Litli Bergþór - 01.12.2014, Page 14

Litli Bergþór - 01.12.2014, Page 14
14 Litli-Bergþór „Ég hefi áður opinberlega leitast við að sýna fram á að sólböð væru ugglaust ráð við barnaberklum (kirtlaveiki) og það besta ráð sem vér þekktum við byrjandi og langvinnum lungnaberklum“. „Sólin er það lóð á metaskálinni, sem getur tryggt börnum ykkar heilsu og líf gegn hvíta dauðanum og fylgikvillum hans. Þá vaknar spurningin hvernig þið getið notað þetta lækninga- og hreystivekjandi afl sólarinnar“. „Á útmánuðum þegar á norðan blæs hér, eru oft sólríkir dagar, jafnvel sterkara sólskin en um hásumarið“. en þá er líka kuldinn svo mikill úti og inni og gluggarnir á baðstofunum svo litlir, að þá er ekki heldur í lófa lagið að stunda sólböð í heimahúsum. En það ráð er til við þessu að þið reisið myndarleg- an heimavistarbarnaskóla ásamt skála til þess að sóla börnin í. Þetta getið þið gert fyrir hina svonefndu vatnspeninga, sem þið nú á annað ár hafið verið að reyna að losna við í lýskólann fyrirhugaða, en eftir öllum sólarmerkjum að dæma, munu þeir ekki verða þegnir með þeim skilyrðum sem þið hafið sett. Á engan hátt getið þið betur varið peningum þessum, en til þess að tryggja líf og heilsu barna ykkar og annarra afkomenda, fyrir plágu þeirri, sem þegar er orðin hér sveitarplága og á þó eftir að rumska fastar við ykkur, ef þið bíðið eftir því. Lítið mun þeim, sem eiga að sjá á bak heilsu sinni, gagna þótt hreppsfélagið geymi þessi þúsund í kistuhandraða sínum og léttvæg huggun þeim, sem eftir eiga að sjá á bak börnum sínum og ástvinum. Heimavistarskólinn ætti að standa nálægt hver, bæði hann og sólarskálinn ættu að vera hitaðir upp með vatni eða gufu frá þeim hver. Þá daga síðla vetrar, er sólar nyti vel, ættuð þið svo að fela kennaranum á hendur að láta öll börnin, eða að minnsta kosti öll, sem nokkur kirtlaveikisveila er í, sóla sig og baða. Því að auðvitað má það ekki gleymast að útbúa skólann ykkar með baðáhöldum. Í stuttu máli: Þið eigið að gera skólann þannig úr garði, að börnin sæki þangað ekki einasta andlega fræðslu, heldur einnig og ekki síður, líkamlega og andlega hreysti. Á sumrin gæti svo slíkt skólahús verið tilvalið hæli fyrir kirtlaveik smábörn, en þörfin fyrir þannig sumarhæli er afar brýn, einkum fyrir kaupstaðina“. „Ég fer nú að ljúka máli mínu, og fel það hreppsefndinni og öðrum góðum mönnum, sem á mál mitt hafa hlýtt. Hér er mikið og göfugt verkefni, sem bíður þess að þið beitið ykkur fyrir því, og leysið það af hendi. Því til sönnunar að þörfin sé brýn, skal ég enn taka það fram, að meiri hluti barna hér hefur kirtlaveikisvott, eða eins og ég tók fram áðan að rétt væri að nefna það, hafa barnaberkla. Þ.e. berkla á fyrsta og lægsta stigi. Hve mörgum af þessum börnum auðnast að vinna bug á smitun þessari veit ég ekki, reynslan hefir sýnt, að meiri hlutanum tekst það, en hitt veit ég, að sum af þessum börnum á berklaveikin eftir að gera óvinnufær og skapa aldurtila, nema þið þegar hefjist handa. Ég hefi nú bent ykkur á hvernig þið getið hjálpað börnunum um herslumuninn til þess að yfirvinna berklana á byrjandi stigi. Ætlið þið svo lengur að horfa á, með hendur í vösum, meðan þessi erkifjandi er að kúga og drepa afkomendur ykkar?“ Svo mörg voru þau orð! 31. des. 1927 segir svo í Alþýðublaðinu frá nýjum heimavistarbarnaskóla: „Hitt er heimavistarbarnaskóli í Biskupstungum. Mun kennsla í honum byrja með nýja árinu. Skólinn stendur undir Reykholti. Á holtinu er hver svo mikill, að hægt er að virkja heita vatnið og lýsa skólahúsið, auk þess, sem vatnið er notað til hitunar og suðu.“ Fyrirlestur Óskars virðist því hafa haft tilætluð áhrif, en ekki veit ég til þess að sólskáli hafi verið byggður eins og hann réði sveitungunum til. Úr Alþýðublaðinu 31. desember 1927.

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.