; hann er starfsamur og hagur vel. Hinn þriðji er Ágúst; um hann kann ég ekki að segja. Þar eru hverir vell andi og kartöfl ur svo stórar sem þríbandshnoða. Þar sér aldrei sól því Víghóll skygg ir á. Þar glíma Moskóítar í skammdegis- hörkum sér til hita. Að baki Víghóls er Skammadalur; þar hafa verst orð verið töluð er sögur greina og ligg ur forneskja á dalnum. Síðan fer Krummi að Reykjum. Þar búa trollarar og þar eru hverir svo miklir að sjóða má í þeim all- ar kartöfl ur heimsins á einum degi og meira til. Í suðvestri er Úlfarsfell. Þar býr Skúli. Hann er garp legur og á sonu marga. Þar blása jafnan austanvindar þó ann- ars staðar sé logn eða önnur átt. Þar í vestur er Kálfakot; það er í eyði. Þar bjó Margrét. Hún hefur haldið stærstar veislur hér á landi síðan í heiðni. Á Blikastöðum býr Magn ús; hann er hagsýnn maður og vinnur dag og nótt og má ei lýj- ast. Á Reynisvatni er ráðsmaður sem Brynjólfur heitir. Þar eru 100 ær á búi og einn heimilismaður. Það er til sparnaðar. Að norðan er Hafravatn. Þar er silungur svo þétt- ur að ekki má þar bátur fl jóta. Þar er Bjarni og þar eru Hafravatnsrétt- ir sem dagblaðið Vísir sagði um að enginn hefði verið fullur í, og var það lýgi. Fyrir ofan Hafravatn er Þormóðsdalur. Þar eru gullnámur mestar fyrir norðan miðjarðar- baug, mest lýsigull. Þar má ei gullsamning skrifa óvitlausan sak- ir ofbirtu. Fyrir ofan Selvatn eru Arnakróksréttir hinar fornu, sjást þar nú rústir einar eins og af Troju- borg. Þar voru allir fullir og þótti ekki saka. Rúmri viku seinna birtist grein í Morgunblaðinu eftir einhvern sveitunga sem kallaði sig Val. Mót- mælir hann skrifum Krumma, segir hann ruglaðan í örnefnum og áttavilltan. Skammadalur sé ekki til en Skammidalur þekkist og Laxnes sé norðan Köldukvíslar en ekki „upp af Víðirnum.” Margt fl eira leiðréttir hann og segir að lokum að greinarhöfundur ætti að lyfta sér ofurlítið hærra, krun- ka minna og líta betur eftir gangi sólar áður en hann bjóði mönnum leiðsögn sína næst. Svona skemmtu menn sér í sveitinni í gamla daga! Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðingur Frá Köldukvísl að Stríp Mosfellingur - Bæjarmál og aðsendar greinar14 Fyrstu stofutónleikar sumarsins á Gljúfrasteini voru haldnir þann 5. júní síðastliðinn. Í sumar verða stofutónleik ar að heimili skáldsins, Halldórs Laxness, alla sunnudaga og hefjast allir kl. 16. Það voru þær Sigrún Hjálmtýsdót- tir, betur þekkt sem Diddú, og Anna Guðný Guðmundsdóttir sem sáu um þá fyrstu. Á dagskránni í sumar er fjöldi tónlistarmanna sem fl ytja verk sín og fjölbreytileikinn er í fyrirrúmi. Stofa Halldórs var þétt setin þennan sunnudag- inn og ljúfi r tónar umléku gesti. Meðal listamanna sem spila fyrir gesti í sumar eru Halldór Haraldsson píanóleikari, Sigrún Eðvaldsdóttir fi ðluleikari og Flís tríóið. Það er vert að fara á heimaslóðir skáldsins í sumar, skoða heimili hans og njóta tónlistar sem þar verður í boði. Aðgangseyrir á þessa atburði er 500 kr. Stofutónleikar á Gljúfrasteini Þolreið Laxnes og Icelandair Hestaleigan Laxnes í Mosfellsdal hélt á dögunum þolreiðarkeppni. Þessi keppni var haldin í samstarfi við fl ugfélagið Icelandair og var hún einnig haldin í Þýska- landi, Danmörku og Noregi. Þá verður keppni haldin í Svíþjóð á haustdögum. Hér á Íslandi vann Aðalheiður Guðjónsdótt- ir í ungmennafl okki og Pétur Andersen í fl okki fullorðinna. Góð þátttaka var í reiðinni sem heppnaðist afar vel. Mæðgurnar á Gljúfrasteini, Auður og Guðný. Að loknum sveitarstjórn- arkosningum og myndun meiri hluta í Mosfellsbæ, kom sú mynd upp í huga mér, að þegar þú getur frjóvgað saman tvær mjög ólíkar tegundir, þá getur komið fram mjög sterk og gróskumikil planta sem er ónæm fyrir sjúkdómum! Við skulum vona að vel hafi tekist til með þennan samruna til heilla fyrir íbúa bæjarfélagsins sem og umhverfi okkar. Aðvörun skal hins vegar send til garðeigenda, þar sem maðkurinn er byrjaður að éta laufblöðin og fjölgar honum óðum þessa dagana. Það vakti athygli mína, að sitka- lúsin er einnig mjög aðgangshörð (aðeins í sitkagreni), svo aðgangshörð að 6-8 metra há tré eru nánast nálar- laus víða á höfuðborgarsvæðinu. Í Mosfellsbæ er ástandið ekki orðið svo slæmt, en ég hvet alla garðeigendur til þess að vera á varðbergi gagnvart þessum óboðnu gestum. Ólíkt öðrum íslenskum trjá- og runnategundum er reynir að mestu laus við meindýr. Á suðaust- urhorni landsins sækir þó skógfeti á hann og veldur oft miklum skemmdum, en annars staðar er það haustfeti, sem einnig veldur verulegu tjóni. Reyniáta er átusjúkdómur sem algengur er um allt land, en þó meira áberandi við ströndina en í innsveitum. Einkennin eru þau að börkur á greinum dökknar og fellur inn og síðar myndast í honum fl ösku- laga gróhirslur, sem þó eru huldar af berkinum að mestu. Gróin spýtast útí rauðum massa, en þó er algengt að sveppurinn vaxi í langan tíma án þess að mynda gróhirslur. Varnir gegn reyn- iátu eru þær sömu og gegn öðrum átusjúkdómum. Hreinsa þarf upp sár og saga dauðar greinar af. Þetta verður að gera að vori eða yfi r sumar- ið, en ekki á þeim tíma sem tréð er í dvala, því þá á það óhægt um vik með að verjast árásum sveppsins. Ekki er talið nauðsynlegt að loka sárum með málningu eða sveppalyfjum, ef snyrti- lega er frá þeim gengið. Veðurfar ræður miklu um það hversu alvarlegt vandamál reyniátan er. Mikill munur er einnig á einstök um trjám hvað þetta varðar. Ég vil ítreka það enn og aftur að garðeigandi skal klippa sinn gróður við lóðamörk, þar sem hann vex út á gangstétt eða göngustíga. Garðeigandi er bótaskyldur ef slys eða óhapp verður fyrir framan lóð hans, ef hægt er að rekja það til gróðurs sem vex út fyrir lóðamörk. Gleðilegt sumar, Oddgeir Þór Árnason Í túninu heima mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.