Litli Bergþór - 01.12.2014, Qupperneq 16

Litli Bergþór - 01.12.2014, Qupperneq 16
16 Litli-Bergþór Gulli og ég í Matador sem var vinsælt að spila á þess- um tíma. nálgaðist og aðrar kenndir fóru að bæra á sér, breyttist þetta viðhorf eins og gengur og vandamálin varðandi stelpurnar hrönnuðust upp, mishratt þó. Fuglafélagið Örninn var okkar fyrsta nálgun í félagsmálum og margar ljúfar minningar tengjast þessu tímabili. Við héldum fundi, böggluðum saman fundargerðum og bjuggum til félagsfána. Lengi átti ég þennan fána sem var grænn með stórum klossuðum, hvítum stöfum, FFÖ. Áhuginn var mikill og bý ég enn að ýmsu sem við uppgötvuðum á þessum árum um háttalag mismunandi fugla. Þetta var tilefni til ferða út í náttúruna, niður að Tungufljóti, upp á Fellsfjall o.fl. til að sjá sem flesta fugla. Eitthvað finnst mér samt í minningunni að við höfum að hluta misskilið tilgang félagsins, því að á fundum marseruðum við stundum með fánann fremstan á löngu priki og hrópuðum slagorð. Ég gæti best trúað að ein móðirin, Helga í Birkilundi, hafi haft áhrif á þetta háttalag enda ávallt með eindæma frjóar hugmyndir og sjóuð í mótmælagöngum allt fram á þennan dag. Í Birkilundi giltu aðrar reglur en á flestum öðrum heimilum. Þar máttum við gera ýmislegt sem ekki leifðist heima hjá okkur og var lítið verið að letja okkur ef ímyndunaraflið fór á flug. Þegar ég lít til baka þá hefði ég ekki viljað missa af einu einasta augnabliki þessara ára. Frelsið og umhverfið höfðu svo sannarlega áhrif á okkur til lífstíðar. Því fór það svo að þrátt fyrir að hafa meira eða minna sótt framhaldsskóla og vinnu utan sveitarinnar á árunum 1968 – 1976, þá toguðu átthagarnir stöðugt og að lokum flutti ég aftur í Reykholt í ársbyrjun 1977.

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.