Litli Bergþór - 01.12.2014, Blaðsíða 43
Litli-Bergþór 43
Dýragarðurinn í Slakka, Laugarási í Biskupstungum,
hefur verið starfandi í rúm 20 ár. Síðastliðið vor var
opnuð myndasýning í Slakka, þar sem sýndar voru
myndir frá þessum 20 árum, sem og myndir eftir
bróðurson Helga Gunnar Stein Úlfarsson í made by
Iceland
Við það tækifæri voru teknar nokkrar myndir til
viðbótar, sem sjá má hér á síðunni og í næstu opnu.
Helgi Sveinbjörnsson, eigandi Slakka, hefur rekið
dýragarðinn frá upphafi með fjölskyldu sinni. Þau
hjónin, hann og Björg heitin kona hans byrjuðu smátt
með nokkrar endur, hund og kött. Það voru heimilisdýrin
þeirra, sem þau höfðu á lóðinni við gróðurhúsið. Varð
þessi litli dýragarður þvílíkt aðdráttarafl fyrir ungviðið
í hverfinu og á tjaldstæðunum hér í kring, að þetta vatt
uppá sig og varð að lokum þeirra helsta atvinna. Á
sýningunni mátti t.d. sjá hluta
af fyrsta smáhýsinu sem Helgi
byggði árið 1993.
Undanfarin ár hefur Helgi
boðið öllum leikskólabörnum
hér í uppsveitunum, ásamt
foreldrum þeirra og kennurum,
að koma í heimsókn í dýra-
garðinn í ágústlok. Það er, áður
en útidýragarðurinn lokar fyrir
veturinn og eftir að börnin eru
byrjuð í leikskólanum eftir
sumarfrí. Þar hafa þau getað
skoðað dýrin og á eftir hefur
verið boðið upp á veitingar með
stuðningi ýmissa fyrirtækja.
Hafa þetta verið skemmtilegar
og eftirminnilegar heimsóknir
fyrir alla.
Gleðileg jó
l
Dýragarðurinn í Slakka
Myndasýning í tilefni 20 ára afmælis 2013
Inngangurinn að Dýragarðinum í Slakka.