Litli Bergþór - 01.12.2014, Side 34

Litli Bergþór - 01.12.2014, Side 34
34 Litli-Bergþór Á síðastliðnu ári hafa ungmenni stundað fjölbreyttar æfingar á vegum Ungmennafélagsins. Eins og oft áður er það yngsta kynslóðin sem mætir hvað best og sum börn mæta á allar þær æfingar sem í boði eru fyrir þeirra aldurshóp, allt að fjórum sinnum í viku hverri. Á liðnu ári gátu yngstu félagarnir stundað fimleika, knattspyrnu og körfubolta og íþróttaskólinn var sem fyrr mjög vinsæll. Einnig buðum við upp á „bland og fjör“ en þar gátu 9 – 12 ára börn stundað fjölbreytta hreyfingu eins og bandý, badminton, þrek, hlaup, stórfiskaleik og aðrar þrautir sem ekki flokkast undir hinar vinsælu boltaíþróttir. Hjá þeim eldri var það knattspyrnan og glíman sem voru best sóttar en einnig körfuboltinn. En áhuginn þar hefur því miður aðeins dalað, meðal annars vegna þess að nokkuð erfitt hefur reynst að fá þjálfara á tímum, sem hentar okkar iðkendum. Árni Þór á Flúðum hefur verið afar liðtækur og áhugasamur um að kveikja áhuga hjá okkar krökkum. Þau hafa verið velkomin yfir á Flúðir og hafa nemendur úr 1. og 2. bekk nýtt sér það ásamt Sigríði Magneu í 9. bekk. Það er gaman að segja frá því að hún hefur verið boðuð á landsliðsæfingar í upphafi nýs árs og verður spennandi að fylgjast með gengi hennar í körfunni. Þegar ljóst var á síðasta ári að áhuginn væri að dala hjá elstu iðkendum, sér í lagi stelpunum, lögðum við höfuðið í bleyti til að finna nýjar leiðir til að draga stúlkurnar inn í íþróttirnar. Nú í haust var ákveðið að bjóða upp á stelputíma í anda „crossfit“ og má segja að það hafi hitt vel í mark. Nú í haust hafa 10 – 13 stúlkur af 17 í unglingadeildinni mætt að staðaldri og þykir okkur það frábær árangur. Hafa þær meira að segja beðið um að fá að æfa tvisvar í viku og er um að gera að skoða tímatöfluna í íþróttahúsinu og finna tíma fyrir þær til að virkja þennan áhuga til hreyfingar og heilsueflingar. Líklegt er að fyrirmyndir eins og Annie Mist, margfaldur heimsmeistari í crossfit, og Björgvin Karl Guðmundsson úr Hveragerði, tvöfaldur Íslandsmeistari í crossfit, séu fyrirmyndir sem unga fólkið okkar horfir til. Sem fyrr er mikið íþróttaval í grunnskólanum og þar fá nemendur með mikla hreyfiþörf heilmikla útrás. Í glímunni hafa okkar iðkendur staðið sig með sóma og unnið til fjölda verðlauna á hinum ýmsu mótum eins og HSK, Grunnskólamóti í glímu og Íslandsglímunni svo fátt eitt sé nefnt. Stigakeppni í Grunnskólamótinu í glímu fór þannig að Bláskógaskóli var í efsta sæti með 22 stig í hópi stráka í 5. – 7. bekk, og stúlkurnar höfnuðu í 3. sæti. Drengir í 8. – 10. bekk Bláskógaskóla höfnuðu í 2. sæti og stúlkurnar okkar voru efstar. Á Íslandsmeistaramóti 15 ára og yngri náðu okkar félagsmenn góðum árangri. Rósa Kristín varð Íslandsmeistari stúlkna í hópi 13 ára, Sigurður Ásberg varð Íslandsmeistari 11 ára stráka minni, Ólafur Magni Íslandsmeistari 11 ára stráka stærri. Gústaf Sæland var svo Íslandsmeistari 14 ára stráka. Til lukku með þetta krakkar! Gústaf Sæland, Laufey Ósk og Ólafur Magni Jónsbörn kepptu fyrir hönd HSK á Unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki og er það ánægjulegt. Gaman væri að sjá fleiri foreldra fara með börn sín á mót sem þetta og eiga góðar stundir með börnum sínum, en Unglingalandsmót 2015 verður haldið á Akureyri. Á næstu dögum opnar stærri og betri þreksalur í íþróttahúsinu okkar og er það von mín að hægt verði að nýta hann til kennslu og að unglingar fái þar meiri aðgang til að sinna sinni heilsurækt. En ljóst er að Agla Þyri Kristjánsdóttir Íþróttanefndarfréttir Frá lokadegi knattspyrnuæfinga Á myndinni eru: Kjartan Helgason, Matthías Ármann, Magnús Kjartansson, Fróði Larsen , Ragnar Hjaltason, Fjölnir Morthens, Arnaldur Ármann, Ísak Gunnarsson, Óðinn Gunnarsson og Tristan Morthens. Hvað er merkilegt við það? Ég glímdi líka þegar ég var ungur.

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.