Litli Bergþór - 01.12.2014, Side 26
26 Litli-Bergþór
Í lok ágúst sl. gekk rúmlega 40 manna hópur eftir
gamla Kóngsveginum frá Miðhúsum í Biskupstung-
um að Efstadal í Laugardal. Gangan var auglýst á
vegum Menningarmálanefndar Bláskógabyggðar og
til leiðsagnar voru Björg Ingvarsdóttir í Efstadal og
Geirþrúður Sighvatsdóttir á Miðhúsum.
Gengið var sem leið lá upp á Kóngsveginn fyrir
ofan tún á Miðhúsum, í gegnum gönguhlið við
Miðhúsatjarnir yfir í Brekkuland, að Brúarfossi.
Stikla þarf yfir Fremri-Vallá á leiðinni, en þeir sem
ekki treystu sér til þess tóku krók niður á göngubrúna
fyrir ofan sumarhúsahverfið í Brekku. Vestan
Brúarár var gengið í landi Efstadals. Fyrst var
gengið eftir moldargötum í þéttum birkiskógi, stiklað
yfir Hagalæk á trjábolum og endað í veitingahúsinu
við fjósið í Efstadal, þar sem göngumóðir gátu keypt
sér ís og aðrar veitingar. Tók gangan um 3 tíma með
öllum stoppum, í góðu og fallegu veðri.
Ekki er mikið eftir ósnortið af upprunalega
Kóngsveginum á þessari leið, en fram yfir 1950 var
þetta þó eina ökufæra leiðin úr Biskupstungum yfir
í Laugardal og bílfær, þótt ekki þætti hann góður
bílvegur. Þurfti þá að aka yfir gömlu Brúarárbrúna
frá 1901, og var í síðasta blaði Litla-Bergþórs lýsing
Kristrúnar Sigurfinnsdóttur í Efstadal á því, þegar
þau Vilmundur fluttu frá Bergsstöðum að Efstadal
og Vilmundur keyrði herjeppa, sem hann hafði keypt
nokkrum dögum áður, yfir brúna. Það var 1947.
Einn ferðafélagi okkar í göngunni í haust var Baldur
Þór Þorvaldsson verkfræðingur, sem nýhættur er
störfum hjá Brúardeild Vegagerðarinnar í Reykjavík.
Hann er hafstjór af þekkingu á sögu vegarins og
brúarinnar yfir Brúará og fékk undirrituð hann
til að senda okkur efni um það til birtingar í Litla-
Bergþóri. Sendi hann m.a. blaðaúrklippu úr blaðinu
Ísafold frá 24. júlí 1901, 28. árg. þar sem segir frá
Kóngsvegurinn
og brúin yfir Brúará
Brúarfoss.