Litli Bergþór - 01.12.2014, Síða 22

Litli Bergþór - 01.12.2014, Síða 22
22 Litli-Bergþór að vanda í góða veðrinu. Um kvöldið var réttaball í Aratungu þar sem hljómsveitin Góðir Landsmenn spiluðu fyrir dansi. Samkvæmt Magnúsi Kristinssyni í Austurhlíð heimtust 184 kindur í Eftirsafni þann 28. September, og eftir það hafa heimst 42 kindur, þar af 5 aðkomukindur, í mörgum ferðum fjárbænda inn á afréttinn. Magnús í Austurhlíð sá um refaveiðar ásamt sonum sínum í ár eins og undanfarin ár. Náðust 63 dýr á 14 genjum og voru grenin öll í byggð. Þar af voru 23 fullorðin grendýr, 7 hlaupadýr og 33 yrðlingar. Eina dýrið sem vannst á afréttinum var stök læða á Siggu-greni við Lambafellsver. Gamalt og gelt hlaupadýr. Athygli vakti mikið safn af hálfétnum og óétnum gæsarungum í greninu þótt engir væru yrðlingarnir. Er þetta í fyrsta skipti sem ekkert finnst í þekktum grenjum á afréttinum, frá efstu bæjum að Svartárbotnum. Reyndar fannst síðar nýtt gren í Miðveri austan Bláfells, af Eftirsafnsmönnum. Ferjuslys við Iðu var rifjað upp á menningargöngu þ. 18. sept. um sögusvið þess undir leiðsögn Skúla Sæland. Sagt var frá andláti Runólfs Bjarnasonar ferjumanns á Iðu og afdrifum fjölskyldu hans, en þann 18. september voru liðin 111 ár frá slysinu. Átthagafræðinámskeið á vegum Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps og Fræðslunets Suður- lands um sögu og menningu þessara sveita, var haldið dagana 25. september til 16. október. Fyrirlesarar voru Bjarni Harðarson, Einar Á. Sæmundsen, Guðfinna Ragnarsdóttir, Gunnar Karlsson, Jón M. Ívarsson, Margrét Hallmundsdóttir, Margrét Sveinbjörnsdóttir og Þorsteinn Tryggvi Másson. Alls voru 17 manns skráðir til þátttöku. Aðalfundur Björgunarsveitar Biskupstungna var haldinn 22. september. Andrés Bjarnason formaður gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Ný stjórn var kjörin: Kristinn Bjarnason Brautarhóli formaður, Szymon Maslak Laugarási, Heiða Pálrún Espiflöt, Ágústa Sigurðardóttir Reykholti, S. Pétur Guðmundsson Reykholti og Ingvi Þorfinnsson Spóastöðum. Lýður Árnason læknir var ráðinn að Heilsu- gæslustöðinni í Laugarási á haustdögum og tók til starfa 1. október. Á sama tíma minnkuðu læknarnir Pétur Skarphéðinsson og Gylfi Haraldsson starfshlutfall sitt í hálfa stöðu. Ekki er þó síður fréttnæmt, að læknarnir Pétur og Gylfi hafa nú þjónað íbúum Uppsveitanna í rúmlega 30 ár, Pétur hóf störf 1. júlí 1983 og Gylfi 5. október 1984. Hefur það verið mikið lán okkar íbúanna að hafa slíka öndvegislækna hér í læknishéraðinu eins lengi og raun ber vitni. Vonandi fáum við að njóta starfskrafta þeirra áfram sem lengst. Uppskeruhátíð æskulýðsnefndar Loga var haldin í Flúðahöllinni 9. október. Viðurkenningar voru afhent- ar til þeirra er tóku þátt í reiðnámskeiðum og keppnum auk þess sem Feykisskjöldurinn var afhentur. Var það Sölvi Freyr Jónasson sem hlaut skjöldinn að þessu sinni. Íbúar uppsveitanna fengu óvænt tilkynningu í farsíma sína 10. október frá almannavörnum þar sem loftmengun fór yfir hættumörk vegna eldgossins í Holuhrauni. Voru íbúar hvattir til þess að halda kyrru fyrir innan dyra, loka gluggum og kynda upp hitann. Tungnahjónin Elín Gunnlaugs- dóttir og Bjarni Harðarson héldu hátíðlega upp á átta ára afmæli Bókakaffisins á Selfossi 11. október og við það tækifæri var formlega tekið í notkun stækkað svæði verslunarinnar, sem nú býður einnig upp á ritföng og gjafavöru. Umsvif þeirra aukast stöðugt og fyrir þessi jól gefa þau út 15 bækur um margvísleg málefni. Á meðal jólabóka Bjarna og Elínar er bókin Jólasaga úr Ingólfsfjalli eftir Maríu Siggadóttur sem er myndskreytt af Ellisif M. Bjarnadóttur í Laugarási. Barnastarf hófst í Skálholtsdómkirkju laugardaginn 11. október á vegum prestakallsins. Samverustundir þessar verða framvegis kl. 11 á laugardögum og verða í umsjá Bergþóru Ragnarsdóttur djáknanema og Jóns Bjarnasonar organista. Skálholtsfélag hið nýja boðaði til opins fundar um stöðu og horfur í Skálholti 13. október í Skálholtsskóla. Framsögumenn voru Jón Sigurðsson, formaður félagsins, og Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup. Rúmlega 20 manns sóttu fundinn og voru umræður mjög opinskáar. Komu fram miklar áhyggjur fundarmanna um fyrirhugaðar breytingar á rekstri staðarins í þá veru að efla hann sem ferðaþjónustustað á kostnað kirkjulegrar starfsemi. Safnahelgi var haldin með glæsibrag fyrstu helgina í nóvember. Á meðal viðburða var safnarasýning Upplits í Héraðsskólanum á Laugarvatni sem var ágætlega sótt. Já – hann Magnús. Sá hann heima á Bláfellshálsi um daginn að telja kindur. Guðrún Einarsdóttir Laugarvatni sýnir gesti sýningarinnar glæsilegt uglusafn sitt.

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.