Morgunblaðið - 07.09.2018, Síða 1

Morgunblaðið - 07.09.2018, Síða 1
Morgunblaðið/Eggert Hveradalir Uppbyggingaráform. Fyrirhugaðar framkvæmdir Hvera- dala ehf. á samnefndum stað á Hellisheiði, það er bygging 120 her- bergja hótels, baðhúss, og að útbúa 8.500 fermetra baðlón, eru háðar mati á umhverfisáhrifum, skv. ákvörðun Skipulagsstofnunar. Auk framangreinds vilja Hveradalir stækka núverandi skíðaskála í Hveradölum og útbúa hundruð nýrra bílastæða. Allar umsagnir sem Skipulags- stofnun óskaði eftir vegna þessara áforma bárust stofnuninni á síðasta ári. Það var hins vegar fyrst hinn 31. ágúst sl. sem stofnunin gaf út að um- hverfisáhrif framkvæmda skyldi meta. Ítrekað hefur verið fjallað um þennan drátt í Morgunblaðinu. »14 Framkvæmdir skulu fara í umhverfismat  Skipulagsstofnun tekur ákvörðun Umskipti í menntun Baldur Arnarson baldura@mbl.is Árið 2007 voru nokkurn veginn jafn margir Íslendingar á aldrinum 25-64 ára með grunnskólapróf annars veg- ar og háskólapróf hins vegar. Nú eru þeir sem hafa lokið háskólaprófi á þessum aldri nærri tvöfalt fleiri. Eftir efnahagshrunið var tekin ákvörðun um að hvetja atvinnulaust fólk til að mennta sig. Það birtist í fjölgun háskólanema, meðal annars í vísindum og tölvunarfræðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra var menntamálaráðherra þeg- ar menntunarátakið hófst. „Við fórum í átaksverkefni sem ég hef verið mjög stolt af síðar meir. Við hvöttum fólk sem missti vinnuna í hruninu til að sækja sér menntun. Hluti af stefnumótun núverandi rík- isstjórnar er að fjárfesta meira í ný- sköpun og þróun í gegnum nýjan þjóðarsjóð en sú fjárfesting gæti numið milljörðum á næstu árum.“ CCP ætlar í Vatnsmýrina Áform tölvuleikjafyrirtækisins CCP um að flytja í nýjar höfuð- stöðvar í Vatnsmýri eru óbreytt eftir að það var selt suðurkóreska fyrir- tækinu Pearl Abyss. CCP hyggst koma sér fyrir í nýrri tæknibygg- ingu, Grósku, í desember 2019. Hún verður hluti af Vísindagörðum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru ekki áformaðar breyt- ingar á starfsmannafjölda CCP. Um 190 starfa hjá félaginu á Íslandi. Árni G. Magnússon, fram- kvæmdastjóri Grósku, segir mörg fyrirtæki hafa áhuga á að flytja starfsemina í húsið sem verður stærsta tæknisetur landsins. Kristinn Árni L. Hróbjartsson, stofnandi vefsíðunnar Northstack, segir styrki til sprotafyrirtækja í tölvutækni hafa margfaldast.  Háskólamenntuðum fjölgar ört  Styður hugverkaiðnað MFjárfesting í mannauði … »10-11 F Ö S T U D A G U R 7. S E P T E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  210. tölublað  106. árgangur  LANGFÖRULL LJÓSMYNDARI OG SJÓMAÐUR KVENLEGIR EIGINLEIKAR OG ORKA FJÖLBREYTT EFNI UM BÖRN OG UPPELDI MARILYN MAZUR 30 32 SÍÐNA SÉRBLAÐÓSKAR HALLGRÍMSSON 12 99% afsláttur fyrir börnin Bókaðu 6. eða 7. september fyrir börnin og þau fá 99% afslátt. Notaðu kóðann KRONA og njóttu ferðagleðinnar.  Fiskiteljarar með myndavél eru komnir í þrjár laxveiðiár, en þannig ætlar Hafrann- sóknastofnun að fylgjast með áreiðanleika erfðablöndunar frá sjókvíaeldi. Með myndum má greina hvort eldislax hafi farið í ár. Opinn aðgangur er að þessu á net- inu, en myndavélar eru nú í Lauga- dalsá í Djúpi, Krossá á Skarðs- strönd og Vesturdalsá í Vopnafirði. Unnið er að fleiri aðgerðum, m.a. að hægt verði að greina eldislaxa með DNA. »14 Myndavélar settar í þrjár laxveiðiár Laxinn Er undir vökulum augum.  Vefmiðillinn Nútíminn.is hef- ur fengið nýja eigendur, en stofnandinn, Atli Fannar Bjarka- son, seldi mið- ilinn til eigenda vefmiðilsins Ske.is nú á dög- unum. Söluverð- ið er ekki gefið upp. Vefurinn var stofnaður fyrir fjórum árum. Atli lætur sjálfur af störfum sem ritstjóri í lok mánaðarins. »16 Nútíminn.is seldur eftir 4 ára rekstur Atli Fannar Bjarkason Hafmeyjan er komin að nýju í Reykjavíkurtjörn. Afsteypa af styttu Nínu Sæmundsson sem var komið fyrir í syðri enda Tjarnarinnar árið 2014 fauk um koll og skemmdist, meðal annars á sporði. Nú hefur verið gert við meyjuna sem í gær var sett aftur á sinn stað. „Núna er Haf- meyjan tryggilega fest og ætti ekki að haggast,“ sagði Sigurður Trausti Traustason hjá Lista- safni Reykjavíkur í samtali við Morgunblaðið. Tvær afsteypur af listaverki Nínu voru gerð- ar; það er sú sem nú er á stalli en hin var sprengd í loft upp á nýársnótt árið 1960. Hug- myndin að verkinu er úr sögunni um hafmeyjuna sem sat á kletti og lokkaði sjófarendur með söng en þeir hurfu síðan niður í djúpin í faðmi hennar. Morgunblaðið/Valli Hafmeyjan í Tjörninni verður föst í sessi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.