Litli Bergþór - 01.12.2014, Side 31
Litli-Bergþór 31
Að lokum fylgir með skemmtilegur fróðleiksmoli frá
Baldri Þór um brýrnar á Tungufljóti og á Hvítá við
Brúarhlöð, sem kóngur reið yfir, en Þær „mætti kalla
„systurbrýr“. Þær voru voru eins að gerð og smíðar
og uppsettar báðar 1907 af Einari Einarssyni brúasmið
úr Reykjavík. Hann hefur sagt frá því í samtalsgrein
(Menn og minningar eftir Valtý Stefánsson) og segir
þar að: „báðar þessar brýr áttu að vera komnar upp
fyrir konungskomuna“. Þær voru að sjálfsögðu
notaður áfram fyrir þá umferð sem var á þessum tíma
fyrir menn og hesta. Þær dugðu reyndar ekki mjög
lengi því brúna á Tungufljóti tók af í flóði úr Hagavatni
1929 eins og Gísli Sig. segir í Árbók FÍ 1998 bls. 74.
Brúna á Hvítá hjá Brúarhlöðum tók af ári seinna 1930
í miklu flóði. Því verður ekki annað sagt en æviskeið
beggja brúarsystranna hafi verið það sama.“
Geirþrúður Sighvatsdóttir.
Mynd úr bókinni „Islandsfærden“ sem kom út 1907. Hún sýnir Friðrik kóng VIII ríða að brúnni og Brúarfoss í baksýn.
Það hefur þótt ástæða til að teyma undir kóngi á þessum hættulega stað og annar maður stendur á bakkanum
sennileg til öryggis.
Heimildir:
Baldur Þór Þorvaldsson Reykjavík
Gísli og Björn Sigurðssynir Úthlíð
Þorkell Bjarnason Laugarvatni
Jökull Sævarsson sagnfræðingur
„Íslandsheimsókn Friðriks 8 Danakonungs árið 1907“,
ÍSLANDSFERÐIN,
Frásögn um för Friðriks áttunda og
ríkisþingmanna til Færeyja og
Íslands sumarið 1907“ (Ísafold gaf út 1958)
„Vegagerð við erfiðar aðstæður“
Úr riti um sýninguna „Aukinn skilning mun
hún færa oss, þessi Íslandsferð“, um heimsókn
Friðriks VIII Danakonungs til Íslands 1907, sem
haldin var í Þjóðarbókhlöðunni 2007.
Örn H Bjarnason
„Gamlar götur - Konungskoman árið 1907“