Litli Bergþór - 01.12.2014, Síða 23

Litli Bergþór - 01.12.2014, Síða 23
Litli-Bergþór 23 Stjórn Límtrés-Vírnets er með í athugun að færa yleiningarverksmiðjuna í Reykholti að Flúðum eða í Borgarnes. Ástæðuna segja stjórnendur vera úreltan búnað í verksmiðjunni. Ferðamálaráð uppsveitanna hefur verð stofnað Ásborgu Arnþórsdóttur til halds og trausts. Í ráðinu verður einn fulltrúi frá hverju hinna fjögurra sveitarfélaga í uppsveitunum. Jón Bjarnason, Smári Þorsteinsson, Steinn Daði Gíslason og fleiri héldu” héldu tónleika í fimm kirkjum í október undir heitinu Orgelið rokkar. Þeir voru vel sóttir og töluverð ánægja með þá. Voru aukatónleikar því haldnir í Skálholti 17. nóvember. Menntaskólinn að Laugarvatni hélt kynningardag fimmtudaginn 6. nóvember fyrir grunnskólanemendur og um kvöldið var haldin söngkeppni skólans, Blítt og létt. Troðfullt var í íþróttahúsinu þar sem Elías Hlynur Hauksson, Aron Ýmir Antonsson og Viðar Janus Helgason unnu með laginu No diggity með Blackstreet. Dómnefnd skipuðu Aðalheiður Helgadóttir, Karl Hallgrímsson og Heimir Eyvindarson. Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi var heiðr- uð á uppskeruhátíð Markaðsstofu Suðurlands 7. nóvember með viðurkenningu fyrir ötult starf í þágu ferðaþjónustu á Suðurlandi. Minningarstund var haldin um Jón Arason og syni hans í Skálholti 7. nóvember og blysför gengin að minnisvarðanum um þá feðga þrátt fyrir óhagstæð veðurskilyrði. Lionsmenn buðu upp á blóðsykurmælingar í Bjarnabúð helgina 15.-16. nóvember. Það vakti athygli blaðamanns Sunnlenska að fjórir bræður úr Tungunum syngja í Karlakór Hreppamanna, þeir Egill, Eyvindur, Ólafur og Þorvaldur Jónassynir frá Kjóastöðum. Bjarni Harðarson rithöfundur og bóksali gaf út í nóvember bókina „Króníka úr Biskupstungum“ sem fjallar um ættir og örlög Tungnamanna. Kvenfélag Biskupstungna stóð fyrir jólamarkaði í Aratungu laugardaginn 22. nóvember. Hörður V. Sigurðsson og Ingibjörg Bjarnadóttir, fyrrum garðyrkjubændur í Lyngási í Laugarási, voru heiðruð á haustsamkomu Sambands garðyrkjubænda á Flúðum 22. nóvember fyrir langt og farsælt starf í þágu greinarinnar. Skilti til heiðurs Ólafi Ketilssyni sérleyfishafa var rænt af Ólafstorgi við suðurinnkeyrsluna á Laug- arvatni um líkt leyti og spellvirki voru framin á jólaskreytingum á svæðinu. Lögreglan auglýsti eftir vitnum en blár bíll er talinn tengjast verknuðunum. Athygli vakti hjá fjölmiðlum þegar sex heljarmenni í Laugardalnum fóru til hefðbundins sunds í Laugarvatni þrátt fyrir hráslaglegt vetrarveður miðvikudaginn 10. desember. Bjarni Harðarson bókaútgefandi mætti til bóka- upplesturs í Café Mika föstudagskvöldið 12. desember ásamt fríðu föruneyti. Las hann úr bók sinni Króniku úr Biskupstungum ásamt höfundunum Maríu Siggadóttur, Heiðrúnu Ólafsdóttur, Bjarka Bjarnasyni og Þórði Helgasyni. Andlát Ingibjörg Vilhelmína Guðmundsdóttir á Spóa- stöðum lést 13. janúar 2014. Útför hennar fór fram frá Skálholtskirkju þann 18. janúar 2014 og var hún jarðsett í Skálholtskirkjugarði. Sigríður Stefánsdóttir í Bræðratungu lést 16. júlí 2014. Útför Sigríðar var gerð 25. júlí 2014 frá Skálholti en hún var jarðsett í Bræðratungukirkjugarði. Þuríður Sigurðardóttir í Reykholti lést 18. júlí 2014. Útför hennar var gerð frá Skálholti 26. júlí 2014 og var hún jarðsett í Haukadalskirkjugarði. Skúli Magnússon frá Hveratúni lést 5. ágúst 2014. Útför hans fór fram 15. ágúst 2014 og var hann jarðsettur í Skálholtskirkjugarði. Sveinn A. Sæland formaður SG veitir Ingibjörgu og Herði viðurkenningu fyrir störf sín.

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.