Litli Bergþór - 01.12.2014, Page 35

Litli Bergþór - 01.12.2014, Page 35
Litli-Bergþór 35 íþróttir í dag snúast ekki eingöngu um að sparka eða kasta á milli sín bolta heldur eru einstaklingsíþróttir líkt og lyftingar og crossfit mjög vaxandi og til þess fallnar að hver og einn æfi á eigin forsendum. Síðastliðið vor var aftur boðið upp á leikjanámskeið. Var metþátttaka en það var Ólafur Guðmundsson, íþróttakennari, sem sá um námskeiðið í ár. Voru 33 börn skráð til leiks, en það eru næstum öll börnin í 1. – 5. bekk grunnskólans. Gert var ráð fyrir um 20 börnum á námskeiði og var því brugðið á það ráð að fá Eystein Aron Bridde til að vera Óla innan handar með hópinn. Gekk það vel og voru börnin mjög ánægð. Eysteinn tók svo einnig að sér að vera með knattspyrnuæfingar í upphafi sumars og voru allmargir drengir í 1. – 3. bekk sem nýttu sér það vel. Þess má geta að þrátt fyrir að Eysteinn sé aðeins 15 ára náði hann vel til ungu strákanna en hann hefur sjálfur æft knattspyrnu í 10 ár og hefur þrisvar verið kallaður í landsliðsúrtöku á síðastliðnu ári og á vonandi framtíðina fyrir sér þar, líkt og Sigríður Magnea í körfunni. Að sjálfsögðu var einnig boðið upp á sundnámskeið fyrir yngri kynslóðina og sem fyrr var það Guðbjörg Bjarnadóttir sundkennari, sem sá um það. Ég hvet foreldra eindregið til að fara með börnin sín á sundnámskeið, það skilar sér sannarlega. Það er ódýrt að fara í sund og heilsusamlegt. Frá sunddegi á leikjanámskeiði. Þarna má meðal annars sjá Ólaf Magna, Fjölni, Tristan, Daníel, Ísak, Óðinn, Matthías, Mettu Malín, Kjartan, Magnús, Ása, Kára Stein og Eystein Aron Að lokum langar mig að nefna Uppsveitahringinn, íþróttaviðburð á vegum Bláskógabyggðar og Hrunamannahrepps, sem haldinn var í byrjun september. Viðburðurinn var vel sóttur og þótti takast all vel. Nú er stefnt að því að tengja viðburðinn við hátíðina „Tvær úr Tungunum“ og langar mig mikið til að hvetja sem flesta sveitunga til að taka þátt. Stefnt er að því að gera viðburðinn enn stærri og fjölskylduvænni. Við erum með marga góða hlaupara í hópi unga fólksins og má þar sérstaklega nefna Gústaf Sæland og Eystein Aron Bridde en þeir eiga frábæra tíma frá því þeir tóku þátt í 10 km hlaupi í Reykjavíkurmaraþoni 2013, Gústaf með tímann 45:55 og Eysteinn með tímann 43:36. Líklega myndu þeir ná mjög langt ef þeir æfðu hlaup markvisst. Kári Steinn, „atvinnuhlaupari“, var að hlaupa á tímanum 37:19 – 43:30 þegar hann var á sama aldri og okkar drengir. Áfram strákar, farið að æfa af alvöru! Höldum áfram að vera dugleg að hreyfa okkur í vetur og tökum börnin með í salinn á laugardögum. Opnunartíminn er mjög rúmur, eða frá kl. 10 - 18 og ættu allir að geta fundið stund til að eiga góðan dag í húsinu. Pési mun taka vel á móti öllum og aldrei að vita nema nýji salurinn verði meira opinn fyrir áhugasama Tungnamenn sem vilja rækta hraustan líkama fyrir líflega sál. Í lok leikjanámskeiðs. Daníel, Lilja, Silja Hrönn, Sunneva, Ási, Jóna Kolbrún, Unnur, Guðrún Birna, Viktor Máni, Magnús, Tómas og Matthías Ármann, Eysteinn Aron, Iðunn, Sólrún, Saga og Elsa, Arnaldur

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.