Morgunblaðið - 07.09.2018, Side 15

Morgunblaðið - 07.09.2018, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2018 SÆKTU APPIÐ Sæktu Hreyfils appið - þannig ræður þú ferðinni! Nú er auðvelt að panta bíl með snjallsímanum Þú pantar bíl, 2 3 1 og færð SMS skilaboð að bíllinn sé kominn fylgist með bílnum í appinu Hreyfils appið fyrir iphone og android á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play Með Hreyfils appinu er fljótlegt og einfalt að panta leigubíl. Þú getur líka pantað bíl fram í tímann, á tilteknum tíma næsta sólarhringinn eða lengra. Það eina sem þarf, er iPhone eða Android snjallsími. Þú hleður niður Hreyfils-appi með App Store eða Google Play. Þú pantar bíl, færð SMS skilaboð þegar bíllin er mættur á staðinn. Þú getur fylgst með hvar bíllinn er staddur hverju sinni. Ef þú ferðast á vegum fyrirtækis getur þú valið viðskiptareikning og opnað aðgang. Hreyfils-appið er ókeypis. Sæktu þér Hreyfils appið og þú ræður ferðinni. Á tímabilinu frá 1. desember 2017 til 1. september síðastliðinn varð hlutfallsleg mest fjölgun í sveitar- félögum á landinu í Mýrdalshreppi eða um 9,1% en íbúum þar fjölgaði úr 626 í 683. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði íbúum hlutfallslega mest í Mosfellsbæ eða um 6,3%, sem er fjölgun um 663 einstaklinga. Íbúum Reykjavíkur fjölgaði mest eða um 1.370, sem er 1,1% fjölgun. Reykjanesbær kom næst með fjölg- un um 925 einstaklinga, sem er 5,2%. Íbúum fækkaði hlutfallslega mest í Reykhólahreppi eða um 9,7% og í Norðurþingi um 7,3%. Fram kemur á heimasíðu Þjóðskrár að af öllum 72 sveitarfélögum landsins fækkaði íbúum í 20 sveitafélögum á umræddu tímabili. Fjölgun varð í öllum landshlutum nema Norðurlandi eystra. Hlut- fallslega fjölgaði íbúum mest á Suðurnesjum eða um 4,3% og á Suð- urlandi um 2,5%. Á Norðurlandi eystra fækkaði íbúum hins vegar um 0,4% sem er fækkun um 112. Mest fjölgun hlut- fallslega í Mýrdal Vík í Mýrdal Miklar breytingar hafa orðið. Tvær nýjar meindýrateg- undir á birki hér- lendis, birki- kemba og birkiþéla, virðast geta valdið tals- verðum skemmd- um. Þeirra hefur einkum orðið vart á sunnan- og vestanverðu landinu á síðustu árum og hafa áhrif þeirra á birki víða verið sýni- leg. Í grein í ársriti Skógræktarinn- ar, sem kom út fyrr í sumar, er fjallað um þessa nýju skaðvalda og rannsóknir sem hafnar eru á þeim. Greinina skrifa líffræðingarnir Brynja Hrafnkelsdóttir og Edda Sigurdís Oddsdóttir. Í lokaorðum greinarinnar segir: „Tegundirnar virðast geta valdið talsverðum skemmdum en ekki er komin reynsla á hvaða áhrif þessar tegundir hafa á vöxt og afdrif birk- is. Þar sem tegundirnar eru ekki virkar á sama tíma árs, fær birkið minni tækifæri til að ljóstillífa á eðlilegan hátt yfir sumartímann og búa sig undir vetrardvala. Lirfur annarra fiðrildategunda sem eru á ferli fyrri hluta sumars, til dæmis tígulvefara og haustfeta, geta vald- ið miklu tjóni og jafnvel skógar- dauða í stórum faröldrum. Óvíst er hvort birkikembu- og birkiþélufaraldrar verða hérlendis af slíkri stærðargráðu en erlendar rannsóknir hafa sýnt að tiltölulega lítil árleg skerðing á laufmassa birkis geti haft veruleg langtíma- áhrif á vöxt.“ Pöddur geta valdið skemmdum á birki Birki Illa farið lauf eftir birkikembu. Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, neitaði sök við þingfestingu pen- ingaþvættismáls gegn honum sem héraðssaksóknari höfðaði. „Ég er saklaus,“ sagði Júlíus þegar dómari óskaði eftir afstöðu hans. Í þingfestingunni í gær var verj- anda Júlíusar gefinn frestur til að kynna sér gögn málsins aðeins nán- ar, en hann sagði möguleika á að lögð yrðu fram frekari gögn af hálfu varnar- innar. Eftir að þing- festingu lauk sagði Júlíus í stuttu samtali við fjölmiðla að hann myndi ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu, hann væri hins vegar til í að tala við fjölmiðla nánar þegar málið væri búið. Sagðist hann alveg viss um að hafa sigur í málinu. Júlíus er ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa geymt á erlendum bankareikningi sínum fjárhæðir að andvirði 131 til 146 milljónir króna, sem voru að hluta til ávinningur refsiverðra brota, og ráðstafað þeim á bankareikning hjá vörslusjóði í Sviss. Í ákæru málsins kemur fram að Júlíus hafi geymt fjármagnið í Bandaríkjadölum, evrum og sterl- ingspundum, á bankareikningi sín- um hjá bankanum UBS á aflands- eyjunni Jersey í Ermarsundi á árunum 2010 til 2014. Þá er hann sagður hafa ráðstafað umræddum fjármunum inn á bankareikning sem tilheyrði vörslu- sjóðnum Silwood Foundation í bankanum Julius Bär í Sviss. Rétt- hafar vörslusjóðsins voru Júlíus, eiginkona hans og börn. Um var að ræða tekjur sem hon- um höfðu hlotnast nokkrum árum fyrr en ekki talið fram til skatts. Því greiddi hann ekki tekjuskatt, útsvar eða vexti af fjármununum. Í ákær- unni segir að fjárhæð hins ólög- mæta ávinnings sem Júlíus kom sér undan að greiða og vextir af því fé hafi verið á bilinu 49 til 57 milljónir króna.  Héraðssaksókn- ari ákærir hann fyrir peningaþvætti Júlíus Vífill Ingvarsson „Ég er saklaus“ sagði Júlíus Vífill Karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir nauðgun með því að hafa í júní árið 2015 káf- að innanklæða á brjóstum, rassi og kynfærum konu þar sem hún lá sof- andi í gistiskála. Maðurinn stakk svo fingri inn í leggöng konunnar gegn hennar vilja. Hélt því áfram er konan vakn- aði og hætti ekki fyrr en konan náði að koma sér frá honum. Konan vill 5 millj. kr. í miskabætur sem einka- réttarkröfu. Þá er þess krafist að maðurinn verði dæmdur til refs- ingar og greiðslu sakarkostnaðar. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Kærður fyrir nauðgun í gistiskála

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.