Litli Bergþór - 01.12.2014, Síða 30

Litli Bergþór - 01.12.2014, Síða 30
30 Litli-Bergþór af að hluta og gólffjalir ótraustar fyrir hestaumferð. Voru það Bláskógabyggð í samvinnu við Ferðafélag Íslands, sem að frumkvæði Ásborgar Arnþórsdóttur ferðamálafulltrúa, stóðu fyrir endurbótunum á brúnni, en Vegagerðin lagði til styrk í verkefnið. Félagar úr Ferðafélaginu unnu viðgerðina í sjálfboðavinnu. Er brúin nú í góðu standi og þjónar vel tilgangi sínum sem brú fyrir göngu- og hestafólk. Ferð kóngs um Kóngsveginn 1907 Til gamans má rifja upp leið Friðriks VIII og 200 manna fylgdarliðs hans að stórum hluta eftir Kóngsveginum 1. til 7. ágúst 1907. Ekki er þó alveg ljóst hvernig beri að skilgreina veginn með því nafni, en ekki óeðlilegt að miða við þá hluta hans sem þurfti að gera vegna konungsferðarinnar þ. e. frá Þingvöllum austur að Geysi og síðan niður Hrunamannahrepp að Stóru-Laxá. Algengt mun vera að nefna aðeins hluta vegarins, frá Þingvöllum að Geysi, Kóngsveg. Lagt var af stað frá Reykjavík og riðið á Þingvöll, þar sem haldin var þjóðhátíð einn dag. Svo austur að Laugarvatni, yfir Brúarárbrú að Geysi. Morguninn eftir gaus Geysir eftir ríflega sápugjöf og að því loknu var farið í dagsferð að Gullfossi yfir nýja brú á Tungufljóti og til baka að Geysi. Daginn eftir var farið yfir Hvítá á annarri nýrri brú við Brúarhlöð, síðan niður Hreppa hjá Álfaskeiði, yfir Stóru-Laxá á vaði og að Þjórsárbrú. Þar var haldin búfjársýning. Þaðan var haldið yfir Ölfusárbrú í Arnarbæli í Ölfusi, upp Kamba, yfir Hellisheiði á Kolviðarhól, niður hjá Lækjarbotnum og til Reykjavíkur aftur. Ferðin öll tók ekki nema viku og hefur mátt halda vel á spöðunum. En það er efni í aðra grein. Brúin yfir Tungufljót frá 1907. (Úr myndasafni Geirs Zoëga, fyrrum vegamálastjóra) Við ný uppgerða brúna 9. júlí 2009. Séð austur yfir ána, Bjarnarfell í baksýn.

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar: 2. tölublað (01.12.2014)
https://timarit.is/issue/400616

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

2. tölublað (01.12.2014)

Gongd: