Morgunblaðið - 07.09.2018, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2018
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Komið og skoðið úrvalið
Opið virka daga
11-18
laugardaga
11-15
Klassísk gæða húsgögn
á góðu verði
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Skipulagsstofnun hefur ákveðið að
framkvæmdir þær sem Hveradalir
ehf. hyggjast ráðast í til þess að
byggja upp ferðaþjónustu í Hvera-
dölum skulu fara í umhverfismat.
Hinn 2. febrúar 2017 barst Skipu-
lagsstofnun tilkynning frá Hveradöl-
um ehf. um fyrirhugaða uppbygg-
ingu ferðaþjónustu í Hveradölum,
Sveitarfélaginu Ölfusi samkvæmt 6.
gr. laga um mat á umhverfisáhrifum,
sbr. lið 12.05 í 1. viðauka laganna.
Mikill dráttur á ákvörðun
Skipulagsstofnun leitaði umsagna
Sveitarfélagsins Ölfuss, Ferðamála-
stofu, Heilbrigðiseftirlits Suður-
lands, Minjastofnunar Íslands, Um-
hverfisstofnunar, Veðurstofu
Íslands og Vegagerðarinnar. Allar
umsagnir bárust Skipulagsstofnun á
árinu 2017, en það var ekki fyrr en
31. ágúst sl. sem Skipulagsstofnun
gerði ákvörðun sína um að fyrirhug-
aðar framkvæmdir færu í umhverf-
ismat. Ítrekað hefur verið fjallað í
fréttum í Morgunblaðinu um hversu
mikill dráttur hefur orðið á því að
stofnunin kæmist að niðurstöðu.
Vilja reisa 9.000 fermetra hótel
Hveradalir ehf. vilja m.a. 8.500
fermetra baðlón í Stóradal þar sem
nýtt verði jarðhitavatn frá Hellis-
heiðarvirkjun; reisa 2.500 fermetra
baðhús við lónið; reisa 9.000 fer-
metra 120 herbergja hótel og stækka
núverandi skíðaskála.
Hveradalir ehf. gera ráð fyrir
tveimur aðkomuleiðum að svæðinu
frá þjóðvegi og bílastæðum fyrir allt
að 550 bíla og u.þ.b. 15 rútustæðum.
Að auki er gert ráð fyrir bílastæði
fyrir u.þ.b. 100 bíla við Skíðaskálann.
Ákvörðunarorð Skipulagsstofnun-
ar eru svohljóðandi: „Á grundvelli
fyrirliggjandi gagna er það niður-
staða Skipulagsstofnunar að fyrir-
huguð framkvæmd geti haft í för
með sér umtalsverð umhverfisáhrif,
sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2.
viðauka laga um mat á umhverfis-
áhrifum. Því skal framkvæmdin háð
mati á umhverfisáhrifum. Sam-
kvæmt 14. gr. laga um mat á um-
hverfisáhrifum má kæra ákvörð-
unina til úrskurðarnefndar
umhverfis- og auðlindamála. Kæru-
frestur er til 3. október 2018.“
Hveradalir í
umhverfismat
Skipulagsstofnun tekur ákvörðun
Fyrirhuguð uppbygging í Hveradölum
Suðurlandsvegur
Reykjavík
Hveragerði
Baðlón, 8.500 m2
og 500 m2 bygging
Baðhús, 2.500 m2,
tvær hæðir og kjallari
Hótel, 9.000 m², þrjár
hæðir og kjallari með um 120
herbergjum og 1.000 m², tvær
hæðir með um 30 herbergjum
Þjónustubygging á
einni hæð, 1.200 m2
Gróðurhús/þjónustuhús,
1.000 m², fyrir verslun eða
veitingaþjónustu
Núverandi skíðaskáli,
stækkaður um 500 m2Skíða-/útivistarbygging,
600 m2 á einni hæð
Skíða-
lyftuhús
Útfellingartjarnir
Skíðabrekka, upplýst
Skíðabrekka, upplýst
með skíðalyftu
Bílastæði fyrir um 100
bíla við Skíðaskálann
Bílastæði fyrir
allt að 550 bíla
og um 15 rútur
Morgunblaðið/Eggert
Hveradalir Þar er fyrirhugað bað-
lón, stærri skíðaskáli og stórt hótel.
Veður víða um heim 6.9., kl. 18.00
Reykjavík 11 skýjað
Bolungarvík 11 alskýjað
Akureyri 13 léttskýjað
Nuuk 7 rigning
Þórshöfn 11 skúrir
Ósló 17 skýjað
Kaupmannahöfn 20 skýjað
Stokkhólmur 17 heiðskírt
Helsinki 10 heiðskírt
Lúxemborg 21 heiðskírt
Brussel 20 léttskýjað
Dublin 14 skýjað
Glasgow 12 rigning
London 19 rigning
París 21 léttskýjað
Amsterdam 17 skúrir
Hamborg 24 heiðskírt
Berlín 24 heiðskírt
Vín 24 heiðskírt
Moskva 21 heiðskírt
Algarve 23 léttskýjað
Madríd 17 heiðskírt
Barcelona 24 þrumuveður
Mallorca 29 léttskýjað
Róm 26 léttskýjað
Aþena 27 léttskýjað
Winnipeg 14 skýjað
Montreal 20 skýjað
New York 27 þoka
Chicago 19 rigning
Orlando 31 léttskýjað
7. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:29 20:24
ÍSAFJÖRÐUR 6:28 20:34
SIGLUFJÖRÐUR 6:11 20:17
DJÚPIVOGUR 5:57 19:55
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á laugardag Suðaustan og austan 5-13 m/s. Skýjað
að mestu og víða rigning um tíma, en samfelld rign-
ing um landið suðaustanvert. Hiti 10 til 17 stig, hlýj-
ast á Norðurlandi.
Suðaustlæg átt, víða 5-13 m/s, en 13-18 í vindstrengjum með suður- og vesturströndinni.
Skýjað að mestu og úrkomulítið, en bjartviðri norðanlands. Fer að rigna sunnantil í kvöld.
Í starfi þjóðkirkjunnar er nú hafið Tímabil sköp-
unarverksins sem stendur til 4. október. Verkefnið var
kynnt í gær í Seljagarði í Breiðholti í Reykjavík þar
sem sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hug-
aði að uppskeru jafnframt því sem umhverfisstarf í
söfnuðum landsins var kynnt. Á næstunni verða haldn-
ar uppskerumessur og söfnuðir hvattir til að stíga
græn skref með því að minnka sóun, hætta plastnotkun
og auka skógrækt. Þá hefur biskup skrifað undir yf-
irlýsingu um bann við notkun svartolíu í Norðurhöfum.
Morgunblaðið/Hari
Þjóðkirkjan tekur grænu skrefin
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Frjálsi lífeyrissjóðurinn hafnar alfar-
ið þeim ásökunum sem Hróbjartur
Jónatansson, sjóðfélagi í sjóðnum,
heldur fram í beiðni sem hann hefur
lagt fyrir Héraðs-
dóm Reykjavíkur
þar sem óskað er
eftir aðgangi að
rekstrarsamningi
lífeyrissjóðsins
við Arion banka.
Rætt var við Hró-
bjart vegna máls-
ins í Viðskipta-
Mogganum í gær.
Sjóðurinn segir
að Hróbjartur hafi verið upplýstur
um það í júní síðastliðnum að stjórn
sjóðsins hafi til umfjöllunar hvort
fyrrnefndur rekstrarsamningur
verði birtur opinberlega, jafnvel þótt
samkeppnissjónarmið kunni að mæla
gegn því.
„Stjórnin hefur ákveðið að horfa
sérstaklega til gagnsæis og jafnræðis
sjóðfélaga í tengslum við upplýsinga-
gjöf,“ segir Arnaldur Loftsson, fram-
kvæmdastjóri Frjálsa.
Hann segir einnig að samanburður
Hróbjarts á rekstrarkostnaði Frjálsa
og Almenna lífeyrissjóðsins sé vill-
andi.
„Hann blandar saman rekstrar-
kostnaði og áætluðum fjárfestingar-
kostnaði í sjóðum sem fjárfest er í.
Rekstrarkostnaður á því þriggja ára
tímabili sem tekið er fyrir er hjá
Frjálsa að meðaltali 0,35% af með-
aleignum en 0,30% hjá Almenna sem
nemur um 230 milljónum kr. en ekki
1,5 milljörðum. Munurinn á rekstr-
arkostnaði sjóðanna hefur farið
minnkandi og var árið 2017 einungis
0,02% af meðaleignum,“ segir Arn-
aldur.
Þá segir hann að erfitt sé að bera
fjárfestingarkostnað sjóðanna saman
þar sem stefna þeirra sé mjög ólík.
„Stefna Frjálsa er að fjárfesta
meira í virkum sjóðum sem skýrir að
mestu mun á fjárfestingarkostnaði
sjóðanna. Forsenda Frjálsa fyrir
notkun slíkra sjóða er að þeir skili
betri árangri en ódýrari vísitölusjóð-
ir.“
Betri ávöxtun en hjá Almenna
Þá segir Arnaldur í svari til Morg-
unblaðsins að það sem skipti máli í
samanburði af þessu tagi sé lang-
tímaávöxtun sjóðanna.
„Þegar horft er til þessa skilaði
sjóðurinn betri heildarávöxtun á
markaðsvirði heldur en Almenni á
umræddu 3ja ára tímabili. Sama gild-
ir ef horft er til 10 eða 15 ára en Al-
menni skilaði aftur á móti hærri
heildarávöxtun sl. 5 ár.“
Ekki til að auka þóknanatekjur
Arnaldur segir bagalegt að Hró-
bjartur hafi í beiðni sinni til dómstóla
gefið sér að hlutabréfaviðskipti
sjóðsins séu gerð til þess að auka
þóknanatekjur Arion banka, sem
annast daglegan rekstur sjóðsins.
„Því fer fjarri. Velta sjóðsins á sér
eðlilegar skýringar og aðeins 16%
hennar fela í sér miðlunarkostnað
fyrir sjóðinn og af þeim hluta voru
70% við aðrar verðbréfamiðlanir en
Arion banka. Það er því rangt að um-
rædd viðskipti séu gerð sérstaklega
til að afla bankanum tekna. Hró-
bjartur heldur því fram að sjóðurinn
hafi selt hlutabréf fyrir 37,9 milljarða
á árinu 2017 sem er rangt. Hið rétta
er að sjóðurinn seldi hlutabréf fyrir
1,7 milljarða kr. á árinu,“ segir Arn-
aldur.
Segja sjóðfélaga bera á
borð dylgjur um Frjálsa
Munur á rekstrarkostnaði 230 milljónir en ekki 1,5 milljarðar
Arnaldur
Loftsson