Morgunblaðið - 07.09.2018, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 07.09.2018, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2018 ✝ Steinunn JónaSveinsdóttir fæddist í Reykjavík 31. júlí 1945. Hún lést 28. ágúst 2018. Foreldrar henn- ar voru Sveinn Jón- atansson, vélstjóri frá Vestmanna- eyjum, síðar yf- irverkstjóri í Vél- smiðjunni Héðni, f. 7.7. 1917, d. 15.3. 1998, og Finnbjörg Ásta Helga- dóttir frá Ísafirði, f. 27.6. 1921, d. 19.7. 2005. Steinunn átti einn hálfbróður, Gunnar Hinriksson, f. 23.7. 1943, samfeðra. Steinunn giftist eftirlifandi eiginmanni sínum Reyni Tómasi Geirssyni, fyrrverandi prófess- or við Háskóla Íslands og yf- irlækni á kvennadeild Landspít- alans hinn 21.3. 1971. Dætur þeirra eru: 1) Ásta Kristín Reyn- isdóttir Parker, dýralæknir, f. voru þau hjónin í kajakróðrum víða um land og erlendis. Þau voru valin sjókajakmenn ársins 2002 af Kajakklúbbnum í Reykjavík. Hún gekk í Menntaskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan stúdent vorið 1966. Steinunn og Reynir kynntust í menntaskól- anum og hafa verið saman síð- an. Eftir stúdentspróf stundaði Steinunn nám við heimspeki- deild Háskóla Íslands 1966-1968 og var flugfreyja hjá Loftleið- um. Hún hóf svo nám í líf- eindafræði við Tækniskóla Ís- lands og útskrifaðist þaðan 1970. Árið 1977 flutti fjölskyld- an til Skotlands. Þau dvöldu í Bretlandi við nám og störf til ársins 1984, þegar þau fluttu aftur heim til Íslands. Hún starf- aði í sínu fagi á Borgarspítal- anum í Fossvogi, Sjúkrahúsinu á Akureyri, Sjúkrahúsinu á Ísa- firði, á rannsóknastofu hjá Krabbameinsfélagi Íslands og síðustu árin á rannsóknastofu Heilsugæslunnar í Lágmúla, Reykjavík. Útför Steinunnar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 7. sept- ember 2018, klukkan 13. 13.10. 1971, gift Justin Allen Parker verkfræðingi, f. 30.4. 1973. Börn þeirra eru: Bene- dict Tómas James Parker, f. 7.10. 2000, og Katherine Elisabeth Parker, f. 19.3. 2006. 2) María Reynisdóttir, mark- aðs- og ferðamála- fræðingur, f. 1.7. 1976, gift Brynjólfi Borgari Jónssyni, tölfræðingi, f. 1.11. 1974. Börn þeirra eru: Sveinn Marinó, f. 2.7. 2007, og Vigdís, f. 26.7. 2010. Steinunn ólst upp í Vestur- bænum í Reykjavík. Ung fór hún að stunda útivist, gekk á fjöll og fór í útilegur með for- eldrum sínum. Bjó hún að þessu alla tíð og var mikil útivistar- kona. Hún stundaði skíðaíþrótt- ina og fjallgöngur og í 20 ár Yndisleg móðir mín er látin. Sorgin við móðurmissi ristir djúpt og það er sárt til þess að vita að mamma muni ekki fá að njóta efri áranna eins og hún og við fjölskyldan höfðum séð fyrir okkur áður en hún veikt- ist. Ég hugga mig þó við það að líf hennar var fullt af gleði. Með því að vinna lengi vel í hluta- starfi má líka segja að hún hafi fengið fyrir fram eitthvað af gæðatímanum sem hún átti að öllu jöfnu að eiga inni en veik- indin tóku frá henni. Mamma ferðaðist um allan heim, á sín- um yngri árum sem flugfreyja og síðar með pabba og okkur systrunum, sem og mörgu góðu vinafólki. Hún dansaði, skíðaði og sigldi á kajak. Hún var líka menningarunnandi og vissi fátt skemmtilegra en að fara á sin- fóníutónleika, óperukvöld, söfn, í leikhús, bíó eða gleyma sér í góðri bók. Mamma var alltaf með allt á hreinu og lagði mikið upp úr vandvirkni og samviskusemi. Eitt sem hún gerði listilega vel og hafði unun af var að prjóna. Annað sem hún gerði af mikilli natni var að búa til mynda- albúm. Hugmyndin var að geta notið þess að fletta albúmunum í ellinni. Þessi minningabanki kom sér vel síðustu mánuðina sem mamma lifði og það er gott að eiga hann áfram til að geta rifjað upp ferðalög og samveru- stundir. Ömmuhlutverkinu sinnti hún einnig af alúð. Hún lýsti því að verða amma eins og að verða ástfangin í annað sinn og sýndi það í verki. Alltaf til taks og til í að fara með ömmubörnin út á róló, á leiksýningar, lesa með þeim, baka, spila og dansa. Hún var þakklát fyrir að geta séð þau vaxa. Þau munu ávallt muna eftir einstakri ömmu. Ég á mömmu minni margt að þakka. Hún studdi mig í öllu sem ég gerði, huggaði, hug- hreysti og hvatti. Hún var líka stóri reddarinn minn. Hvort sem það þurfti að leysa úr ein- hverju varðandi saumaviðgerðir eða skattframtalsgerð, mamma hafði ráð undir rifi hverju. Það er skrýtið til þess að hugsa að „hvernig á ég að gera þetta, mamma“ sé spurning sem ég muni aldrei aftur fá svar við. Mamma sýndi mikið æðru- leysi í veikindum sínum. Hún hélt í jákvæðnina þótt það hafi verið ljóst snemma í ferlinu í hvað myndi stefna. Þetta var alltaf spurning um tíma en við náðum að njóta margra góðra stunda saman á síðustu árum. Stendur þar upp úr litla óvænta veislan sem var haldin í tilefni sjötugsafmælis hennar. Mamma átti tryggan vinahóp og það var ómetanlegt að finna stuðninginn frá honum á þess- um erfiðu tímum. Hún var líka afar þakklát starfsfólki Land- spítalans, sem gerði sitt ýtrasta til þess að henni liði sem best í gegnum allt ferlið. Við fjöl- skyldan þökkum einnig kærlega fyrir hina alúðlegu og faglegu þjónustu þess. Það veitti mömmu ekki síst styrk undir það síðasta að kunna að njóta þess smáa í lífinu. Að lokum fór hún óhrædd, sátt og friðsællega frá þessum heimi og ég er þakklát fyrir að hafa getað fylgt henni síðasta spölinn. Mamma skilur eftir sig stórt skarð í okkar litlu fjölskyldu og hennar verður sárt saknað um ókomin ár. En hún mun lifa áfram í hjarta mínu og allra sem hana þekktu. Elsku mamma, takk fyrir allt. Þín dóttir, María. „Ég hitti hana fyrst á ná- kvæmlega þessum degi á Hótel Borg fyrir 53 árum,“ sagði Reynir bróðir þegar hann til- kynnti andlát Steinunnar. Hvar annars staðar! Mágkona mín var glæsileg stúlka, snaggaraleg í hreyfing- um og með glaðlegt bros á vör. Fáir höfðu skarpari eða betri kímnigáfu. Ég fékk þann heiður, ungur að árum, að vera veislustjóri í brúðkaupi Reynis og Steinunn- ar og var það upphafið að 50 ára farsælu hjónabandi þeirra. Við Sirrý sáum fjölskylduna dafna og blómstra, hvort heldur var á Íslandi, Skotlandi eða Englandi. Virtust þau eiga vini um allan heim enda bjuggu þau bæði yfir hafsjó af fróðleik og var Steinunn með einstaklega skemmtilega frásagnargáfu. Margs er að minnast. Fyrir tveimur árum dvöldum við með þeim hjónum á skosku sveita- setri, Roman Camp, þar sem meðal annars Bítlarnir gistu stundum á árum áður. Þar var Steinunn á heimavelli og hrók- ur alls fagnaðar. Minnist ég þess að hún sat á gluggasyllu á efri hæð og horfði yfir skosku sveitina, þá kallaði ég: Ó, Júlía og fékk auðvitað Ó, Rómeó til baka. Mágkona mín hafði ekki nokkurn áhuga á að yfirgefa þennan heim, eiginmann, fjöl- skyldu eða vini og því barðist hún af miklum dugnaði til hinstu stundar. Blessuð sé minning Stein- unnar. Elmar Geirsson. Steinunn Sveinsdóttir bekkj- arsystir okkar er fallin frá eftir erfið veikindi. Við vorum í A- bekk í árgangi sem útskrifaðist 1966 úr MR. Menntaskólaárin voru eftir- minnilegur og mótandi tími. Fyrir Steinunni og nokkrar fleiri voru þau sérstaklega af- drifarík því hún fann sér lífs- förunaut í B-bekknum, Reyni Tómas Geirsson, sem stóð síðan henni við hlið allt til enda æv- innar. Steinunn og Reynir voru samrýnd svo eftir var tekið. Þau lögðu oft land undir fót og fóru saman í ýmsar ævin- týraferðir, um framandi slóðir á Indlandi, í kajakaróður bæði hér heima og erlendis, og heim- sóttu börnin og vini sína í Skot- landi, Oman og enn víðar. Eftir stúdentspróf tók við framhaldsmenntun bæði hér heima og ytra og samskipti urðu minni um tíma en fyrir all- mörgum árum endurnýjuðum við bekkjarsysturnar gömlu kynnin og vinskapinn og hitt- umst reglulega tvisvar til þrisv- ar á ári. Steinunn var þar virk- ur þátttakandi og alltaf tilbúin að koma og hitta okkur, líka þegar heilsan vart leyfði eftir að veikindin sóttu á hana. Það stafaði alltaf sömu hlýjunni frá henni og með kankvísu brosi og sínu kunnuglega bliki í auga bætti hún oft við þegar hún heilsaði okkur: Hann Reynir biður að heilsa. Hann hefði svo vel viljað vera með okkur. Við bekkjarsysturnar fylgd- umst með baráttu Steinunnar við krabbameinið mörg undan- farin ár. Þá kom vel í ljós hve mikinn sálarstyrk hún hafði til að bera, við sáum hugrekki hennar og úthald. Í veikind- unum urðum við vitni að því hvernig hún tókst á við hið óumflýjanlega án þess að bug- ast og með mildi, ást og um- hyggju í garð sinna nánustu en einnig til okkar hinna. Við eig- um alltaf eftir að muna það. Hjá okkur bekkjarsystrum er skarð fyrir skildi við andlát Steinunnar. Hún er sú fyrsta sem hverfur úr hópnum okkar. Við munum sakna hennar sárt en söknuðurinn er mestur hjá Reyni skólabróður okkar, dætr- um þeirra, tengdasonum og barnabörnum. Við sendum þeim okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Fyrir hönd 6-bekkjar A 1966, Björg Kristjánsdóttir. Elskuleg vinkona okkar, Steinunn Sveinsdóttir, hefur kvatt þessa jarðvist hljóðlega og fallega eins og hún lifði lifi sínu. Hún hefur lokið hetjulegri baráttu við illvígan sjúkdóm og laus úr veikinda viðjum. Hún bjó yfir aðdáunarverðu æðru- leysi og styrk til hinstu stund- ar. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. (Sigurbjörn Þorkelsson.) Við munum sakna hennar og góðu samverustundanna sem við áttum með henni og Reyni. Eftir sitja góðar minningar sem ylja. Elsku Reynir og fjölskylda, við vottum ykkur dýpstu sam- úð, missir ykkar er mikill og sorgin djúp. Megi góðar minn- ingar umlykja ykkur og um- vefja í þeim kærleika sem Steinunni fylgdi. Nína og Pétur. Eitt sinn verða allir menn að deyja eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) „Í dag kveðjum við yndislega vinkonu. Við eigum ómetanleg- ar minningar um samveru í meira en hálfa öld. Við vinirnir fylgdumst með langri baráttu Steinunnar okk- ar við illvígan sjúkdóm og dáð- umst að hugrekki hennar, þrautseigju og lífsvilja. Stein- unn var gegnheil manneskja og traustur vinur vina sinna. Hennar verður sárt saknað og sendum við Reyni, dætrum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúðarkveðjur. Megi minning Steinunnar lifa, hvíli hún í friði. Ása og Jóhannes, Hildur og Bergþór, Hrafnhildur og Garðar. Steinunn Jóna Sveinsdóttir  Fleiri minningargreinar um Steinunni Jónu Sveins- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Hallgrímur Sig- urður Sveinsson fæddist í Reykjavík 19. mars 1954. Hann lést á heimili sínu 28. ágúst 2018. Foreldrar hans voru Margrét H Sigurðardóttir, f. 2. júlí 1928, d. 26. maí 2010, og Sveinn Hallgrímsson, f. 25. desember 1928, d. 13. september 1988. Þau voru bæði Reykvíkingar. Systir Hall- gríms er Björg Sveinsdóttir, f. 20. júlí 1956. Hallgrímur bjó ætíð í Hlíðun- um í Reykjavík. Hann gekk í Hlíðaskóla, tók landspróf frá Gagnfræðaskóla Austubæjar og lauk verslunarprófi frá Versl- unarskóla Íslands árið 1972. Nam síðan endur- skoðun og starfaði lengi vel sem bók- ari og endurskoð- andi með eigin rekstur. Vann jafn- framt ýmis störf. Var dyravörður um skeið og sá um ýms- an rekstur auk ráð- gjafastarfa. Var virkur í þeim félög- um sem hann kom að, svo sem Stéttarfélagi starfs- fólks í veitingahúsum og Félagi sykursjúkra. Hann starfaði einnig með R-listanum að borg- armálum. Kynnti sér borgarmál vel svo og rekstur í kringum ferðamál. Kveðjuathöfn verður frá Fossvogskirkju í dag, 7. sep- ember 2018, klukkan 13. Halli bróðir er að kveðja. Hann lést eftir margvíslegan heilsubrest til margra ára og er sjálfsagt hvíldinni feginn, en ég sakna hans og mun gera um ókomna tíð. Halli kom í þennan heim á fæð- ingardeildinni – tosaður með töngum vegna höfuðstærðar. Held hann hafi alveg verið til í að fæðast og eiga móður okkar að, en þau voru mjög tengd. Fyrstu tíu æviárin bjó hann í fjölskyldu- húsi með fjórum ættliðum í Varmahlíð við Reykjanesbraut. Hús þetta var reist af móðurafa og -ömmu 1930, þar sem nú er lóð Menntaskólans við Hamrahlíð. Síðan flutti hann ásamt móður okkar og mér í Hörgshlíð 8 – faðir okkar var þá erlendis við nám. Þegar Halli flutti að heiman varð íbúð í Mjóuhlíð 8 fyrir val- inu. Þegar halla tók undan fæti í lífi Halla flutti hann aftur í Hörgshlíðina til mömmu – sem þá var orðin ein eftir þar. Hann bjó síðan síðustu níu árin í Stiga- hlíð 8. Það er ljóst að Halli var borinn, barnfæddur og rótgróinn Hlíðabúi. Við lékum okkur mikið saman sem krakkar og kannski þótti honum stundum nóg um hve litla systir elti hann á röndum. Hann fór samt aldrei í dúkkuleik, en ég fékk að kynnast strákaleikjum. Halli byrjaði líka snemma að vinna fyrir launum til að styðja við heimilisreksturinn. Fyrst við blaðaútburð, síðar við ýmis störf hjá Mjólkursamsölunni þar sem mamma var bókari. Einu sinni var hann skáti – ávallt skáti. Halli fór í Versló eins og mamma og lauk þaðan verslunar- prófi, nam síðan endurskoðun og starfaði lengi vel sem bókari og endurskoðandi með eigin rekst- ur. Oftast var hann með skrif- stofu í miðbænum, þannig að það var hans annað hverfi. Meðfram rekstrinum stundaði hann ýmis störf og tók virkan þátt í fé- lagsstörfum og borgarmálum. Ríkjandi einkenni Halla í störfum var að kynna sér mála- vöxtu og taka ákvörðun byggða á staðreyndum og skipulegri at- hugun. Þessi eiginleiki nýttist bæði mér og öðrum þegar leitað var ráða. Ég missti svolítið af bróður mínum upp úr þrítugu, þegar mér þótti hann feta stigu sem voru honum ekki samboðin og reyndi ég nokkuð að fá hann til að breyta um kúrs. En þá, eftir nokkurt nudd í mér, sagði hann með þunga og festu „ég vil vera eins og ég er“. Halla var ekki haggað ef því var að skipta. Nokkrum árum síðar ákvað ég aðra nálgun – að horfa á það sem var gott í honum. Ég sé ekki eftir því. Ég endurheimti bróður minn og hef átt gott samband við hann í nærfellt tvo áratugi. Ég fékk oft að sjá bjartan, skýran og stóran mann. Hann var ekki allra, en þeir sem sáu hvern mann hann hafði að geyma og þeir sem hann treysti inn fyrir bera honum góða sögu og tala um hann af hlýju og virðingu. Táknið – hringurinn með punktinum – sem birt var í dán- artilkynningu var þar að hans ósk. Hann tók það úr skátunum með merkingunni; hættur og far- inn heim. Far vel bróðir, með þökk frá Systu. Björg Sveinsdóttir. Hallgrímur Sigurð- ur Sveinsson Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bátar Cobra Rib-bátar Seljum þessa vönduðu báta 5,8 m og 6,6 m hypalon í slöngum og flothólf í bát, 2 falt öryggi. Útvegum einnig kerrur og mótora á fínum verðum. Holt Vélasala S 895-6662 www.holt1.is Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Bókaveizla 30% afsláttur af bókum Aðeins þessa helgi Hjá Þorvaldi í Kolaportinu opið kl. 11-17 Bækur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.