Morgunblaðið - 11.09.2018, Blaðsíða 12
Saman á ný Friðrik kórstjóri á milli Páls og Jóns Hallssonar sem hefur sungið í yfir 60 ár með karlakórnum.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég hafði ekki hitt manninnáður og hef sjaldan orð-ið eins „Starstruck“, eðasleginn stjörnublindu,
slík áhrif hafði nærvera Páls á
mig. Hann er sterkur persónuleiki
og mikil manneskja,“ segir Eggert
Benedikt Guðmundsson, formaður
Karlakórs Reykjavíkur, um það
þegar hann hitti Pál Pampichler
Pálsson í sumar í söngferð kórsins
til Austurríkis, heimalands Páls.
„Tilefni utanferðarinnar var
að Páll varð níræður í vor. Við fór-
um til að heimsækja og heiðra
þennan forna leiðtoga okkar sem
stjórnaði Karlakór Reykjavíkur í
26 ár. Eitt af því sem var ein-
staklega gaman var að níu menn
sem nú syngja í kórnum höfðu
sungið undir stjórn Páls hér áður
fyrr og einn af þeim er Jón Halls-
son sem hefur verið í kórnum í yf-
ir sextíu ár. Þar urðu því miklir
fagnaðarfundir, en 29 ár eru síðan
Páll hætti að stjórna kórnum.
Friðrik S. Kristinsson, núverandi
stjórnandi okkar, er að stjórna
kórnum sitt þrítugasta ár, svo það
var mörgu að fagna hjá okkur,“
segir Eggert og bætir við að Frið-
rik og Páll séu góðir vinir en leiðir
þeirra lágu fyrst saman þegar Páll
fékk hann til að raddþjálfa með-
limi Karlakórs Reykjavíkur fyrir
þremur áratugum. „Þannig gekk
það í eitt ár eða þar til Páll sagði
við Friðrik: „Þú tekur bara við af
mér.“
Fjölhæfur dugnaðarforkur
Páll var allt í öllu í íslensku
tónlistarlífi þegar hann bjó á Ís-
landi, en hingað flutti hann árið
1949. „Það er sannarlega fengur
fyrir Íslendinga og íslenskt tónlist-
arlíf að hann fluttist hingað til
lands og bjó hér í áratugi. Hann
var mikill áhrifavaldur og þegar ég
var krakki þá var nánast ekkert
gert í músík nema Páll væri viðrið-
inn það. Hann tók þátt í að byggja
upp Sinfóníuhljómsveit Íslands og
mun vera annar af tveimur núlif-
andi mönnum sem spiluðu á fyrstu
tónleikum hljómsveitarinnar, því
hann var líka hljóðfæraleikari,
spilaði á trompet. Hann var fast-
ráðinn stjórnandi Sinfó í tuttugu
ár og hann kom með Sinfóníuna í
heimsókn inn í grunnskólana.
Einnig stjórnaði hann Lúðrasveit
Reykjavíkur í aldarfjórðung og
eins og fyrr segir stjórnaði hann
Karlakór Reykjavíkur í jafnlangan
tíma. Þar fyrir utan var hann af-
kastamikið tónskáld. Hann var
augljóslega mikill dugnaðarforkur
og fjölhæfur tónlistarmaður.“
Frá himnaríki til Valhallar
Á aðaltónleikum karlakórsins í
Graz í sumar var Páll meðal tón-
leikagesta og þar flutti kórinn m.a
þrjú verk eftir hann. „Þegar við
vorum að taka aukalög eftir upp-
klapp þá kallaði Friðrik kórstjóri
Pál óvænt upp til okkar í lokalag-
inu og fékk hann til að stjórna
okkur í einu lagi sem við sungum,
gamalt karlakórslag sem hann
hafði vissulega stjórnað forðum og
kunni vel, en við höfðum ekkert
æft það með honum. Það var
skemmtilegt að finna að hann
stjórnaði öðruvísi en Friðrik, eðli-
lega, því engir tveir stjórnendur
eru eins. Páll var með aðrar
áherslur, takt og hraða, en við
fylgdum honum alveg, við hlýddum
gamla manninum í einu og öllu en
þurftum að passa okkur að detta
ekki inn í sjálfstýringuna og gera
þetta eins og við erum vanir. Páll
var með rosalega mikla tilfinningu
í fingurgómunum fyrir þessu, það
var virkilega gaman að taka þátt í
þessu. Ógleymanlegt fyrir kórinn,“
Eggert segir að Sveinn Dúa, stór-
tenór og fyrrum félagi í Karlakór
Reykjavíkur, hafi sungið einsöng á
tónleikunum, en hann er nú bú-
settur í Þýskalandi þar sem hann
er í fullu starfi við að syngja í óp-
erunni í Leipzig.
Tónleikarnir í Graz voru ekki
þeir einu sem sungnir voru í
Austurríki, því kórinn kom við í
St. Florian klaustrinu þar sem
austurríska tónskáldið Bruckner
vann og starfaði, en hann er í
miklu uppáhaldi hjá Friðriki,
stjórnanda kórsins.
„Við sungum þar fyrir
Bruckner lag hans Locus Iste.
Þetta var mikil gæsahúðarupplifun
fyrir okkur, því inni í þessari
kirkju liggur Bruckner undir gólf-
fjölunum. Þetta atriði var fest á
filmu því Jón Þór Hannesson var
með í för, en hann vinnur að heim-
ildarmynd um Pál,“ segir Eggert
og bætir við að kórinn hafi einnig
sungið í móttöku hjá borgarstjór-
anum í Graz og þeim hafi auk þess
verið boðið að syngja á tónleikum
á Beethoven-hátíð í þorpinu Bad
Aussee. „Þar sungum við fyrir
fullu húsi með sinfóníuhljómsveit
og úkraínskri sóprandívu, Nataliu
Ushakova.“
Þeir félagarnir í Karlakór
Reykjavíkur fengu ekki langt
sönghlé, því tveimur dögum eftir
að þeir komu heim til Íslands var
söngæfing fyrir Skálmaldar-
tónleika og á þriðjudeginum voru
þeir mættir til æfingar með Sinfó.
„Friðrik sagði við okkur fyrir ferð-
ina út að við færum nánast til
himnaríkis við það að syngja fyrir
Bruckner í klaustrinu en svo kæm-
um við heim og færum beint til
Valhallar með Skálmöld. Við erum
auðvitað hreyknir af því að hafa
fengið að taka þátt í þessu mikla
ævintýri með Skálmöld, sem var
alveg trufluð upplifun.“
Kátur Páll leikur hér á als oddi í stillu úr heimildarmynd sem
Jón Þór Hannesson vinnur að um þennan mikla meistara.
Sungu áður undir stjórn Páls F.v.: Friðrik, Jón Yngvi, Jón,
Guðjón, Sigurjón, Gunnar, Arilíus, Karl, Stefán og Ómar.
Stór stund Friðrik og Páll fagna eftir að Páll stjórnaði kórn-
um í lokalagi á tónleikunum í Graz. Hann hafði engu gleymt.
Páll er mikil
manneskja
Miklir fagnaðarfundir urðu þegar Páll Pampichler
Pálsson hitti suma af sínum gömlu félögum úr Karla-
kór Reykjavíkur en kórinn heimsótti hann í sumar.
Karlakór Reykjavíkur ætlar að
bæta við sig söngmönnum og á
morgun, miðvikudag 12. sept., fara
fram raddpróf fyrir áhugasama í
safnaðarsal Háteigskirkju kl. 18.
Prófuð verða raddsvið og tón-
heyrn og kostur ef menn búa yfir
kunnáttu í tónlist og nótnalestri,
en það er þó alls ekki skilyrði. Þeir
sem hafa áhuga á að spreyta þig
geta sent fyrirspurn á netfangið
fsk@kkor.is eða hringt í 896-4914.
Morgunblaðið/Valli
Formaðurinn Eggert varð mjög „Starstruck“ þegar hann hitti Pál.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2018
Páll Pampichler Pálsson fæddist
1928 í Graz og lærði ungur á blokk-
flautu og píanó. Níu ára var hann far-
inn að læra á trompet og kominn í
sinfóníuhljómsveit 17 ára. Franz Mixa
fékk Pál til að flytja til Íslands 1949
og var hann þá 21 árs ráðinn til að
taka við Lúðrasveit Reykjavíkur. Páll
gekk þá til liðs við Útvarpshljóm-
sveitina og var fastráðinn stjórnandi
hennar í yfir 20 ár. Hann tók þátt í
stofnun og uppbyggingu Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands, var trompet-
leikari í sveitinni og stjórnandi henn-
ar í yfir 20 ár. Páll kenndi við
Tónlistarskólann í Reykjavík og
Drengjalúðrasveit Vesturbæjar
stjórnaði hann í um tuttugu ár. Hann
stjórnaði Karlakór Reykjavíkur í ríf-
lega aldarfjórðung, 1965 til 1990, fór
með hann í söngferðalög til útlanda
og skipaði íslensk tónlist veglegan
sess á efnisskrá kórsins undir stjórn
Páls. Á 1.100 ára afmæli Íslands-
byggðar 1974 stjórnaði Páll 400
manna karlakór, 300 manna lúðra-
sveit og Sinfóníuhljómsveit Íslands á
Þingvöllum. Hefur hann einnig stýrt
tónlist á sýningum og tónleikum í
Þjóðleikhúsinu og Íslensku óperunni.
Páll hefur stjórnað hljómsveitum á
Norðurlöndunum og víðar í Evrópu.
Hann var einn af stofnendum Kamm-
ersveitar Reykjavíkur og kom að tón-
listarhópnum Musica Nova sem tón-
skáld. Frá árinu 1993 hefur hann
einbeitt sér að tónsmíðum.
Páll hefur hlotið viðurkenningar
fyrir störf sín og framlag til íslenskr-
ar tónlistar, t.d. riddarakross og Tón-
vakann – heiðursverðlaun Ríkis-
útvarpsins. Hann hefur þrívegis verið
heiðraður í heimalandinu Austurríki.
Hefur Páll auðgað karlakórsbók-
menntirnar með fjölmörgum tón-
smíðum og útsetningum. Árið 1993
var Páll tilnefndur til tónskáldaverð-
launa Norðurlandaráðs fyrir verk sitt
„Ljáðu mér vængi“ fyrir einsöngs-
rödd og hljómsveit. (Af vefsíðunum
Glatkistan.com og ismus.is.)
Hinn afkastamikli Páll Pampichler Pálsson byrjaði ungur
Íslensk tónlist skipaði ævinlega veglegan sess
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Árið 1973 Páll ásamt Ursulu Ingólfsson píanóleikara og Sigurði Ingva Snorra-
syni klarinettuleikara en hann var annar fararstjórinn í ferðinni í sumar til Graz.