Litli Bergþór - 01.12.2014, Side 38
38 Litli-Bergþór
Haustið 1959 réðst ég til vinnu með Stefáni
Kristjánssyni byggingameistara frá Geirakoti, en
þá um vorið hafði ég lokið sveinsprófi í húsasmíði.
Helsta verkefni okkar árið 1960 var bygging húss í
Þorlákshöfn fyrir Egil Thorarensen. Var það teiknað af
Skarphéðni Jóhannssyni . Áberandi bygging, stóð þá
eitt sér á hæð sunnan A-götu. Um mitt það ár kemur
Þórarinn Þorfinnsson á Spóastöðum í Biskupstungum
að máli við Stefán og falast eftir að hann taki að sér að
ljúka byggingu félagsheimilis í Reykholti þar í sveit.
Stefán hafði reynslu á því sviði, hafði m.a. unnið við
byggingu félagsheimilisins að Flúðum.
Við Stefán hófum störf við félagsheimilisbygginguna
um miðjan nóvember 1960. Okkur var fengin
svefnaðstaða að Espiflöt og fekk ég rúm eldri
dótturinnar hennar Sirríar en hún var þá við nám að
Laugarvatni. Ekki grunaði mig þá að sú frábæra stúlka
yrði konan mín eins og síðar varð. Um stuttan tíma
borðuðum við þar einnig en annars borðuðum við í
mötuneyti Barnaskólans, sem var þá í kjallara gamla
skólahússins. Í mötuneytinu unnu þá systurnar frá
Brautarhóli, Margrét og Hrefna og einnig Katrín frá
Fellskoti. Minnist ég þess að okkur þótti maturinn
góður, nokkuð betri en í mötuneytinu í Þorlákshöfn,
sem var þar í gömlu húsi. Tek ég samt fram að með nýja
frystihúsinu þar þá batnaði aðstaða og matur mjög.
Ég minnist á þetta vegna þess að fljótlega vorum við
beðnir að segja álit okkar á matnum í Reykholti og var
það vegna kvörtunar frá foreldrum barns sem var þar
í skólanum. Létti viðkomandi ráðamanni greinilega
við álitsgjöf okkar. Þegar skólanum lauk um vorið
þá fengum við gistingu þar á heimavistinni. Atviks
sem gerðist þar við matborðið minnist ég enn, var það
að mig minnir fyrsta daginn sem ég var þar að einn
skólasveinninn staðnæmdist við borðið þar sem við
sátum. Hann horfði á mig nokkra stund og ég hugsaði
hvað hann myndi nú segja, fann á mér að einhver
athugasemd kæmi, líklega um smá vörtu sem var þá á
nefinu. Svo loks kom spurningin „Af hverju eru eyrun
á þér svona lítil?“ Ég vissi ekki hverju svara skyldi því
aldrei hafði mér vitandi eyrnastærð mín verið áður til
umræðu. Alveg kjaftstopp fór ég að loknu borðhaldi
og leit í spegil svona eins og til að sannfærast um að
þau væru óbreytt, sem og vartan á nefinu.
Félagsheimilið var teiknað á Teiknistofu Gísla
Halldórssonar en af honum höfðum við lítil kynni
því að flest samskipti teiknistofunnar varðandi verkið
annaðist Ólafur Júlíusson byggingafræðingur, kom
hann nokkrum sinnum í heimsókn meðan á verkinu
stóð og voru samskiptin góð.
Vinnutími var frá hálf átta að morgni til hálf tólf að
kvöldi og oftast farið heim á föstudagskvöldi. Stefán
passaði mjög upp á að vinnutímamörk væru virt. Sem
dæmi vil ég nefna að fljótlega eftir að við hófum þar
vinnu þá vann í nokkra daga með okkur Þórarinn á
Spóastöðum og þá gerðist það eitt sinn er Stefán kallar
„Kaffi“ að Þórarinn lítur á úr sitt og segir „mína vantar
nú fjórar mínútur í“. Stefáni líkaði ekki of vel þessi
athugasemd og svaraði á þá leið að við færum ekki
eftir vitlausri klukku hér. Reyndist klukka Þórarins
heldur sein og og afsakaði hann það. Eftir þetta sagði
Stefán oft þá hann kallaði í kaffi „Hana vantar fjórar
mínútur“. Annars voru öll samskipti við Þórarinn hin
ágætustu. Fljótlega bað hann okkur að lána vinnulaun
okkar hvað við gerðum, sagði þó að hann ætlaði að
greiða eitthvað svo við kæmumst af. Við yrðum að
Aratunga
Minningar Árna Sverris Erlingssonar,
frá byggingu hússins 1960 – 1962
Eiríkur í Miklholti.
Á vígsluhátíðinni. Ljósmynd ÁSE.