Morgunblaðið - 07.09.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.09.2018, Qupperneq 2
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Loftgæði Fundur Umhverfisstofnunar á Húsavík var vel sóttur. Það eru engar mælingar á loftgæð- um sem sýna niðurstöður sem eru umfram heilsuverndarmörk á Húsa- vík, segir Einar Halldórsson, verk- fræðingur hjá Umhverfisstofnun í samtali við Morgunblaðið. Einar var einn frummælenda á kynningarfundi Umhverfisstofnunar á Húsavík síðdegis í gær. Tilgangur fundarins var að kynna niðurstöður eftirlits stofnunarinnar og umhverf- isvöktunar PCC á Bakka. Fundurinn var vel sóttur af heimamönnum og segist Einar hafa meðal annars kynnt fyrir þeim hvernig þeir sjálfir geta fylgst með loftgæðamælingum. Að sögn Einars hefur verið farið í fimm eftirlitsferðir, þar af tvær aukaferðir. gso@mbl.is Loftgæði innan marka 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2018 Kísil STEINEFNI Styrking bandvefs Getur meðal annars stuðlað að: • Styrkingu á hjarta- og æðakerfi líkamans • Heilbrigði húðar og hárs • Sterkari nöglum • Góðri heilsu • Örvun kollagen myndunar Inniheldur engin aukaefni. Nánari upplýsingar á www.geosilica.is Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og geoSilica.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Nú standa yfir framkvæmdir við endurnýjun Freyjutorgs í Þingholtunum í Reykjavík sem er þar sem mætast Óðinsgata, Freyjugata og Bjargarstígur. Þarna eru gata og gönguleiðir endurnýjaðar, snjóbræðslurör sett í allt svæðið og djúpgámum fyrir sorp komið fyrir í stað grenndargáma. Einnig verða settir nið- ur bekkir og trjágróður við torgið. Fram- kvæmdirnar, sem PK-verk sinnir, eru langt komnar en áætluð verklok eru í október, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavík- urborg. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Framkvæmdir við Freyjutorgið eru á áætlun Flugfélagið WOW air er ná- lægt því að klára skuldabréfaút- boð sitt, sagði Skúli Mogensen, forstjóri félags- ins, í samtali við fréttastofu Blo- omberg í gær. Að sögn Skúla hefur útboðinu verið mætt með mikilli eftirspurn eftir skuldabréf- um í London og Skandinavíu og að félaginu muni takast að ná lág- markinu um 50 milljónir banda- ríkjadala, andvirði rúmlega 5,5 milljarða íslenskra króna. Þá er tekið fram að íslensk stjórnvöld hafi verið að fylgjast með félaginu og segist forstjórinn sannfærður um að félaginu takist að skila hagnaði á næsta ári þrátt fyrir taprekstur 2017 og fyrri helm- ing þessa árs. Skuldabréfaútboð WOW nær lágmarki Skúli Mogensen Bifreiðaeigendur og tjónþolar eiga von á mun lengri fresti en nú er til þess að ganga á eftir kröfum sínum gagnvart tryggingafélögum, ef frumvarp ríkisstjórnarinnar til laga um ökutækjatryggingar verður sam- þykkt. Samkvæmt frumvarpinu sem birt er á samráðsgátt stjórnvalda er gert ráð fyrir að fyrningarfrestur krafna vegna líkamstjóns verði lengdur frá því að vera fjögur ár frá lokum þess almanaksárs sem kröfuhafi fékk vitneskju um kröfu sína, í tíu ár. Í mati á áhrifum lagasetningarinn- ar kemur fram að rökstuðningurinn fyrir þessari breytingu sé annars- vegar eðli líkamstjóna og hinsvegar óvissa um upphaf fyrningarfrestsins. Þá segir að málum fyrir dómstólum sem snúa að fyrningarfresti hafi fjölgað og að ekki sé samræmi í nið- urstöðum dóma í slíkum málum. Einnig kemur fram að um 1.300 einstaklingar hafa slasast í umferð- arslysum á hverju ári síðastliðin fimm ár, en ekki er talið líklegt að þessi breyting hafi mikil áhrif á greiðsluskyldu tryggingafélaga þar sem réttarstaða eigenda ökutækja verður nánast óbreytt. Þó segir að ef greiðsluskylda eykst sé líklegt að tryggingafélög bregðist við með hærri iðgjöldum. gso@mbl.is Fyrningarfrestur líkamstjóns í tíu ár  Breytingar bæta réttarstöðu tjónþola Allir liðsmenn íslenskra kokkalands- liðsins, þrettán alls, hafa dregið sig úr þátttöku í liðinu í mótmælaskyni við þá ákvörðun stjórnar Klúbbs mat- reiðslumeistara að gera styrktar- samning við fiskeldisfyrirtækið Arn- arlax hf. Garðar Kári Garðarsson, sem hef- ur verið í landsliðinu frá 2011, segir í yfirlýsingu sem hann birti á Face- book í gærkvöldi að eldi fyrirtækisins á laxi í opnum sjókvíum sé ógn við villta stofna lax og silungs sem hafi margvíslegt neikvæð umhverfisáhrif í lífríki Íslands. Sjálfur noti hann ein- göngu afurðir sem framleiddar séu með sjálfbærum aðferðum og í sátt við náttúruna og því dragi hann sig út úr þátttöku í landliðinu að svo stöddu. Við þetta er því að bæta að í gær sagði Sturla Birgisson, sem hefur m.a. séð um matargerð í veiðihúsum við þekktar laxveiðiár, í yfirlýsingu að hann segði skilið við Klúbb mat- reiðslumeistara vegna samningsins við Arnarlax. Á sama tíma og mörg af helstu veitingahúsum landsins hafi tekið saman höndum til varnar lífríki Íslands og lýst yfir að þau bjóði aðeins lax úr landeldi hafi klúbburinn látið glepjast og sé að auglýsa norskan eld- islax sem alinn er í opnum sjókvíum við landið. „Mér finnst augsýnilegt að forráða- menn kokkalandsliðsins hafa ekki hugsað þetta til enda. Við erum nýbú- in að lesa fréttir um að Arnarlax fékk ekki alþjóðlega vottun um umhverf- isvæna og sjálfbæra framleiðslu og strax þar á eftir að eldislax er tekinn að veiðast í helstu perlum laxveiði á Íslandi,“ sagði Sturla. Hætta öll í landsliðinu  Kokkar eru ósáttir við styrktarsamning við Arnarlax Morgunblaðið/Ómar Kokkar Landsliðsfólk á æfingu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.