Litli Bergþór - 01.12.2014, Síða 21

Litli Bergþór - 01.12.2014, Síða 21
Litli-Bergþór 21 Gleðileg jól og farsælt komandi ár upplýsingar og borðApantanir í 486 1110 eða 896 6450 Þorfinni Þórarinssyni Spóastöðum og Eiríki Jónssyni Gígjarhólskoti Landgræðsluverðlaunin 2014 fyrir starf sitt að landgræðslumálum. Strákarnir Gretar Bildsfells Guðmundsson, Gústaf Sæland og Sölvi Freyr Jónasson urðu Íslandsmeistarar í fótbolta 7 manna liða í 4. flokki með Umf. Hrunamanna eftir útslitamót á Dalvík 23. ágúst. Liðið vann alla sína leiki á mótinu og endaði með markahlutfallið 18-1. Hestamessa var haldin í Skálholti 24. ágúst. Hópreið fór frá Reykholti til messunnar og að henni lokinni bauð Hestamannafélagið Logi til messukaffis í Skálholtsskóla. Menningarganga var gengin um gamla Kóngs- veginn 28. ágúst undir leiðsögn Geirþrúðar Sighvatsdóttur á Miðhúsum og Bjargar Ingvarsdóttur í Efstadal. Hátt í 50 manns gengu í blíðskaparveðri frá Miðhúsum að Efstadal, þar sem göngumönnum gafst kostur á að gæða sér á heimagerðum ís á veitingastaðnum við fjósið. Sigurjón Árnason, félagsráðgjafi, var ráðinn til Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings 1. september og verður hann með aðsetur á Heilsugæslustöðinni í Laugarási þar sem hann þjónar uppsveitum og Flóanum. Mun Sigurjón sinna félagslegri ráðgjöf, barnavernd og fjárhagsaðstoð. Nýir starfsmenn hafa verið ráðnir til sveitarfélagsins. Pálmi Kragh var ráðinn til starfa sem húsvörður í Aratungu frá og með 1. september, Elfa Birkisdóttir var ráðin leikskólastjóri í Álfaborg, Steinunn Lilja Heiðarsdóttir matráður í Aratungu og Kristín Ólafs- dóttir henni til aðstoðar frá sama tíma. Uppsveitahringurinn var haldinn 6. september um leið og Hrunamenn héldu Uppskeruhátíð sína á Flúðum. Hlaupnir og hjólaðir voru 10 km auk þess sem hjólað var bæði í skemmtiflokki og keppnisflokki 46 km vegalengd. Oddný Kr. Jósefsdóttir á Brautarhóli varð 60 ára sunnudaginn 7. september og tók hún við kossum og knúsum í Bjarnabúð þann dag og gaf fólki kaffi og kökur í staðinn. Anna Rósa Róbertsdóttir, ættuð frá Brún, hefur verið ráðin sem söguritari hjá Vörubílstjórafélaginu Mjölni til að skrifa sögu félagsins. Félagið er 73 ára gamalt og hefur faðir Önnu Rósu, Róbert Róbertsson frá Brún gegnt starfi framkvæmdastjóra félagsins síðastliðin 20 ár, en hann gekk í félagið 1953. Róbert verður níræður á þessu ári. Tungnaréttir voru haldnar laugardaginn 13. septem- ber og hófust kl. 9 um morguninn eins og venja er til. Var safnið hátt í sex þúsund kindur og búið að draga í sundur um kl 11.30. Tók þá við söngur og gleði

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.