Litli Bergþór - 01.12.2014, Qupperneq 8

Litli Bergþór - 01.12.2014, Qupperneq 8
8 Litli-Bergþór LAUGARÁS I 1949 Helgahús (í fasteignaskrá heitir íbúð- arhúsið nú Laugarás 3) Laugarásjörðin varð læknissetur 1923. Allt til 1946 voru læknarnir með búskap á jörðinni, sá síðasti var Ólafur H. Einarsson, sem var læknir frá 1932 - 1946. Núverandi íbúðarhús var byggt 1949. 1946 - 1970 Helgi Indriðason (f. 30.01. 1914, d. 20.01. 1995) og Guðný Aðalbjörg Guðmundsdóttir (f. 02.04. 1913, d. 17.04. 1993) (Gauja). Þegar þau fluttu í Laugarás og tóku við búskapnum bjuggu þau í kjallara læknishússins, en þegar ljóst var að Knútur læknir þurfti á honum að halda, byggði Helgi nýtt íbúðarhús og þangað fluttu þau Guðný 1949. Helgi var bróðir Guðmundar Indriðasonar á Lindarbrekku, frá Ásatúni í Hrunamannahreppi. Guðný var systir Jóns Vídalín Guðmundssonar sem bjó á Sólveigarstöðum frá 1953 - 1967. Jónína Jónsdóttir, síðar á Lindarbrekku, var í kaupavinnu hjá Helga um það leyti sem húsið var byggt. Fjósið og hlaðan sem nú standa, ásamt íbúðarhúsinu voru byggð á tíma Helga og Gauju undir lok 6. áratugarins. Þau hjón eignuðust ekki börn, en fóstursonur þeirra var Birgir Stefánsson (f.11.07. 1948) og kjördóttir þeirra var Gróa Kristín (f. 02.01. 1952). Helgi og Gauja brugðu búi, aðallega vegna heilsuleysis Helga, en einnig vegna þess að hefðbundinn búskapur fór ekki sérlega vel með ört fjölgandi garðyrkjubýlunum. Búskapur með skepnur lagðist af í Laugarási þegar þau fluttu til Reykjavíkur. Þar starfaði Helgi í nokkur ár til viðbótar. Í sumarleyfum dvaldi fjölskyldan oft í sumarbústaðnum litla á Sigurðarstöðum. Íbúðarhúsið í Laugarási hefur verð leigt ýmsum eða fylgt embætti hitaveitustjóra frá því búskapur lagðist af. 1970 - 1975 Sverrir Ragn- arsson og Karitas S. Melstað (sjá Ösp) 1975 - 1980 Pétur Guð- mundsson og Svandís Ottós- dóttir (sjá Austurbyggð C/24). Pétur var ráðinn til að vera umsjónarmaður með hitaveitunni. Þau byggðu sér hús þar sem kallað er Austurbyggð C og fluttu þangað. 1980 - 1990 Benedikt Skúlason og Kristín Sig-Helgahús á tveimur tímum. Helgi Indriðason. Guðný Aðalbjörg Guðmundsdóttir.

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.