Morgunblaðið - 07.09.2018, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2018
)553 1620
Lauga-ás hefur
frá 1979 boðið
viðskiptavinum
sínum upp á úrval
af réttum þar sem
hráefni, þekking
og íslenskar
hefðir hafa verið
höfð að leiðarljósi.
Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík
laugaas@laugaas.is • laugaas.is
Við bjóðum m.a. upp á:
Súpur
Grænmetisrétti
Pastarétti
Fiskrétti
Kjötrétti
Hamborgara
Samlokur
Barnamatseðil
Eftirrétti
ICQC 2018-20
Myndlistarkonurnar Freyja Eilíf,
Katrína Mogensen og Nína Óskars-
dóttir opna sýningu í dag, föstudag,
klukkan 18 í hinu nýja sýning-
arrými Sugar Wounds í Ármúla 7.
Freyja, Katrína og Nína útskrif-
uðust frá myndlistardeild Listahá-
skóla Íslands vorið 2014 og hafa
unnið saman að myndlist síðan í
náminu. Í tilkynningu eru nefnd
meðal helstu sýningarverkefna
þeirra sýningin „It’s Gonna Hurt“
sem sett var upp í Two Queens í
Leicester árið 2016 og „It’s Gonna
Hurt II“ sem var í Dzialdov Project
Space í Berlín árið 2017.
Listamennirnir eru sagðir leita
innblásturs í gegnum sína eigin
reynslu og skynjun á umhverfi
sínu, og eru stjórnmál, ástarsam-
bönd, samskipti kynjanna, sálfræði,
dulspeki, neyslumenning og popp-
kúltúr meðal uppspretta í verkum
þeirra. Í gegnum titilinn Sugar Wo-
unds skapar hver listamaður súr-
sæt verk sem í samtali sín á milli
mynda heim sem leitast við að ögra
skilningarvitum og hugarheimi
áhorfandans.
Boðið verður upp á léttar veit-
ingar á opnun.
Sýningin er þriðji hlutinn í fjög-
urra sýninga röð undir sameig-
inlega titlinum Sugar Wounds.
Reynsla og skynjun Katrína Mogensen er ein listakvennanna þriggja sem
opna í dag sýningu á verkum sínum í Sugar Wounds í Ármúla 7.
Freyja, Katrína og Nína
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Ég er búin að vera hér í ár og lang-
aði að henda reiður á menningarlífinu
í Kópavogi. Meta stöðu einstakra
þátta, mæla þátttöku og frammistöðu
frá ólíkum sjónarmiðum. Nýta svo
niðurstöðuna til þess að ákveða hvað
við ætlum að halda áfram með og
hvaða nýjungum við bætum við,“
segir Soffía Karlsdóttir, forstöðu-
maður menningarmála Kópavogs-
bæjar, um nýútkomna ársskýrslu
vegna ársins 2017 hjá menningarhús-
unum í Kópavogi og starfsáætlun fyr-
ir árið 2018.
„Þetta er í fyrsta skipti sem
skýrsla með samræmdum mæli-
kvörðum menningarhúsanna og
menningarstarfseminnar í heild er
tekin saman, ásamt því að stilla upp
með henni starfsáætlun fyrir mála-
flokkkinn. Sameiginlega skýrslan
verður notuð fyrir stefnumótum í
menningarmálum Kópavogs og
endurnýjun menningarstefnu sem
stefnt er á að hefja vinnu við á árinu.
Ég hef unnið að menningarmálum
frá því að ég var í menntaskóla og lif-
að og hrærst á þeim vettvangi. Það
kom mér í raun og veru á óvart
hversu öflugt menningarstarfið í
Kópavogi er. Mér finnst samstarf
meðal menningarhúsanna í Hamra-
borginni alveg einstakt og gaman að
geta unnið þverfaglega á húsin og sjá
hvernig þau styðja vel við hvert
annað,“ segir Soffia og bætir við að
samstarf milli húsanna hafi verið auk-
ið á síðasta ári og það sé einn af út-
gangspunktum næsta árs. Menn-
ingarhús Kópavogs eru öll í og við
Hamraborg, en þau eru Bókasafn
Kópavogs, Gerðarsafn, Náttúru-
fræðistofa, Salurinn og Héraðs-
skjalasafn Kópavogs.
„Menningarhúsin eru með sín af-
mörkuðu sérsvið en sameinast um
skipulagningu viðburða eins og Fjöl-
skyldustunda á laugardögum og
Menningu á miðvikudögum í hádeg-
inu auk fjölda annarra viðburða og
skólaheimsókna. Hvert hús hefur
sinn forstöðumann og ég er sérlega
heppin með góða samstarfsmenn sem
eiga heiðurinn af öllu því góða starfi
sem húsin hafa upp á að bjóða. Marg-
víslegar breytingar hafa átt sér stað í
Náttúrufræðistofu og við ætlum að
opna stofuna enn betur til þess að ná
til fólks,“ segir Soffía. Það verði með-
al annars gert með nýtingu marg-
miðlunar og nýrri framsetningu
ásamt ýmsu öðru.
Soffía segir að fjölmenningu verði
gefið meira vægi í menningarhús-
unum og dagskráin beri keim af því
að veglegur styrkur hafi fengist frá
Fullveldissjóði Íslands.
Barnasáttmálinn innleiddur
„Fjölmenningin birtist til að
mynda í skúlptúrsmiðju í Gerðasafni
sem er óháð tungumáli, þar sem leið-
beinendur tala arabísku, þýsku,
frönsku og íslensku. Við fjöllum líka
um 100 ára afmæli Kötlugossins á
Náttúrufræðistofu og fjölbreyttir
tónlistarviðburðir verða í Salnum.
Bókasafnið mun líta í aldarspegilinn
og skoða frá ólíkum sjónarhornum
bókmenntir og leiki barna í 100 ár,“
segir Soffía. Kópavogsbær sé að hefja
innleiðingu Barnasáttmála Samein-
uðu þjóðanna og Menningarhúsin
stefni að því að starfa enn frekar í
þeim í anda eftir áramót.
„Við viljum einnig vinna stefnu-
mótun sem snýr að því með hvaða
hætti við getum unnið meira með
ferðaþjónustunni,“ segir Soffía, sem
finnst afar áhugavert að skoða betur
hver staða listar í opinberu rými inn-
an Kópavogs sé. Hún segir lista- og
menningarráð pólitískt skipað og
hafa úr að spila sjóði sem inniheldur
60 milljónir eyrnamerktar lista- og
menningarstarfi í Kópavogi.
„Það er virkilega ánægjulegt að
taka þátt í úthlutun fjármagns til
menningarmála með fulltrúum Kópa-
vogsbæjar og fá að hafa áhrif á það
hvaða verkefni fái framgang. Stór
hluti fjármagnsins fer til menningar-
húsanna og gerir þeim kleift að efla
enn frekar innra starf sitt og þverfag-
legt samstarf,“ segir Soffía.
„Framlag til menningarmála í
Kópavogi árið 2017 var áætlað tæp-
lega 556 milljónir. Kópavogur hefur
lengi verið í fararbroddi hvað menn-
ingarlíf varðar. Þar reis til dæmis
fyrsta tónleikahúsið á landinu, Salur-
inn, og það er gaman að segja frá því
að þrátt fyrir mikla fjölgun tónlistar-
sala á höfuðborgarsvæðinu hefur eft-
irspurn eftir tónleikahaldi í Salnum
sjaldan verið jafn mikil og nú, enda
hljómburðurinn þar einstakur. Við
erum með um 60 starfsmenn í menn-
ingarhúsunum og þjónustum 36.000
bæjarbúa. Auk þess er rekið bóka-
safn í Lindahverfi og er Leikfélag
Kópavogs sem er til húsa í Funalind
styrkt veglega af bænum,“ segir
Soffía og bendir á að í málefnasamn-
ingi nýs meirihluta í Kópavogi sé tek-
ið fram að skoðað verði að dreifa
menningunni og opna menningar-
miðstöð í austurhluta Kópavogs.
Gestir menningarhúsanna í Kópavogi
voru rúmlega 156.000 árið 2017.
„Við leggjum mikið upp úr dagskrá
fyrir börn og erum í góðu samstarfi
við leik- og grunnskóla Kópavogs. Við
bjóðum öllum bekkjum grunnskólans
að koma í heimsókn. Á síðasta ári tók-
um við á móti 7.500 börnum í skipu-
lagðar heimsóknir. Við vinnum náið
saman, menningar- og menntasvið,
og stefnum á enn meiri samvinnu,“
segir Soffía, og bætir við að menning-
arhúsunum sé ljúft og skylt að opna
húsin fyrir nemendum og kynna þeim
starfsemina sem þar fari fram.
„Við viljum að skólabörn í Kópa-
vogi sjái að menningarhúsin séu fyrir
þau og að þar eigi þau athvarf og geti
sótt sér innblástur. Heimsóknum
unglinga í Bókasafnið hefur farið
fjölgandi og við fögnum því. Við erum
núna að útbúa spennandi aðstöðu fyr-
ir þá sem brátt lítur dagsins ljós,“
segir Soffía, sem lýsir dagskránni
sem metnaðarfullri og fjölbreyttri.
Forritun og vídeóklippismiðja
„Við erum í samstarf við RIFF, al-
þjóðlegu kvikmyndahátíðina í
Reykjavík, sem felst í vídeóklipp-
smiðju og sýningum á kvikmyndum.
Mánaðarlega fær bókasafnið aðila
sem kennir 6 til 12 ára börnum að for-
rita. Það er líka nýjung að bjóða
börnum sem eiga erfitt með lestur að
lesa upphátt fyrir sérþjálfaða hunda á
bókasafninu,“ segir Soffía og bendir á
að þetta sé einungis brot af því sem
fram fari í menningarhúsum Kópa-
vogs tengt börnum og fjölskyldum.
„Dagskráin í Salnum í vetur verður
lífleg og skemmtileg. Meðal þess sem
á dagskrá verður er ný djass-
tónleikaröð undir stjórn Sunnu Guð-
laugsdóttur og unnið verður áfram að
uppbyggingu Tíbrártónleikaraðar-
innar. Bæjarlistarmaðurinn okkar,
Stefán Hilmarsson, heldur ókeypis
tónleika fyrir eldri borgara í Kópa-
vogi í nóvember og fara þeir einnig
fram í Salnum,“ segir Soffía og bætir
við að einn af hápunktum listastarfs í
Gerðasafni sé listahátíðin Cycle, sem
hefst 25. október og setja mun svip
sinn á menningarlífið í bænum.
Menningarstefnan endurnýjuð
Menningarhúsin í Kópavogi innblástur og athvarf fyrir skólabörn Ókeypis tónleikar Stefáns
Hilmarssonar fyrir eldri borgara Einstakt samstarf menningarhúsanna 156.000 gestir í fyrra
Morgunblaðið/Eggert
Menning Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála, ásamt forstöðumönnum menningarhúsanna í Kópa-
vogi. Frá vinstri: Lísa Zachrison, bókasafn, Soffía Karlsdóttir, Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, Gerðarsafn, Finnur
Ingimarsson, Náttúrufræðistofa, Hrafn Sveinbjarnarson, Héraðsskjalasafn, og Aino Freyja Järvelä, Salurinn.