Litli Bergþór - 01.12.2014, Qupperneq 4

Litli Bergþór - 01.12.2014, Qupperneq 4
4 Litli-Bergþór Facebook Ritstjórn vill benda lesendum Litla-Bergþórs á Facebook síðu blaðsins. Gaman væri ef fólk rifjaði upp gamlar sögur úr sveitinni - setti inn gamlar (og nýjar) myndir með skýringum á við hvaða tilefni þær eru teknar og hverjir eru á þeim. Kannski verður til grein í Litla-Bergþóri úr svona innleggi á síðuna. Kveðja, ritstjórn Litla-Bergþórs. Formannspistill Í ár eru 35 ár liðin frá því að útgáfunefnd var kosin á aðalfundi Ungmennafélags Biskupstungna til að koma fréttum félagsins á framfæri. Fyrsta tölublað Litla – Bergþórs kom út 5. mars 1980 og var það vélritað og svo ljósritað. Í blaðinu sem var 14 blaðsíður mátti finna auglýsingar frá Ungmennafélaginu, fréttir frá HSK þingi, umsögn um félagsvist U.M.F Bisk og einnig nokkrar skemmtilegar vísur eftir Jóhannes á Litla – Fljóti og Björn í Úthlíð. Frá þessu fyrsta tölublaði fór boltinn að rúlla. Þrjú tölublöð voru gefin út árlega og blaðið stækkaði. Í seinni tíð hefur blaðið verið gefið út tvisvar á ári vegna aukins prentkostnaðar. Litli – Bergþór er fyrir löngu orðið eitt helsta kennileiti sveitarinnar og hefur ritnefnd þess fært sveitungum fréttir, fróðleik, viðtöl, úrslit íþróttamóta auk mynda sem hafa gert blaðið enn veglegra. Það var því mjög ánægjulegt þegar ritnefnd Litla – Bergþórs og Ungmennafélag Biskupstungna fengu Menningarverðlaun Bláskógabyggðar árið 2014 fyrir 34 ára útgáfu Litla – Bergþórs og bókina Ungmennafélag Biskupstungna 100 ára saga. Fyrir þessa viðurkenningu færum við Menningarnefnd Bláskógabyggðar miklar þakkir. Að auki langar mig að þakka þeim fjölmörgu aðilum sem komu að sveitahátíðinni „Tvær úr Tungunum“ nú í sumar. Fjölmargir gestir lögðu leið sína í Reykholt þann 16. ágúst og tókst hátíðin í alla staði mjög vel. Þessi hátíð er greinilega komin til að vera og vonast ég til að sjá sem flesta þann 15. ágúst 2015. Lesendum óska ég gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakka fyrir gott og viðburðarríkt ár. Smári Þorsteinsson formaður Umf. Bisk.

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar: 2. tölublað (01.12.2014)
https://timarit.is/issue/400616

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

2. tölublað (01.12.2014)

Iliuutsit: