Morgunblaðið - 07.09.2018, Side 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2018
✝ Kristján Að-alsteinsson
fæddist í Reykjavík
29. desember 1948.
Hann lést á krabba-
meinsdeild Land-
spítalans 28. ágúst
2018.
Foreldrar hans
voru Aðalsteinn
Sigurðsson bók-
bindari, f. 26. febr-
úar 1910, d. 19.
ágúst 1969, og Sigurleif Þór-
hallsdóttir, f. 11. desember
1917, d. 7. janúar 1984. Systkini
Kristjáns eru 1) Þórhallur Aðal-
steinsson, f. 16. febrúar 1944,
maki Svanhildur Sigurjónsdótt-
ir, f. 1. apríl 1944, þau eiga þrjú
börn, 2) Sigrún Edda Að-
alsteinsdóttir Crowe, f. 14. mars
1953, maki Alan Roy Crowe, f.
11. febrúar 1954, þau eiga eina
dóttur.
Kristján giftist Guðrúnu Pét-
ursdóttur íþróttakennara 17.
október 1970. Foreldrar hennar
voru Pétur Guðmundsson bóndi,
f. 8. júlí 1912, d. 9. apríl 1997, og
Anna Guðjónsdóttir, f. 9. júní
1922, d. 23. júlí 2012.
færslunámskeiðum hjá Stjórn-
unarfélagi Íslands á árunum
1974 til 1982. Á meðan hann var
forstjóri Bókfells hf. tók hann
einnig þátt í félagsmálum og var
átta ár í stjórn Félags íslenska
prentiðnaðarins, m.a. sem ritari
stjórnar og síðasta árið varafor-
maður. Stjórn Félags íslenska
prentiðnaðarins fól Kristjáni
ýmis stjórnar- og nefndarstörf,
m.a. stjórnarsetu í Lífeyrissjóði
bókagerðarmanna 1979 til 1988,
í sambandsstjórn Vinnu-
veitendasambands Íslands, í
samninganefnd félagsins og í
Öryggisnefnd prentiðnaðarins.
Á árunum 1988 til 2000 var
hann fjármálastjóri Máls og
menningar eða þar til félagið
sameinaðist Vöku-Helgafelli í
hlutafélaginu Eddu miðlun og
útgáfu hf. þar sem hann var
einn af yfirmönnum bókhalds-
sviðsins. Á vegum Máls og
menningar var hann í stjórn Fé-
lags íslenskra bókaútgefenda í
tvö ár og endurskoðandi þess fé-
lags í þrjú ár. Kristján hætti
störfum hjá Eddu miðlun og út-
gáfu hf. og tók við sem fjár-
málastjóri Miðbaugs, sem rekur
þrjár gleraugnaverslanir, þang-
að til hann hætti að vinna í lok
maí á þessu ári.
Útför Kristjáns fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 7. sept-
ember 2018, og hefst athöfnin
klukkan 15.
Börn Kristjáns
og Guðrúnar eru:
1) Georg Pétur
Kristjánsson, f. 23.
maí 1972, unnusta
Ósk Sigþórsdóttir,
þeirra börn eru
Kristján Jarl og
Agatha; 2) Silla
Þóra Kristjánsdótt-
ir, f. 8. október
1975, gift Hálfdáni
Kristjánssyni,
þeirra börn eru Kristófer Hauk-
ur og Baltasar Haukur; 3) Anna
Kristjánsdóttir, f. 3. maí 1978,
gift Gústafi Steingrímssyni,
þeirra börn eru Grímur Kári og
Ari Steinn.
Kristján ólst upp í Reykjavík,
gekk í Melaskóla, því næst
Laugarnesskóla, útskrifast úr
Verzlunarskóla Íslands 1969 og
lauk Cand. Oecon í viðskipta-
fræði við Háskóla Íslands 1974.
Hann var forstjóri Bókfells hf.
frá 1969 til 1972 og 1974 til
1988. Sumarið 1974 vann hann í
fjármáladeild menntamála-
ráðuneytisins. Jafnhliða for-
stjórastarfinu hjá Bókfelli
kenndi hann á fjölmörgum bók-
Ljúfi og ástríki pabbi, þú
kvaddir okkur allt of fljótt og
þið mamma vart farin að njóta
tímans að loknum starfsferli.
Nærvera þín var alltaf svo
notaleg og hlý. Þú lést mig allt-
af finna hvað þú værir ánægður
að sjá mig eða heyra í mér í
síma. Þú varst mjúka týpan,
innan sem utan, og slóst ekki
hendinni á móti góðum kræs-
ingum.
Þegar kom að skólagöngu
minni og tónlistarnámi varstu
alltaf svo áhugasamur. Alltaf
var spurt út í öll próf, sama
hversu lítil þau voru, nánast áð-
ur en ég var búin með prófið!
Það skipti engu þó ég væri flutt
að heiman og komin í háskóla,
áfram var spurt enda fylltist þú
stolti yfir því sem ég gerði. Það
er ekki hægt að segja að íþrótt-
ir hafi verið þitt hugðarefni en
við áttum okkur þó fjölskyldu-
sport sem voru skíðin.
Helgarnar að vetri til voru
vel nýttar á mínum yngri árum
og tók ég mín fyrstu skíðaspor
í fanginu á þér þriggja ára
gömul. Þetta voru gæðastundir
hjá okkur fjölskyldunni. Þú
hafðir virkilega gaman af því að
ferðast og naust útiveru og
göngu í góðra vina hópi. Þér
fannst mikilvægt að við þekkt-
um landið okkar. Bílferðir úti á
landi voru nýttar sem kennslu-
stundir þar sem þú þuldir upp
nöfn á því sem fyrir bar enda
sjálfur mjög fróðleiksfús. Ég
hafði nú ekki alltaf þolinmæði
fyrir þessu sem barn og fannst
oft nóg um þessar upptalningar
en stend mig svo sjálfa að
þessu í dag gagnvart mínum
börnum. Þessi upptalning hætti
aldrei hjá þér, jafnvel ekki eftir
að ég var orðin fullorðin í bíl
með ykkur mömmu. Í ófáum
ferðunum til ömmu og afa í
Fljótshlíðinni vorum við svo
spurð spjörunum úr um heiti
fjalla á leiðinni.
Pabbi var svo mikið séntil-
menni sem vildi vera vel til fara
og hafa snyrtilegt í kringum
sig. Borðið í vinnunni var sjálf-
sagt hið eina sem skar sig úr
en það einkenndist af skipu-
lagðri óreiðu, sem ég erfði
greinilega frá þér.
Þú hafðir mjög einfaldan
smekk, jakkaföt voru lengi vel
við nánast öll tækifæri enda lít-
ið til af öðrum fatnaði í skápn-
um. Það var jafnframt lýsandi
fyrir þig að klæðast alltaf
skyrtum við ýmiss líkamleg
verk eins og garðslátt, máln-
ingarvinnu eða hvað annað sem
þurfti að gera. Háttvísi og
kurteisi lýsir þér vel ásamt því
að búa yfir miklu jafnaðargeði.
Þegar þú varst óánægður tækl-
aðir þú það svo snyrtilega að
ekki var hægt að merkja það
enda fórstu rólegu leiðina að
hlutunum. Árið í ár var erfitt
sökum sjúkdómsins sem tók
eðlilega mikinn toll af þér en
þú hélst ótrauður áfram enda
ætlaðir þú þér svo miklu meira.
Ég er svo þakklát og ánægð
að þú skyldir geta verið mér
við hlið á brúðkaupsdaginn í
maí og geta tekið þátt í þeim
degi.
Það er dýrmæt minning. Þú
varst líka ánægður og umhugað
að lyfjameðferð myndi ekki
skyggja á gleðina. Betri föður
er ekki hægt að óska sér. Þið
mamma áttuð svo fallegt sam-
band, dansandi saman nær alla
tíð og naust þú þín einna best
að ferðast með mömmu sem sér
nú á eftir sínum lífsförunaut.
Við kveðjum þig með sorg í
hjarta og verður þín sárt sakn-
að. Takk, elsku pabbi, fyrir allt
saman!
Anna Kristjánsdóttir.
Elsku pabbi.
Ég minnist yndislegs tíma
með þér. Kapphlaup síðasta
spölinn heim sem krakki. Ég
man ekki hvort okkar vann en
brosið, gleðina og hláturinn í
okkur til hvort annars man ég
vel, sem var á meðan kappinu
stóð. Og svo heldur fólk að það
sé ekki keppnisskap í þér, við
tvö vitum betur.
Margra klukkutíma spila-
mennska við fjölskyldan, með
bróður þínum og fjölskyldu
hans með tilheyrandi hlátra-
sköllum, sem heyrðust víst í
næsta raðhús. Auk góðs fé-
lagsskapar er það aðeins
keppnisskapið og vonin um að
vinna í næsta leik sem heldur
manni í spilamennsku langt
fram á nótt.
Með einstaklega gott skap
svo umtalað er og sást ekki
ástæðu til að æsa þig við fólk,
þótt þér þætti gaman að rök-
ræða við fólk var það alltaf í
góðu. Þú áttir gott með að
skapa vellíðan meðal fólks,
finna fleti og sjá sanngjarna
niðurstöðu.
Þið mamma bjugguð okkur
systkinunum einstaklega ljúft
og gott heimili. Þið rifust aldr-
ei, heldur töluðuð saman á yf-
irvegaðan hátt til að komast að
niðurstöðu og virtust þannig
bæði eiga gott með að bakka
eins og nauðsynlegt er. Virtist
svo auðvelt að sjá, enda báruð
þið virðingu fyrir hvort öðru,
stóðuð ekki og sussuðuð hvort
á annað, né töluðuð hvort ann-
að niður, heldur vilduð allt fyrir
hvort annað gera. Ég vil meina
að þetta hafi verið einstakt
samband og til mikillar eftir-
breytni.
Þú áttir stóran þátt í að
skapa heimili þar sem ekkert
skorti og tókst með miklum
ágætum að uppfylla óskir okk-
ar, með glöðu geði. Við fjöl-
skyldan skiptum þig miklu
máli, eins og þú okkur, það var
okkur augljóst enda fór frítími
þinn aðallega í að vera með
okkur og vera okkur öllum til
handa.
Aldrei hefur vantað upp á
hvatninguna. Jafnvel þegar ég
var orðin 28 ára stóðstu með
mömmu úti á Nesi að hvetja
mig og vinkonuna áfram í hálf-
maraþoni, þið keyrðuð síðan og
voruð mætt á Kleppsveginn til
að hvetja okkur þar og svo
mætt á undan okkur í mark til
að hvetja og taka á móti okkur
þar. Þetta er bara dæmi um
hvernig þið foreldrarnir hafið
stutt og hvatt mig á svo óeig-
ingjarnan hátt, út í gegnum allt
lífið.
Gat alltaf treyst á hjálp við
lærdóminn hjá þér ef ég þurfti
á því að halda. Man að ég hugs-
aði oft að hver fjölskylda þyrfti
að eiga einn svona virkilega
kláran og umhyggjusaman að.
Hvattir og hughreystir þegar
þurfti til.
Með hlýju faðmlagi sem þú
áttir sem betur fer nóg af og
hughreystingu breyttir þú tár-
um í aðstæður þar sem ekkert
var ómögulegt. Þegar þú sást
að ég var óróleg fyrir þau próf
sem ég hafði gjarnan hvað
mestan metnað fyrir gafstu þér
jafnan marga klukkutíma þar
sem þú sast hjá mér, bara til að
róa mig og hjálpa mér. Mér
þykir mjög vænt um þann tíma.
Sakna þess að geta ekki lengur
komið til þín eftir ráðum fyrir
mig og mína og inn í hlýja
faðmlagið þitt.
Elsku pabbi, þú skilaðir öllu
sem skiptir máli að skila inn í
þessa veröld, og meira til.
Elska þig, dái og sakna þín.
Silla Þóra.
Elsku pabbi minn, það er
erfitt að hugsa til þess að eiga
ekki eftir að hitta þig í þessari
jarðvist aftur. Að þú sért farinn
og þá streyma inn allar minn-
ingarnar sem við áttum saman.
Þú hafðir einstaka nærveru og
alltaf var gott að vera í kring-
um þig.
Það var alveg sama hvaða
lítilræði maður reyndi stundum
að endurgjalda fyrir þá miklu
hjálp og stoð sem þið mamma
hafið ávallt sýnt og veitt okkur,
aldrei var skilið við mann án
þess að „takk fyrir“ kæmi
sterklega fram. Þú varst þakk-
látur fyrir fjölskyldu þína og
svo umhugað um að allir hefðu
það gott.
Elsku pabbi, það var alltaf
gaman að koma út á Nes í kaffi
og spjalla, enda þið mamma
miklir gestgjafar og tókuð allt-
af svo vel á móti okkur. Það
voru yfirleitt skemmtilegustu
umræðurnar í eldhúskróknum.
Og ekki má gleyma öllum flottu
matarboðunum með stórfjöl-
skyldunni þar sem þú dekraðir
við alla og hjálpaðir mömmu
við eldamennsku eins og þið
væruð eitt. Og fjölskylduboðið
milli jóla og nýárs á afmæl-
isdeginum þínum, þar sem vinir
þínir og fjölskylda komu saman
til að gleðjast með þér, þá var
gaman.
Ferðalögin sem við áttum
saman, skíðaferðirnar í Skála-
fell og ekki má gleyma Ak-
ureyrarferðinni eftirminnilegu.
Gaman var að fylgjast með
ykkur bræðrum við aksturinn.
Þótt það væri vont skyggni og
ekki sæist út úr augum kom-
umst við alltaf á leiðarenda
með ykkar góðu ratvísi og oft
var gert gaman að.
Svo allar útilegurnar og þá
sérstaklega í Galtalæk þar sem
þú varst flottur í „kammer-
ráðinu“ og mamma að steikja
hamborgarana. Það var sko
ekki lítið lagt á sig fyrir krakk-
ana. Enda fullt af góðum minn-
ingum tengdum útileguferðun-
um okkar.
Allt það sem þú tókst þér
fyrir hendur gerðir þú vel.
Hafðir allt svo snyrtilegt í
kringum þig, hvort sem það var
úti á Nesi, sumarbústaðurinn
eða bílarnir þínir sem alltaf
voru eins og nýir úr kassanum.
Hægt var að spegla sig í lakk-
inu á þeim.
Smá bíladellu hafðir þú og
þekktir vel til allra fornbíla og
þakka ég alla þolinmæðina og
umburðarlyndið þitt þegar ég
fékk að vera í bílskúrnum að
dytta að mínum misgóðu jeppa-
kostum og alltaf hélstu samt
með manni.
Þú keyptir þér nýjan bíl í
sumar og náðir að fara á hon-
um í ferðalag með mömmu um
landið og meðal annars til Ak-
ureyrar.
Ég gleymi aldrei fallega
brosinu þínu þegar við heim-
sóttum þig í síðasta skipti út á
Nes. Þú varst svo sterkur og
barst þig vel þrátt fyrir að þú
ættir erfitt með að ganga upp
tröppurnar heima. Þú varst lít-
ið fyrir að kvarta og kveina
enda ætlaðir þú þér að ná bata.
En svo varstu tekinn svo
snöggt frá okkur. Ferðalögin
þín með mömmu verða að bíða
betri tíma. Þín verður sárt
saknað. Þú skilur stórt skarð
eftir þig.
Elsku pabbi, við munum
passa mömmu vel fyrir þig því
hennar er mestur missir. Þú
varst ástin og kletturinn í
hennar lífi.
Ég er svo þakklátur fyrir að
hafa átt þig sem föður, flott
fyrirmynd og góður vinur. Með
þakklæti og söknuði kveð ég
þig, elsku pabbi.
Guð geymi þig.
Þinn
Georg Pétur.
Ég var þeirrar gæfu aðnjót-
andi að fá að kynnast þér, elsku
tengdapabbi, fyrir 17 árum síð-
an. Þú varst einstakur maður,
hlýlegur, góður og allir sem
kynntust þér heilluðust af þér.
Þú varst mikil gæðapersóna og
fjölskylda þín var þér allt. Þú
varst alltaf svo tignarlegur og
flottur og alltaf höfuð fjölskyld-
unnar með Guðrúnu þína, sem
þú elskaðir svo heitt, þér við
hlið.
Þú hugsaðir alltaf til fólksins
þíns og vildir alltaf fá fregnir af
barnabörnunum og varst stolt-
ur af öllu því sem þau tóku sér
fyrir hendur.
Vildir allt fyrir okkur og þau
gera og gerðir alltaf þetta auka
extra sem einmitt er svo erfitt
að útskýra, en þeir sem þekktu
þig vita hvað það var. Þú fylgd-
ist með þeim með bros á vör –
þú hafðir svo fallegt bros,
brostir með öllu andlitinu og
það var sko alveg ekta.
Þú varst svo góður afi. Man
eftir skírn Kristjáns Jarls þeg-
ar ég spurði þig hvernig þér lit-
ist á nafnið. Þú varst fljótur að
svara: „Kristján Jarl
Georgsson“. Þú varst svo stolt-
ur, það er ekki hægt að hafa
það flottara og því fylgdi þakk-
lætissvipurinn þinn sem maður
greindi svo vel og ég man svo
sterkt eftir. Þú varst tilfinn-
ingaríkur maður og þá sérstak-
lega er kom að þeim sem voru
þér næstir.
Spurðir alltaf mikið um
nafna þinn og vildir að honum
liði vel og gerðir svo mikið fyrir
hann með ást þinni og um-
hyggju, fyrir það verð ég þér
ævinlega þakklát.
Þú varst húmoristi og sagðir
skemmtilega frá. Kynntir mig
oftar en einu sinni sem uppá-
haldstengdadóttur þína og
höfðum við bæði gaman af því,
þurftum ekki að útskýra það
neitt frekar þótt reiknisdæmið
væri alveg klárt.
Svo ef eitthvað var „magnað
eða flott “ kom alltaf „jibbíkól-
að“ þitt.
Fæ það stundum lánað frá
þér ef mig vatnar eitthvað
virkilega gott lýsingarorð yfir
„magnaðar“ aðstæður og hugsa
þá alltaf til þín með hlýju.
Samband ykkar Guðrúnar
var einkar fallegt og sterkt,
það vissu og sáu allir hversu
mikið þú elskaðir tengda-
mömmu. Manni fannst þú
mundir gera allt fyrir ástina
þína, hana Guðrúnu. Enda var
yfirleitt talað um ykkur í sömu
setningu.
Þú barst þig vel í veikindum
þínum og tókst á við það verk-
efni af æruleysi og dugnaði. Þig
langaði í meiri tíma með okkur.
Guðrún stóð og studdi sinn
mann eins og klettur og hjálp-
aði þér í einu og öllu, til að þú
gætir verið meira heima þegar
veikindin þín voru orðin alvar-
legri og við sáum vel hversu
þakklátur þú varst henni, sem
alltaf var ósérhlífin og þinn
annar helmingur.
Elsku tengdapabbi, ég er
óendanlega þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast þér. Ég
þakka fyrir allt það góða sem
þú hefur gefið mér og fjöl-
skyldu minni. Söknuður okkar
er mikill. Við munum passa vel
upp á elsku tengdamömmu fyr-
ir þig og hvort annað í stórfjöl-
skyldunni þinni.
Við munum halda virðingu
þinni og minningu á lofti fyrir
barnabörnin sem ég veit að þú
munt fylgjast með og leiðbeina
áfram í lífinu og ekki síst fyrir
okkur sem þú varst svo kær.
Með sorg í hjarta og full
þakklætis kveð ég þig minni
hinstu kveðju.
Guð geymi þig. Þín tengda-
dóttir,
Ósk Sigþórsdóttir.
Kristján
Aðalsteinsson
Fleiri minningargreinar
um Kristján Aðalsteins-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝ Gréta Pálsdótt-ir fæddist í
Reykjavík 9. des-
ember 1938. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 30. ágúst
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Páll Páls-
son og Jóhanna
Guðríður Jóhann-
esdóttir. Systkini
Grétu eru Páll Pálsson, giftur
Margréti Ingvadóttur, og Jó-
hannes H. Pálsson, giftur Krist-
ínu Gunnarsdóttur.
Gréta giftist Ragnari Ar-
inbjarnar lækni árið 1963. Börn
þeirra eru Arnar Arinbjarnar,
Guðrún Arinbjarnar og Halldór
O. Arinbjarnar.
Gréta ólst upp á Kárs-
nesbrautinni í
Kópavogi og gekk
einnig í barnaskóla
þar í bæ. Hún á ætt-
ir að rekja norður á
Árskógsströnd.
Hún vann ýmis
störf, í Vogue,
Reykjavíkur Apó-
teki og víðar.
Gréta var mjög
listræn og sótti ým-
is námskeið í gegn-
um tíðina. Mesta unun hafði hún
af að teikna og mála, sem hún
stundaði alla tíð. Garðyrkja átti
líka allan hennar hug mátti það
glöggt sjá á garðinum hennar á
Sunnubraut.
Jarðarförin fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 7. sept-
ember 2018, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Þegar ég hugsa um Grétu sé
ég hana alltaf umkringda blóm-
skrúði í sólskini. Hún byrjaði
snemma að rækta garðinn sinn
og hélt því áfram til æviloka.
Fyrsti garðurinn hennar var við
Kársnesbrautina, í þá daga þeg-
ar Kópavogur var bara urð og
grjót.
Ég hafði þann heiður að vera
aðstoðarkona hennar við garð-
ræktina. Hún bjó meira að segja
til vermireit, líklega með hjálp
afa síns sem var sjómaður að
vestan en sestur í helgan stein
með Margréti konu sinni í skjóli
Jóhönnu og Páls, foreldra
Grétu.
Það var mikill friður í húsinu
við Kársnesbrautina því að íbú-
ar þess voru sannarlega frið-
elskandi fólk og glatt í sinni.
Gréta var fyrsta vinkona mín í
lífinu og ég verð ævinlega þakk-
lát fyrir að hafa komist að því
hvað sönn vinátta er svo ung að
aldri, aðeins sjö ára.
Á öllum þeim áratugum sem
liðnir eru síðan við vorum að
baksa saman í garðyrkjunni
varð okkur aldrei sundurorða.
Það var bara ekki hægt að reið-
ast Grétu, hún var svo ljúf og
hlý og tók upp hanskann fyrir
alla.
Hún var friðarengill eins og
mamma hennar og amma. Allar
þessar konur tóku ævinlega á
móti mér með brosi hvernig sem
á stóð.
Amma Grétu og mamma
komust báðar hátt á tíræðisald-
ur og ég bjóst ekki við öðru en
það ætti fyrir Grétu að liggja að
ná svo háum aldri líka en vá-
gestur vorra tíma lætur ekki að
sér hæða og hún var hrifsuð
burt frá okkur eftir nokkurra
vikna harða baráttu.
Gréta tók endalokunum með
sama æðruleysi og blíðu og ein-
kenndu hana alla ævina. Hún
kvaddi vini sína með bros á vör,
björt og falleg eins og hún var
ætíð.
Mér fannst stafa af henni
ljóma þegar við kvöddumst á
spítalanum. „Sjáumst,“ sögðum
við báðar í kór og hlógum rétt
eins og við værum enn sjö ára.
Guðrún Finnbogadóttir.
Gréta Pálsdóttir