Litli Bergþór - 01.12.2014, Side 10

Litli Bergþór - 01.12.2014, Side 10
10 Litli-Bergþór Molarnir er æskulýðsfélag kirkja í Skálholts- prestakalli. Þær eru Torfastaðakirkja, Skálholts- dómkirkja, Haukadalskirkja og Bræðratungukirkja, Mosfellskirkja í Grímsnesi, Stóru-Borgarkirkja, Búrfellskirkja, Miðdalskirkja, Úlfljótsvatnskirkja og Þingvallarkirkja. Starfið er fyrir unglinga á aldrinum 13 – 16 ára, fædda ´98-‘01. Fundirnir eru haldnir annan hvern mánudag í Skálholtsbúðum á milli kl. 20 og 22 og að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Á fundunum aðhafast krakkarnir ýmislegt og reynt er að höfða til allra þegar kemur að dagskrá fundanna. Það sem hefur verið á dagskrá hjá okkur í vetur eru meðal annars hópleikir, spil, ljósmyndamaraþon, bíófundur og þrautakeppni. Í molastarfinu nálgast unglingarnir trúna með skemmtilegum og uppbyggilegum hætti. Margir fundir eru framundan með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá. Helgina 24. – 26. október fórum við saman á Landsmót ÆSKÞ sem haldið var á Hvammstanga. Krakkarnir söfnuðu sér að stórum hluta sjálfir fyrir mótinu með fjáröflun sem haldin var í tengslum við mótið. Þar komu saman krakkar frá æskulýðsfélögum um allt land og í heildina voru þetta um 600 þátttakendur. Molarnir kynntust krökkum frá hinum og þessum landshlutum. Meðal annars sem var á dagskrá mótsins voru kvöldvökur, grímuball, bænastundir, hópastarf, kynfræðsla og hæfileikakeppni. Molarnir klæddu sig upp sem bleiku slaufuna fyrir grímuballið og lögðu mikinn metnað í búningana eins og sjá má á myndinni hér til hliðar. Þær Þórhildur Þórarinsdóttir og Sigríður K. Halldórsdóttir tóku þátt í hæfileikakeppninni fyrir Molana. Þær sungu lagið Tvær úr Tungunum, spiluðu á hljóðfæri og stóðu sig eins og hetjur. Molarnir fara í tvö ferðalög á ári. Fyrra ferðalagið er Landsmótið sem er nýyfirstaðið. Staðsetning mótsins breytist á hverju ári, og er það gert til þess að krakkarnir fái að kynnast ýmsum stöðum á landinu t.a.m. verður næsta landsmót haldið í Vestmannaeyjum. Seinna æskulýðsmótið er Febrúarmótið. Febrúarmótið er haldið árlega í Vatnaskógi og er það fyrir unglinga í æskulýðsfélögum á höfuðborgarsvæðinu, á Selfossi og í Skálholtsprestakalli. Um starfið í ár sjá Konný Björg Jónasdóttir og Bríet Inga Bjarnadóttir. Aðrir leiðtogar í Molunum eru Egill Óli Helgason og Karen Lilja Loftsdóttir. Molarnir æskulýðsfélag Konný Björg Jónasdóttir Þórhildur Lilja Þórarinsdóttir, Sölvi Freyr Jónasson, Samúel Guðmundsson, Kristín Lilja Birgisdóttir, Þórdís Elín Egilsdóttir, Sigríður K. Halldórsdóttir og Hjalti Guðjónsson. Aðalbjörg Elsa Sæland, Sverrir Örn Gunnarsson og Alexander Óli Nóason.

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.