Morgunblaðið - 07.09.2018, Side 18

Morgunblaðið - 07.09.2018, Side 18
ræður halda hins vegar áfram og eru í góðum gangi, samkvæmt heim- ildum blaðsins. „Tíminn er runninn út. Bændur geta ekki beðið í óvissu með slát- urbílinn á hlaðinu,“ segir Unnsteinn um vonbrigðin í haust. Vonast eftir uppbótum Flestar afurðastöðvarnar gefa það út að þær muni greiða uppbót á af- urðaverðið í haust ef markaðir þróast með þeim hætti að það verði unnt. Unnsteinn vonast til að ein- hver innistæða verði til þess. Sama afurðaverð fyrir lömbin og fyrir ári Morgunblaðið/RAX Sláturtíð Slátrun er hafin hjá öllum stærstu sláturhúsum landsins. Síðustu verðskrárnar voru gefnar út rétt áður en byrjað var að taka við fénu. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bændur fá að jafnaði ná-kvæmlega sama verð fyrirkjötið af lömbunum semþeir selja sláturhúsunum í haust og þeir fengu á síðasta ári. Er þá miðað við heildina en smá til- færslur eru á milli sláturhúsa. Vonir bænda um hækkun rættust ekki en svartsýnar spár um lækkun verðsins gengu heldur ekki eftir. Sláturfélag Suðurlands greiðir sínum innleggj- endum hæsta verðið. Landssamband sauðfjárbænda reiknar á hverju hausti út með- aðverð fyrir afurðirnar. Miðað er við verðskrár sláturhúsanna og tekið til- lit til flokkunar og álagsgreiðslna í upphafi sláturtíðar. Til samanburðar er verðið í fyrra að meðtöldum þeim viðbótum sem fyrirtækin greiddu eftir sláturtíð. Meðalverð fyrir lambakjöt er 387 krónur, eins og sést á töflu hér til hliðar, og 115 krónur eru greiddar fyrir kjöt af fullorðnu. Los er að koma á bændur Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að bændur geti ekki unað við þetta verð. Ef verðið hefði þróast í samræmi við almenna verðlagsþróun ætti meðalverðið að vera 620 til 630 krónur á kíló. Staðan sé hins vegar óbreytt frá síðasta ári. „Margir sauðfjárbændur eru að reka bú sín án þess að hafa nokkra launagreiðslugetu. Menn verða að setja undir sig hausinn og reyna að ná alla leið. Bændur þola ekki mörg svona ár. Við heyrum það og finnum að los er að koma á menn. Bændur eru að fækka fé og einhver bú ætla að hætta framleiðslu í haust,“ segir Unnsteinn. Hann segir að hópur bænda hafi verið að bíða eftir aðgerðum stjórn- valda til að geta tekið ákvarðanir um framtíðina. Sérstaklega varðandi valkvæða hvata til að hætta fram- leiðslu. Telur Unnsteinn að margir hefðu tekið slíkum tilboðum í haust, ef þau hefðu verið í boði. Ákvarðanir um slíkt hefðu þurft að liggja fyrir í vor þegar bændur lögðu grunn að framleiðslu ársins. Þegar það gekk ekki eftir óskuðu Landssamtök sauð- fjárbænda eftir því að þær yrðu til- kynntar í síðasta lagi fyrir upphaf sláturtíðar í haust. Samninganefndir ríkis og bænda hafa nú gefið það út að samningar um aðgerðir varðandi sláturtíðina í haust náist ekki. Við- Verðþróun á heimsmarkaði sé held- ur í rétta átt og innanlandsmarkaður hafi ekki gefið eftir, ekki frekar en orðið var. Samkvæmt samantek Lands- samtaka sauðfjárbænda lækkaði verð á lambakjöti út úr búð nokkuð á árinu 2017 en hefur síðan haldist svipað. Það er nú um 10% lægra en það var á árinu 2014, á sama tíma og vísitala neysluverðs hefur hækkað um 9%. Talsvert gap hefur myndast. Aftur á móti hrapaði afurðaverðið til bænda á árunum 2016 og 2017 og er nú um 65% af 2014-verðinu. 18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Draumur ís-lenskakvenna- landsliðsins í knatt- spyrnu um að kom- ast á heims- meistaramótið í Frakklandi næsta sumar var grátlega nærri því að rætast en varð að engu á Laugardalsvelli á laugardag og þriðjudag. Væntingarnar voru miklar vegna þess árangurs sem ís- lenska liðið náði gegn helstu keppinautum sínum á útivelli í riðlinum. Vonbrigðin voru því þeim mun meiri og skinu úr andlitum leikmanna og þjálfara þegar ljóst var að jafntefli gegn Tékkum og annað sætið í riðl- inum dygði ekki til að komast í umspil og halda lífi í vonina um að komast á HM. Íslenska kvennaliðið hefur nú um árabil verið í fremstu röð og er það enn þrátt fyrir að ekki hafi tekist að tryggja farseð- ilinn til Frakklands. Kvennalið- ið var á undan karlaliðinu að vinna sér þátttökurétt á stór- móti þegar það komst á Evrópumeistaramótið 2009 og hefur leikið á síðustu þremur Evrópumótum í knattspyrnu. Árið 2013 komst það alla leið í átta liða úrslit. Frammistaða liðsins í riðla- keppninni segir sína sögu um liðið. Það tapaði aðeins einum leik, gegn Þýskalandi, og gerði tvö jafntefli gegn Tékkum. Í heimaleiknum á þriðjudag var sigurinn grátlega nærri og má segja að íslenska liðið hafi bruðlað með færin í fyrri hálf- leik. Engum blöðum er að fletta um getu þýska liðsins, sem einnig tapaði aðeins einum leik. Það var á heimavelli gegn Ís- landi fyrir tæpu ári og fóru leik- ar 2:3. Það reyndust einu mörk- in sem Þjóðverjar fengu á sig í riðlinum. Það voru líka einu stigin sem þýska liðið tapaði. Sigurinn á Þýskalandi í Wiesba- den hlýtur því að teljast sögu- legur. Nú hefst nýr kafli með nýjum þjálfara hjá liðinu. Næsta verk- efni er að komast á EM í fjórða skiptið í röð. Það verður þrautin þyngri. Eins og Víðir Sigurðs- son, umsjónarmaður íþrótta- deildar Morgunblaðsins, bendir á í umfjöllun sinni um leikinn gegn Tékkum verður sú barátta stöðugt erfiðari og íslenska liðið þarf því að bæta leik sinn tals- vert fyrir næstu keppni, miðað við þessa síðustu leiki. „En það er hins vegar kjarni og reynsla í þessu liði sem á að vera hægt að byggja ágætlega ofan á til næstu ára,“ bætir Víðir við. Það eru orð að sönnu. Þótt draum- urinn um HM hafi ekki ræst að þessu sinni lifir hann og þegar sárustu vonbrigðin hverfa mun liðið geta nýtt sér þessa reynslu á leið til nýrra afreka með stuðning þjóðarinnar að baki. Þótt draumurinn um HM hafi ekki ræst lifir hann áfram} Grátlega nærri Um þessarmundir eru að hefjast síðustu við- ræðuloturnar á milli Bretlands og Evrópusambandsins vegna út- göngu Breta úr sambandinu, Brexit. Framkvæmdastjórn sambandsins hefur gefið það út að samkomulag um útgönguna verði helst að liggja fyrir um miðjan nóvember, enda útgang- an dagsett í mars á næsta ári. Innan breska Íhaldsflokks- ins má nú greina mikla óánægju með framgang viðræðnanna. Fyrr í sumar lagði Theresa May forsætisráðherra fram markmiðin sem kennd eru við sveitasetur forsætisráðherra, Chequers. Þau hafa hins vegar nánast klofið Íhaldsflokkinn, enda telja margir Brexit-menn tillögurnar í raun viðhalda yfir- ráðum Evrópusambandsins yf- ir Bretlandi. Fulltrúar Evrópusambands- ins hafa heldur ekki farið leynt með andúð sína á Chequers- markmiðunum og sagt þau í raun stefna að því að „velja úr bestu bitana“ við tollabanda- lagið. Michel Barnier, aðal- samningamaður Evrópusam- bandsins, sagði fyrr í vikunni í blaðaviðtali að Chequers- tillögurnar myndu krefjast „brjálaðrar og órétt- lætanlegrar skriffinnsku“ ef þær tækju gildi. Komandi frá skriffinnsku- bákninu í Brussel þá hljómar það ekki sérstaklega vel, en lík- lega var tilgangur ummælanna að ýta Bretum frá Chequers- tillögunum og nær áherslum Evrópusambandsins. Áhrifin hafa verið þveröfug, sem stafar meðal annars af því að í sama viðtali nefndi Barnier, nánast í framhjáhlaupi, að hann væri enn opinn fyrir möguleikanum á fríverslunarsamningi á borð við þann sem Kanada gerði við Evrópusambandið í fyrra. Það hefur aftur haft þær af- leiðingar að sífellt fleiri innan Íhaldsflokksins, jafnvel nánir stuðningsmenn May, vilja „henda Chequers“ og stefna frekar í áttina að kanadíska módelinu. Framundan eru því væntanlega hörð átök innan Íhaldsflokksins og áframhald- andi óvissa um á hvern hátt Bretland skilur við ESB. Barnier talar af sér í Brexit-viðræðunum}Er Kanada-leiðin fær? Þ að er mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri til menntunar og geti fundið nám við sitt hæfi. Við vilj- um tryggja öllum börnum og ungmennum slík tækifæri og er það leiðarljósið við gerð nýrrar mennta- stefnu fyrir Ísland til ársins 2030. Mark- miðið er einfalt; íslenskt menntakerfi á að vera framúrskarandi og byggja undir sam- keppnishæfni hagkerfisins til langrar fram- tíðar. Liður í því er að halda áfram með þróa menntun fyrir alla eða menntun án að- greiningar sem reynst hefur vel að mörgu leyti. Íslenskir skólar mæta fjölbreyttum þörf- um nemenda sinna og innan þeirra er unnið frábært starf. Við vitum hins vegar að hægt er að gera betur þegar kemur að samþætt- ingu skólastiga. Þannig er raunin að fötluðum ung- mennum sem útskrifast af starfsbrautum framhalds- skóla bjóðast fáir mennta- eða starfskostir að því námi loknu. Þessi staða var rædd á nýlegum fundi Þroska- hjálpar með aðstandendum fatlaðra ungmenna á op- inskáan og uppbyggilegan hátt og komu þar margar athyglisverðar hugmyndir fram. Árið 2016 fullgiltu stjórnvöld samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og var það mikið framfaraskref. Samningurinn er leiðarvísir að því hvernig tryggja skuli fötluðum mann- réttindi og tækifæri til jafns við aðra en í 24. grein hans er sérstaklega fjallað um menntun. Það er mikilvægt að við leitum allra færra leiða til að uppfylla þær al- þjóðlegu skuldbindingar sem við höfum undirgengist í þessum efnum. Það er miður að útskrifuðum nemendum af starfsbrautum framhaldsskóla bjóðist ekki fjölbreyttari atvinnu- eða menntatæki- færi að námi loknu og að því munum við keppa. Þegar hefur verið hrint af stað vinnu á vegum mennta- og menningarmálaráðu- neytisins þar sem fram munu koma tillögur til úrbóta um aðgengi fatlaðs fólks að námi og/eða störfum að loknum framhaldsskóla. Mikilvægt verður að stilla saman strengi þeirra sem að þurfa að spila saman í þessum efnum m.a. með velferðarráðuneytinu, sveitarfélögum sem og öðrum hagsmunaaðilum. Ljóst er að bætt yfirsýn, upp- lýsingagjöf og aukin áhersla á samstarf og samfellu í skóla- og velferðarmálum mun hjálpa okkur að mæta þeim áskorunum sem bíða okkar og stuðla að betra samfélagi og tækifærum fyrir okkur öll. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Menntun er tækifæri fyrir alla Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Sláturfélag Suðurlands greiðir hæsta afurðaverðið. Þótt verðskráin sé sú sama og í fyrra kemur út úr útreikn- ingum LS, þegar tekið hefur verið tillit til annarra þátta, að verðið lækki um krónu að meðaltali. Sömu útreikningar sýna að Kaupfélag Skagfirð- inga greiðir 5 kr. minna að meðaltali en á síðasta ári. Fjallalamb á Kópaskeri hækk- ar hins vegar verðið um 11 krónur. SS greiðir hæsta verðið Afurðaverð lambakjöts 2017 og 2018 Heimild: Landssamtök sauðfjárbænda Sláturleyfishafi 2017 2018 Sláturfélag Suðurlands 424 423 Kaupfélag Skagfirðinga 400 395 Sláturhús KVH 400 395 Fjallalamb 370 381 Norðlenska 376 376 Sláturfélag Vopnfirðinga 356 355 SAH Afurðir 352 353 Meðalverð í landinu 387 387

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.