Morgunblaðið - 07.09.2018, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 07.09.2018, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2018 ✝ IngibjörgGísladóttir fæddist á Sól- bakka, Garði í Gerðahreppi, 4. ágúst 1926. Hún lést að Hrafnistu, Nesvöllum, Reykja- nesbæ, 22. ágúst 2018. Foreldrar Ingibjargar voru hjónin Steinunn Stefanía Steinsdóttir húsfreyja, f. 18.10. 1895, d. 31.1. 1944, og Gísli Sighvatsson, formaður og útgerðarmaður í Garði, síðar í Keflavík, f. 4.5. 1889, d. 19.9. 1981. Systkini Ingibjargar eru Guðrún Steinunn, f. 25.2. 1916, d. 21.11. 2007, Þorsteinn, f. 7.10. 1917, d. 25.8. 1939, Sig- hvatur Jón, f. 16.6. 1920, d. 7.7. 2001. Hálfbróðir Ingibjargar er Hörður Gíslason, f. 11.6. 1948. Ingibjörg giftist 8. nóvember 1947 Bjarna V. Albertssyni, bæjarbókara, f. 28.3.1922, d. bakka sem var mikið menning- arheimili og söngur og tónlist í hávegum höfð. Eftir lát móður sinnar dvaldi Ingibjörg um tíma við nám að Laugarvatni. Þá vann hún ýmis störf, m.a. í gróðrarstöð að Syðri-Reykjum. Einnig stundaði Ingibjörg einn vetur nám við Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Ingibjörg og Bjarni bjuggu allan sinn búskap í Keflavík. Ingibjörg sinnti húsmóður- störfum auk þess sem hún vann við síldarsöltun, í rækjuvinnslu og önnur störf tengd ört vax- andi sjávarplássi. 1974 hóf hún störf á Bæjarskrifstofum Kefla- víkur við ræstingar og starfaði þar óslitið út starfsævina. Í nokkur ár leysti hún af og sá um kaffistofu bæjarskrifstof- unnar. Ingibjörg var stofnfélagi í Lionessuklúbbi Keflavíkur og sótti fundi meðan heilsan leyfði. Árið 2004 fór Ingibjörg á Hjúkrunarheimilið Garðvang í Garði. Síðan bjó hún á Hrafn- istu Nesvöllum í Reykjanesbæ og naut þar frábærrar umönn- unar. Þar lést hún 22. ágúst sl. Útför Ingibjargar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 7. september 2018, klukkan 13. 21.12. 1981. For- eldrar Bjarna voru hjónin Lísbet Gestsdóttir, f. 3.7. 1900, d. 12.2. 1994, og Albert Bjarna- son, f. 27.11. 1897, d. 20.7. 1967. Son- ur Ingibjargar og Bjarna er Þor- steinn, forstöðu- maður innkaupa- deildar Olís, f. 22.3. 1957. Maki (30.6. 1984) Krist- jana B. Héðinsdóttir, f. 19.4. 1957, einkaleyfafulltrúi. Börn þeirra eru tvíburar f. 18.11. 1988, Bjarni læknir og Ingi- björg sálfræðingur. Sambýlis- kona Bjarna er Embla Ugga- dóttir, f. 21.11. 1987, verkefnastjóri á Mennta- vísindasviði HÍ, og eiga þau soninn Heimi, f. 15.4. 2018. Sambýlismaður Ingibjargar er Sölvi Dúnn Snæbjörnsson, f. 23.5. 1987, myndlistarmaður. Ingibjörg ólst upp á Sól- Mín kæra tengdamóðir, Ingi- björg Gísladóttir, hefur kvatt þessa jarðvist 92 ára. Ingu kynntist ég 1977 þegar við Steini, einkasonurinn, fórum að vera saman. Hún og Bjarni tóku mér vel frá fyrstu tíð enda ekki við öðru að búast af slíku sómafólki. Inga bjó manni sínum og syni fagurt heimili þar sem listaverk og tónlist voru í háveg- um höfð og hver hlutur átti sinn stað. Hún bar fram mat og drykk á þann hátt að hver hversdags- máltíð varð að veisluborði. Inga var falleg kona og glæsi- leg. Hún var smekkvís í fatavali, hafði klassískan stíl og elti ekki tískustrauma en bar af hvar sem hún kom, sannkölluð heimskona í fasi. Inga ólst upp á menningar- heimili á Sólbakka í Garði, þar sem söngur og hljóðfærasláttur var í fyrirrúmi. Hún var náttúru- barn sem naut þess að skauta á síkinu þegar það lagði á veturna og synda í því á sumrin. Inga var hrókur alls fagnaðar á góðra vina fundi og söng og spilaði á gítar þegar stemningin var slík. Hún var selskapsdama og alltaf til þegar mannamót voru annars vegar. Hún var ljóðelsk og hafði yndi af tónlist og bókmenntum. Heimili Ingu og Bjarna stóð öllum opið enda hjónin góð heim að sækja. Var oft ansi gest- kvæmt, fólk fann hve innilega það var velkomið. Systkinabörn Ingu áttu á heimili þeirra Bjarna at- hvarf um lengri eða skemmri tíma og þótti ekki nema sjálfsagt. Þau voru henni svo undur kær og væntumþykja þeirra leyndi sér ekki og töluðu þau um Ingu frænku af virðingu og stolti. Hún var uppáhaldsfrænkan þeirra. Enginn fer í gegnum lífið án áfalla og það átti svo sannarlega við um mína kæru tengdamóður. Ung missti hún bróður sinn, Þor- stein, sem lést af slysförum og varð öllum harmdauði og móður sína missti Inga 17 ára gömul. Markaði missirinn hana og fjöl- skylduna alla tíð. Fráfall Bjarna var mikið högg sem varpaði skugga á líf Ingu; hann var kletturinn sem hún treysti á. En dugnaðurinn var fyrir hendi að halda áfram og með árunum fann hún sinn takt í lífinu og naut sín eins og hún frekast gat. Hún sótti listviðburði og fór í ferðalög til útlanda með vinkonum sínum en hún hafði alla tíð haft yndi af að dvelja á sólar- strönd. Þar var náttúrubarnið í essinu sínu. Inga fann sig svo sannarlega í ömmuhlutverkinu þegar börnin okkar Steina, tvíburarnir Bjarni og Ingibjörg, fæddust. Hún hafði mikið dálæti á þeim, sagði þeim sögur, las fyrir þau, söng og spil- aði fyrir þau á gítarinn. Og Ingu þótti vænt um öll börn, hafði gaman af þeim og sýndi þeim áhuga. Börn löðuðust að henni, þeim sýndi hún virð- ingu sem fullorðin væru og gaf þeim sinn tíma. Hin síðari ár fór að halla undan fæti hjá Ingu og andleg veikindi sem lengi höfðu fylgt henni lögð- ust á hana af fullum þunga. Það var okkur sem stóðu Ingu næst þungbært að sjá hana verða að lúta þeim örlögum og fara á mis við það sem lífið hefur upp á að bjóða og njóta til fulls samvista við fólkið sitt sem var henni svo kært. Ég kveð mína kæru tengda- móður með virðingu og þökk fyr- ir allt og allt og óska henni góðrar heimkomu í sumarlandið. Blessuð sé minning Ingibjarg- ar Gísladóttur. Kristjana B. Héðinsdóttir. Nú þegar Inga amma hefur kvatt streyma minningar fram. Sumar tengdar því sem okkur þótti gaman af sem börn en aðrar tengdar því sem við metum mik- ils í dag. Amma átti tvö barnabörn, okk- ur tvíburana, og nutum við góðs af óskiptri athygli hennar. Það var alltaf gott að fara í heimsókn til ömmu á Sunnubrautina. Ósjaldan fórum við inn í þvotta- hús þar sem ýmist góðgæti var geymt. Við klifruðum upp í hillu og nældum okkur í hraun, salt- stangir eða skrúfusnakk. Inni í ísskáp var vanalega grape eða djúsþykkni sem við blönduðum alltof sterkt. Síðan settumst við í mjúka brúna sófasettið fyrir framan sjónvarpið og horfðum á Stöð 2, alsæl. Á Sunnubrautinni upplifðum við öryggi en um leið var allt svo spennandi. Við dund- uðum okkur við að byggja stönd- ugar spilaborgir, taka í sundur babúskuna, leika okkur að blæ- vængjunum og máta hattana, feldina og slæðurnar sem hún átti uppi í skáp. Við glömruðum á gít- arinn sem Þorsteinn bróðir henn- ar átti, spiluðum á bongótromm- urnar og reyndum að finna út úr því hvernig kastanetturnar virk- uðu. Á meðan var ekki ólíklegt að amma lægi úti á svölum í sólbaði eða hlustaði á Roger Whittaker- plötu. Amma var ýmsum hæfileikum gædd. Stundum fórum við tvíbur- arnir með henni í göngutúr, niður á bókasafn eða í heimsókn. Á leið- inni átti hún til að slíta upp strá, strekkja það á milli þumalfin- granna og blása á milli, þannig úr myndaðist hátt hljóð. Við reynd- um líka, með misjöfnum árangri. Amma var söngelsk og mikill tón- listarunnandi sem spilaði á gítar, flautaði fallega og sýndi okkur krökkunum hvernig kastan- etturnar virkuðu. Stundum lét hún flamenco-dansspor fylgja með. Hún var með lúmskan húmor, glotti í stað þess að skellihlæja þegar henni þótti eitthvað fyndið, fór með ýmsar vísur (sumar ekki ætlaðar börnum) og jóðlaði. Lengi vel héldum við að það væri algengt að fólk kynni að jóðla, en svo er auðvitað ekki. Amma var náttúrlega einstök. Okkur þykir sérstaklega vænt um minningarnar af því þegar við gistum hjá ömmu á Sunnubraut- inni. Fyrir svefninn gaf hún sér alltaf góðan tíma til að sitja á rúmstokknum í gestaherberginu, syngja og fara með bænir. Stund- um furðuðum við okkur á því að hún skyldi hafa þolinmæði í þetta á hverju einasta kvöldi, en vorum því afskaplega fegin. Þetta var ljúf stund. Amma var enda ein- staklega barngóð og þykir okkur dýrmætt að hún hafi lifað að hitta fyrsta langömmubarnið sitt, Heimi Bjarnason, í sumar. Amma hafði alla tíð gott minni. Minnið gerði henni kleift að fylgj- ast með okkur barnabörnunum, mökum og nú nýlega barna- barnabarni. Þegar amma hringdi vildi hún iðulega heyra fréttir af okkar fólki. Nöfnu sína spurði hún gjarnan um unnustann, Sölva Dún, og vissi amma alltaf að hvaða verkefnum listamaður- inn vann hverja stundina. End- urspeglar þetta ekki síst þá virð- ingu sem hún bar fyrir fjölbreyttum hæfileikum og list- um. Við erum þakklát fyrir að hafa átt ástríka ömmu sem kenndi okkur svo margt. Bjarni Þorsteinsson og Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Inga systir mín óx upp í Garð- inum, fædd á athafnasömu menn- ingarheimili foreldra sinna, Sól- bakka í Garði. Þar bjuggu Steinunn og Gísli með þremur eldri börnum sínum. Móðurfor- eldrar skammt undan í Gerðum. Bernskuárin voru henni góð. Steinunn var menningarsinnuð, burðarás í félagsmálum og orgel á heimilinu. Gísli með útgerð, fiskverkun og aðra athafnasemi. Er Inga var 13 ára fórst Þor- steinn bróðir hennar af slysför- um og fáum misserum síðar lést Steinunn móðir Ingu. Það voru þung högg og fylgdu þeim sem eftir stóðu. Inga var þá eitt barna eftir heima og efldust þá enn sterk tengsl þeirra feðgina. Á efri árum sínum sagði Gísli gjarnan Inga mín er hún var nefnd. Inga var óvenju glæsileg og vel gerð. Bjarni kom snemma inn í hennar líf. Saman hófu þau bú- skap í Keflavík, byggðu sér ein- býli við Suðurtún og síðar annað við Hrauntún. Þar sköpuðu þau afar falleg heimili, þangað sem við ættingjar komum ætíð að opnum dyrum. Bjarni var dugn- aðarmaður og Inga sá um heim- ilið af einstökum myndarskap. Hún gekk til vinnu eins og til féll, þaulvön síldarsöltun og fisk- vinnslu. Þorsteinn sonur þeirra var þeim einstaklega kær og góður og Inga gaf honum alla þá umönnun og athygli sem frekast má vænta. Enda galt hann þeim uppeldið með sinni góðu fram- göngu í hvívetna. Bjarna misstu þau of snemma, Inga einungis 55 ára gömul. Það var henni þungt, svo að á sá. Hún flutti í þægilegra húsnæði, vann þjónustustörf og ræktaði vináttu og ættartengsl sem fyrr. Hún fór til dvalar á heimili eldri borgara á Suðurnesjum og hefur mætt þar góðri aðbúð í hví- vetna. Að leiðarlokum er mikilvægt að fá að þakka Ingu fyrir góða umhyggju og athygli sem við yngra fólkið í ættinni nutum. Það var gott að eiga hana að. Megi Ingibjörg systir mín í friði fara og bjart mæta henni á nýjum lend- um. Hörður Gíslason. Það var bara ein Inga frænka og með henni eru nú öll Sól- bakkasystkinin horfin af braut. Minningar um glæsilega konu lifa, bráðskörp og meinfyndin þegar hún var á þeim buxunum. Inga frænka kemur til mín í minningabrotum sem alltaf tengdust tónlist, gítarleik og fal- legum söng eða jóðli og ósjaldan var sérríglas við hönd. Mér fannst Inga alltaf svo skemmtileg og flott, óaðfinnanlega klædd eins og hefðarkona sem bjó í einu fallegasta húsi Keflavíkur, þar sem hönnun var í forgrunni. Þeg- ar inn í húsið var komið tók við þessi reisulegi stigi sem mér fannst sem barni algjör heiður að fá að príla upp, svo tók við annar stigi upp í stofuna og þar snark- aði eldurinn í arninum og í minn- ingunni fannst mér ótrúlega mörg sófasett þarna inni, en hagalega raðað í þessari höll sem mér fannst hús Ingu og Bjarna vera. Sl. 15 ár hefur Inga fylgst með lífinu úr sinni stofu, bæði á Garðvangi og síðast Nesvöllum. Þessi þröngi heimur kom þó ekki í veg fyrir að hún vissi nákvæm- lega hvað var í gangi þarna úti eða hvað fjölskyldan hennar hafðist að. Ég var ekki tíður gest- ur í stofunni hennar en þegar ég kom þá vissi hún allt um mína, spurði hárréttu spurninganna og það er mér minnisstætt að síðast þegar ég tók í höndina á henni þá fór hún með fallegt ljóð og gerði það svo óaðfinnanlega og glæsi- lega. Inga frænka var Sólbakka- ættinni kær, hún var pabba mín- um einstaklega kær, því hann átti henni líf sitt að þakka. En ósjald- an rifjar pabbi upp daginn ör- lagaríka sem hann sjö ára datt niður um vök við Sólbakka. Inga heyrði köllin hans og kom í hend- ingsköstum á skóhlífum pabba síns nr. 47 og togaði systurson sinn upp úr ískaldri tjörninni. Þarna varð til kærleiks taug sem aldrei slitnaði. Minningin um góða konu lifir. Una Steinsdóttir. Ég hef verið svo lánsamur að vera samferða Ingu frænku í líf- inu yfir átta áratugi. Inga var góð kona og reyndist mér alltaf vel og ég er þakklátur fyrir stundir okk- ar saman. Inga fæddist í Garðinum og ól æskuár sín þar. Hún var dóttir hjónanna Gísla Sighvatssonar út- vegsbónda og Steinunnar Steins- dóttur. Fyrstu minningar mínar um Ingu eru þegar hún passaði mig sem smá gutta á Sólbakka, sem var mikið menningarheimili, þar var tíður gestagangur og tón- list lék stóran sess. Inga var fal- leg stúlka, var stór hluti af heim- ilinu, spilaði á gítar og hafði fallega söngrödd. Inga giftist Bjarna sínum og voru þau tignarleg og samrýnd hjón. Hún bjó þeim fallegt heimili í Suðurtúni og síðar í Hrauntúni, sem þótti framúrstefnulegt hús. Þangað var gaman að koma og tóku þau hjónin ávallt vel á móti vinum og ættingjum. Inga var glæsileg, vingjarnleg og vel liðin. Hún var róleg en þó glaðlynd og athugul og eiga margir góðar minningar um hana, þar sem hún gaf sér alltaf tíma fyrir unga fólk- ið og gítarinn og söngurinn var aldrei langt undan. Inga vann við ýmis störf víða um land og í Keflavík. Hún tók m.a. þátt í síldarævintýrinu með Íslandsbersa. En lengi skal manninn reyna og sviplegur dauði Þorsteins bróður hennar og ótímabært fráfall móður Ingu höfðu mikil áhrif á hana og aðra fjölskyldumeðlimi. En Inga og systkini hennar, Sighvatur og Guðrún, mynduðu sterkt þríeyki og stóðu saman í gegnum erfiðleikana. Einkasonurinn Steini var himnasending í lífi Ingu og Bjarna. Hann er góður drengur, mikill íþróttamaður, vel gerður á allan hátt og kletturinn í lífi Ingu. Þegar Bjarni lést fyrir aldur fram breyttust hagir Ingu. Steini og fjölskylda hans, ættingjar og vinir fylltu að hluta skarðið sem myndaðist við brotthvarf Bjarna. Inga flutti síðar á Sunnubrautina, varð tíðari gestur í Lyngholtinu og áttu drengirnir þar margar góðar stundir með henni. Henni þótti vænt um Lyngholtsfjöl- skylduna og strákana þar og þeim um hana. Ég sem elsta barnabarn Sól- bakkahjóna og Inga sem yngsta barn þeirra áttum margar sam- eiginlegar minningar, æskuár mín voru samtíma unglingsárum Ingu. Síðustu orðin sem Inga sagði við mig brosandi voru mér mikils virði og staðfestu vináttu okkar. Innilegar samúðarkveðjur til Steina og fjölskyldu. Örn. Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara, þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. (Hugrún) Ingibjörg Gísladóttir, tengda- móðir dóttur minnar Kristjönu, hefur nú kvatt okkur eftir erfið síðustu ár. Leiðir okkar Ingu og Bjarna heitins eiginmanns hennar lágu fyrst saman í gegnum Lions- klúbb Keflavíkur þar sem Bjarni og Héðinn minn störfuðu saman. En 1982 vorum við Inga í hópi kvenna sem stóð að stofnun Lio- nessuklúbbs Keflavíkur og starf- aði Inga með okkur á þeim vett- vangi meðan heilsan leyfði. Á þeim árum var Inga afar félagslynd og naut þess að sækja fundi og gleðjast með okkur þeg- ar tilefni gafst til og er hennar oft minnst af okkur sem góðs félaga þegar við rifjum upp gleðistund- irnar með henni. Oftast var hún hrókur alls fagnaðar, greip gjarnan í gítar- inn, söng og jóðlaði fyrir okkur en þá list kunni hún betur en nokkur annar sem við þekktum. Altaf tilbúin að bregða á leik í ferðalögum og fundum okkar. Margs er að minnast eftir fjörutíu ára vináttu og fjölskyldu- bönd. Mér er ofarlega í huga minn- ingar um ferðalag til Madison, Wisconsin, með Ingu, Kiddý, Steina og tvíburunum þeirra, Ingibjörgu og Bjarna, sem þá voru sjö mánaða. Í þessari ferð kom svo vel í ljós hve dýrmæt þessi litla fjölskylda einkasonar- ins var henni. Inga minntist þessa ferðar ávallt með mikilli gleði er við rifjuðum hana upp. Þrátt fyrir veikindi Ingu var ávallt skemmtilegt að sækja hana heim og eftir að hún fór á hjúkr- unarheimili varð þar engin breyt- ing á. Hún hafði skemmtilegan húm- or, var vel lesin, stálminnug og fylgdist vel með okkur öllum nán- ast til síðasta dags. Það var skemmtilegt að hlusta á Ingu segja frá æsku- og ung- lingsárum í Garðinum. Gjarnan fór hún með ljóð og kvæði fyrir mig og oft eitthvað sem ég hafði ekki heyrt áður, spurði frétta, hvað ég ætlaði að hafa í matinn þann daginn og hvenær ég hefði fengið mér flíkina sem ég var í. Hún undi sér vel á hjúkrun- arheimilinu Garðvangi og síðar á Hrafnistu, Nesvöllum, þar sem hún fékk mikla og góða umönnun Ég kveð vinkonu mína og mun sakna þess að heyra hana ekki framar segja mér kímilegar sög- ur af fyrri tíðar körlum og kerl- ingum þar sem smáatriðin voru gerð ljóslifandi. Guð blessi minningu Ingi- bjargar Gísladóttur. Bergþóra G. Bergsteinsdóttir. Ingibjörg Gísladóttir Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR SKAFTASON veitingastjóri, lést á Landspítalanum laugardaginn 25. ágúst. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 10. september klukkan 13. Ína Gissurardóttir Arna Björk Halldórsdóttir Hallur Halldórsson Petra Sigurðardóttir Sigurveig Halldórsdóttir Hermann Haukur Aspar barnabörn og barnabarnabarn Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN SNORRASON, hæstaréttarlögmaður, andaðist á heimili sínu mánudaginn 3. september. Útför hans verður gerð frá Neskirkju miðvikudaginn 12. september klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð. Ellen Snorrason Helga Sveinsdóttir Sebah Alain Sebah Regína Sveinsdóttir Jóhann Friðjónsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.