Morgunblaðið - 07.09.2018, Side 11

Morgunblaðið - 07.09.2018, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2018 Galleri Ozone | Austurvegi 35 | 800 Selfoss | S. 534 8040 | Skoðaðu úrvalið á | Sendum frítt um land allt Full verslun af nýjum haustvörum Nýjar haustvörur Undirföt Sundföt Náttföt Sloppar Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði 30-60% afsláttur af völdum vörum Útsalan er hafin Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hrafn Þorvaldsson, formaður Fé- lags tölvunarfræðinga (FT), segir 60-80 félagsmenn hafa bæst við fé- lagaskrá í sumar. Þeir séu nú um 1.200. „Nýliðun í félaginu hefur verið meiri í ár en í fyrra,“ segir Hrafn. Hann minnir á að FT sé fagfélag tölvunarfræðinga. Jafnframt sé til Stéttarfélag tölvufræðinga. „Það eru mikil tækifæri í grein- inni. Það eru mörg nýsköpunar- setur, meðal annars Innovation House (Eiðistorgi), Startup Iceland, Startup Reykjavík (Arion banki) og nú Startup Tourism (Vodafone, Bláa lónið, Isavia og Íslandsbanki). Það vantar ekki leiðirnar til að koma hugmyndum á legg.“ Minna fjármagn í boði Hrafn segir mikil tækifæri fyrir tölvunarfræðinga á Íslandi. „Miðað við það sem ég heyri úr greininni vantar fólk. Þá fyrst og fremst fólk með reynslu. Hins vegar þurfa nemendur að byrja einhvers staðar. Þeir þurfa líka tækifæri.“ Spurður um tækifærin segir Hrafn nýja tækni skapa ný tækifæri. Þá meðal annars í gervigreind. Bankarnir þurfa nýja tækni „Bankarnir eru að fækka útibú- um. Á móti þarf að gera við- skiptavinum kleift að þjónusta sig sjálfir. Til þess þarf að gera fólki mögulegt að nota öpp, eða vefsíður. Þá þarf að búa til hugbúnað innan fyrirtækjanna sem opna á þann möguleika. Landamæri takmarka ekki fyrirtæki í stafrænni tækni. Það er hægt að þróa hugbúnað á Íslandi sem er eingöngu seldur í Asíu, svo dæmi sé tekið,“ segir Hrafn. Kristinn Árni L. Hróbjartsson er stofnandi vefsíðunnar Northstack, sem fjallar um sprota- og tæknigeir- ann á Íslandi. Hann segir fjárfest- ingu í hugbúnaðarfyrirtækjum á Ís- landi hafa margfaldast á síðustu árum. Bæði hafi styrkir frá Tækni- þróunarsjóði aukist verulega, og nýir fjárfestingarsjóðir sem fjár- festa einvörðungu í sprotafyrir- tækjum fjárfest mikið á síðustu ár- um. Einnig hafi erlend fjárfesting í sprotafyrirtækjum aukist mikið. Morgunblaðið/Hanna Greining Icelandair ýtti nýverið nýrri nettækni-/greiningardeild úr vör. Skortur á tölvu- fólki á Íslandi  Metfjöldi í Félagi tölvunarfræðinga Áform um að flytja starfsemi tölvuleikjafyrirtækisins CCP á Ís- landi í nýbyggingu í Vatnsmýri eru óbreytt. Salan á CCP til fyrirtækis í Suður-Kóreu breytir þeim ekki. Þetta fékkst staðfest hjá upp- lýsingafulltrúa CCP. Stefnt sé að því að flytja inn í nýjar höfuð- stöðvar í desember 2019. Fyrirtækið hyggst flytja starf- semina af Grandanum í Grósku, hugmyndahús, við Sturlugötu í Vatnsmýri, sunnan við náttúru- fræðahúsið Öskju. Fyrirtækið mun leigja þriðju hæðina. Unnið er að uppsteypu á húsinu. Árni G. Magnússon, fram- kvæmdastjóri Grósku, segir marg- ar fyrirspurnir hafa borist um leigurými í Grósku. Byggingin muni rúma 500-800 manns. Það sé mismunandi eftir fyrirtækjum hversu margir fermetrar verða undir hvern starfsmann. Til dæmis þurfi sum fyrirtæki meira pláss en önnur undir rann- sóknartæki. Byggingin Gróska verði fjórar hæðir og um 24 þús- und fermetrar með bílakjallara. Gróska eigi að vera opið hús fyrir alla með víðtæka starfsemi. Þær upplýsingar fengust jafn- framt frá CCP að kaupandinn, suð- urkóreska fyrirtækið Pearl Abyss, hefði vakið athygli fyrir fram- sækna fyrirtækjamenningu í Asíu. Þá meðal annars varðandi aðbún- að starfsmanna. Bent er á að ákveðin teymi hafi unnið að ákveðnum tölvuleikjum hjá CCP. Eitt sé á Íslandi, annað í London og það þriðja í Sjanghæ sem gerir farsímaútgáfur af leikj- unum. Ekki séu áform um að breyta þessu fyrirkomulagi. Suð- urkóreska fyrirtækið hyggist nýta sér 15 ára reynslu CCP af sölu og markaðssetningu á Vesturlöndum. Þá var bent á að eigendur Pearl Abyss hefðu ástríðu fyrir tölvu- leikjum. Slíkir leikir séu snar þátt- ur í suðurkóreskri menningu. Allt að 800 starfsmenn gætu rúmast í nýrri tæknibyggingu ÁFORM CCP UM FLUTNINGA Í VATNSMÝRI ERU ÓBREYTT Við Sturlugötu Áformað er að taka Grósku í notkun í lok næsta árs. Teikning/Andrúm arkitektar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn munu fá greiðara aðgengi að sál- fræðiþjónustu með nýju samkomu- lagi Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tilkynnt var um þetta í gær á blaða- mannafundi sem haldinn var í Skóg- arhlíð í Reykjavík. Samkomulagið felur í sér að slökkviliðsstjórar geta óskað eftir sálfræðiþjónustu þegar þeir telja þörf á fyrir starfsmenn sína og það sama gildir um sjúkraflutninga- menn. LSS mun einnig hvetja ríkið til þess að veita sjúkraflutninga- mönnum sem starfa á þess vegum sömu þjónustu. Þá hefur Neyðarlín- an samþykkt að innleiða ferli sem á að virkja sálrænan stuðning við viss- ar aðstæður. Um er að ræða tilrauna- verkefni sem verður endurmetið um áramót. Magnús Smári Smárason, formað- ur LSS, fagnar samkomulaginu. „Við vonumst til þess að fá svar sem allra fyrst frá ríkinu því þetta mál brennur á þessum stéttum sem daglega horf- ast í augu við mjög erfiðar aðstæður sem oft er erfitt að vinna úr sem ein- staklingur. Þetta er afar mikilvægt skref í heildrænni hugsun um velferð okkar starfsmanna því eins og al- menningur veit þá geta bæði áföll og andlegt álag leitt af sér fjölmarga kvilla með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum,“ segir hann, en samið var við sálfræðingana á Lynghálsi til að sinna þessari þjónustu á landsvísu. Aukin sálfræðiþjónusta  Nýtt samkomulag LSS og Sambands ísl. sveitarfélaga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.