Litli Bergþór - 01.12.2014, Blaðsíða 24

Litli Bergþór - 01.12.2014, Blaðsíða 24
24 Litli-Bergþór Hverjum hefði dottið í hug fyrir um 40 árum, þegar fyrstu dagsferðir með eldri borgara í Biskupstungum voru farnar með kaffi í brúsa og brauð og kleinur í kassa, að við ættum eftir að upplifa annað eins lúxusferðalag sem að okkur var boðið í á síðasta hausti. Ferð um Suðurstrandarveg til Grindavíkur með kaffiveitingum í Salthúsinu, staðurinn skoðaður með frábærum leiðsögumanni Alla í Netastöðinni. Síðan sem leið lá heim, komið við á Hótel Selfossi, boðið þar upp á þriggja rétta máltíð. Dagur og kvöld allt stórfenglegt. Kveðja til Kvenfélags Biskupstungna frá Félagi eldri borgara Fararskjótinn sem flutti ferðafélagana í Kvenfélagi Biskupstungna og Félagi eldri borgara. Fyrir framan rútuna standa frá vinstri talið: Jóhann Vilbergsson frá Felli, Víglundur Þorsteinsson í Höfða, Sigurlaug Jónsdóttir Reykholti, Bjarni Sveinsson á Helgastöðum, Alli leiðsögumaður. Alli í Netastöðinni sem leiðsagði um svæðið á tali við Börk Ólafsson Ketilssonar bílstjóra. Gengið í Kvikuna þar sem Saltfisksetrið og Guðbergs- stofa eru til húsa ásamt fleiri sýningum. Kærar þakkir til Kvenfélagsins fyrir höfðinglegt boð og Bláskógabyggð fær kærar þakkir fyrir að leggja til fararskjótann. Með bestu kveðjum frá Félagi eldri borgara í Biskupstungum. Fríður Pétursdóttir. Fríður Pétursdóttir

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.