Litli Bergþór - 01.12.2014, Side 32

Litli Bergþór - 01.12.2014, Side 32
32 Litli-Bergþór Menningarmálanefnd gekkst fyrir tveimur menn- ingargöngum í sumar. Sú fyrri var ganga eftir gamla Kóngsveginum frá Miðhúsum og að Efstadal. Leiðsögumenn voru Geirþrúður Sighvatsdóttir á Miðhúsum og Björg Ingvarsdóttir í Efstadal. Dýrindisveður var og um 50 manns nutu ferðarinnar sem endaði með ísveislu í Fjósinu í Efstadal. Síðari gangan var farin í september undir leiðsögn Skúla Sælands um slóðir rúmlega aldargamals ferjuslyss við Iðu. Um 20 manns sóttu gönguna og kynntu sér aðdraganda og afleiðingar slyssins ásamt afdrifum eftirlifandi fjölskyldu. Í byrjun vetrar var síðan haldið átthagafræðinámskeið í samstarfi við Grímsnes- og Grafningshrepp og Fræðslunet Suðurlands. Fjöldi sérfræðinga var fenginn til að kenna á námskeiðinu sem 17 aðilar skráðu sig á og var haldið í Reykholti, að Borg og á Laugarvatni. Kennarar voru Gunnar Karlsson, Jón M. Ívarsson, Margrét Hallmundardóttir, Margrét Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Tryggvi Másson, Bjarni Harðarson, Einar Á. Sæmundsen og Guðfinna Ragnarsdóttir. Umfjöllunarefnið var: jarðfræði uppsveitanna, forn- leifar, saga sveitanna á miðöldum, glæpir og refsing, starfsemi kvenfélaganna og ungmennafélaganna, áhrif Kreppunnar og sauðasölunnar á samfélagið ásamt stofnun og sögu Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Á aðventuhátíð á Laugarvatni voru síðan Menningarverðlaun Bláskógabyggðar veitt í fyrsta skipti og hlaut Umf.Bisk. þau að þessu sinni fyrir öflugt menningarstarf við varðveislu og miðlun sögu og menningar sveitarinnar með útgáfu Litla- Bergþórs og sögu ungmennafélagsins. Veittu Smári Þorsteinsson formaður Umf.Bisk. og Svava Theodórsdóttir ritstjórnarmaður verðlaununum við- töku. Margir öflugir og færir aðilar komu til greina við úthlutun viðurkenningarinnar og má nefna þeirra á meðal: Jón Bjarnason organista, listakonurnar Öldu Sigurðardóttur og Kristveigu Halldórsdóttur eigendur Gullkistunnar og Sigurlínu Kristinsdóttir myndlistarkonu. Skúli Sæland Menningarmálanefndarpistill Sigríður Jónsdóttir, fulltrúi menningarmálanefndar, afhendir Smára Þorsteinssyni, formanni Ungmennafélagsins, og Svövu Theodórsdóttur, fulltrúa Litla-Bergþórs, menningarverðlaun Bláskógabyggðar á aðventuhátíð á Laugarvatni. Ljósmynd Helgi Kjartansson.

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.