Litli Bergþór - 01.12.2014, Qupperneq 20

Litli Bergþór - 01.12.2014, Qupperneq 20
Skálholtshátíð var haldin dagana 19.-20. júlí. Í tengslum við hana var gengin pílagrímsganga um Hreppana í fótspor Daða Halldórssonar og Ragnheiðar Brynjólfsdóttur. Gengið var frá Stóra-Núpskirkju fyrsta daginn og endað í Skálholti á þriðja degi. Kaffi Mika stækkaði húsakynni sín í júlí sl. eftir að eigendur þess Bozena og Michal Jozefik keyptu Bjarkarhól og er nú pláss fyrir 130 manns í veitingasalnum. Fyrsta skóflustungan var tekin að dælustöð fyrir Bláskógaveitu í Reykholti þ. 6. ágúst. Selás – Bygg- ingar ehf. sér um framkvæmdir. Sveitahátíðin Tvær úr Tungunum var haldin laugar- daginn 16. ágúst í heiðskýru en vindasömu veðri. Hún var ágætlega sótt og voru þar hefðbundin atriði á borð við Gröfuleikni þar sem keppt var m.a. í því að opna bjórflöskur. Sigurvegari varð Grétar Már Grímsson en í öðru sæti lenti Ólafur Þór Þórðarson og í því þriðja Hinrik Laxdal. Nú keppti líka í fyrsta skipti kona, Sandra Óska Grímsdóttir, og veitti körlunum verðuga keppni. Umhverfisverðlaun Bláskógabyggðar voru veitt Herði Bergsteinssyni og Elínu Bachmann Haraldsdóttur, Ey á Laugarvatni, fyrir snyrtilegasta heimilisgarðinn. Verðlaun fyrir snyrtilegasta fyrirtækið hlutu Hildur Ósk Sigurðardóttir og Helgi Jakobsson fyrir garðyrkjustöðina Gufuhlíð. Einnig fengu Ragnheiður Jónasdóttir, Böðvar Þór Unnarsson og Jónas Unnarsson sérstök hvatningarverðlaun fyrir að hafa lyft grettistaki við fegrun lóðar Ljósalands í Laugarási. HSK var með héraðsmót í starfsíþróttum á sviði Aratungu þar sem keppt var í jurtagreiningu og fuglagreiningu. Kvenfélagið var með markað og kaffisölu ásamt tombólu. Bjössi bolla mætti til að skemmta yngri kynslóðinni en um kvöldið héldu Laddi, Eyjólfur Kristjánsson, Þuríður Sigurðardóttir og Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar uppi fjörinu. Landgræðsludagurinn var haldinn hátíðlegur 22. ágúst. Farin var kynnisferð um Biskupstungnaafrétt og Haukadalsskóg. Að lokum afhenti umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, Frá afhendingu Umhverfisverð- launa Bláskóga- byggðar. 20 Litli-Bergþór Veður seinnipart ársins einkenndist af mikilli úrkomu í sumar og haust. Vorið var milt og gott gróðrarveður frá apríllokum til enda júní. Þá fengu bændur stuttan þurrk, en eftir það endurtók sagan sig frá í fyrra og var fátt um þurrkdaga fyrr en í lok júlí. Þá birtist sólin loks og langþráður þurrkur. Í ágúst voru þó nokkrir fallegir sumardagar, en í lok ágúst fór aftur að rigna og rigndi mikið í fjallvikunni. Móðan frá eldgosinu, sem hófst í Holuhrauni í lok ágúst, fór að gera vart við sig þegar vindur var lítill eða norðlægur. Haustið varð rigningarsamt, svo garðyrkjubændur og kornbændur áttu í vandræðum með að ná uppskeru sinni sökum bleytu í ökrum. Í lok september fór að kólna og hélt áfram að rigna eða slydda, þar til viku af október, að loks gerði norðanátt og nokkrar frostnætur. Hiti var um og undir frostmarki seinnipart október og í byrjun nóvember og úrkomulítið, en gosmóðuskýin svifu að og frá og ollu mörgum óþægindum. Eindæma hlýindi gerði svo í nóvember, og fór hiti í 10-12°C dag eftir dag út mánuðinn. Sá kafli endaði með óveðri, sem gekk yfir landið 30. Nóvember. Desember heilsaði síðan með snjókomu og þó nokkru frosti. Elínborg Sigurðardóttir var kjörin formaður Kven- félagasambands Suðurlands, SSK, á aðalfundi þess í vor. Helgi Sveinbjörnsson hélt ljósmyndasýningu í Hús- dýragarðinum í Slakka í tilefni af 20 ára afmælinu. Strandblakvöllur UMFL var vígður á Laugarvatni 4. júlí eftir sjálfboðavinnu félagsmanna en sveitarfélagið styrkti kostnað við völlinn. Byggðaráð samþykkti 25. júlí að koma upp æfingasal í gamla útibúi Landsbankans í Íþróttamiðstöðinni í Reykholti. Kostnaður við verkið er áætlaður rúmlega 2,4 milljónir króna. Samkór uppsveita Árnessýslu hélt í ferðalag á Íslendingaslóðir í Kanada 31. júlí undir stjórn Jóns Bjarnasonar organista. Kórinn sem samanstóð af félögum úr fjórum uppsveitakórum, þ.a.m. Skálholtskórnum, gerði víðreist um íslendingaslóðir og söng fyrir Vestur-Íslendinga og fleiri gesti. Nýr keppnisvöllur Hestamannafélagsins Trausta, sem er austan við Laugarvatnsþorpið, var vígður 1. ágúst. Félagsmenn hestamannafélagsins unnu við framkvæmdina í sjálfboðavinnu og hlaut völlurinn nafnið Þorkelsvöllur til heiðurs minningu Þorkels Bjarnasonar. Hvað segirðu til? Móða? Puh - hvað er þingeyskt óloft að gera á Suður- landi?

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.