Morgunblaðið - 11.09.2018, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það var óneit-anlegaskrítið að
fylgjast með út-
sendingu Sænska
sjónvarpsins eftir
að kjörstöðum lok-
aði. Fyrri hluta kvölds var
nokkur hreyfing á fylgi, en þó
óveruleg. Seinni hluta kvölds,
þótt enn væri talningu ólokið í
hundruðum kjördæma breytt-
ist fylgi þeirra 8 flokka sem
fengu menn á þing ekki um
kommu! Tvær breytinganna
sem urðu snemma kvölds
skiptu mestu máli. Mod-
eraterna, eins konar syst-
urflokkur Sjálfstæðisflokksins,
þótt ólíkir séu um margt,
stærstur stjórnarandstöðu-
flokka, virtist í fyrstu tölum
hafa misst þá stöðu til SD.
Nokkrar kannanir höfðu bent
til þessa og sú síðasta sýndi
þann flokk prósenti stærri, og
innan skekkjumarka. En Mod-
eraterna er enn næst stærsti
flokkur Svíþjóðar, 2,3% stigum
stærri en SD. Lítill munur en
þó afgerandi.
Þekkt er að flokkar finna sér
sem heppilegast viðmið til að
leggja út frá úrslitum kosn-
inga. Sósíaldemókratar geta
þannig með réttu bent á að 28,4
prósenta fylgi þeirra sé mun
betra en kannanir spáðu
flokknum og einnig að flokk-
urinn sé áfram stærsti flokkur
Svíþjóðar. Flokkurinn var
gjarnan sýndur með fylgi á
bilinu 23-26%, svo S vann sigur
á könnunum.
Sé horft til liðins kjör-
tímabils er sérkennilegt að
leggja „hægrabandalag“ fjög-
urra flokka að jöfnu við
„vinstrabandalagið“ því að
Vinstriflokknum (sem auðvitað
er ekki öfgaflokkur þótt hann
sé til vinstri við stóra vinstri-
flokkinn) var ekki hleypt inn í
minnihlutastjórnina, og studdi
því ekki þá ríkisstjórn form-
lega, en stóð með henni við af-
greiðslu fjárlaga. Aðeins einn
flokkur sat í stjórninni auk
Krata, Umhverfisflokkurinn.
Mátti litlu muna að sá flokkur
næði nú upp fyrir 4% sem skilja
að líf og dauða þingflokka í Sví-
þjóð. Báðir flokkarnir töpuðu
verulegu fylgi. Kratar þó
minna en spáð var, en muna
verður að fylgið var komið nið-
ur í hrakfylgi í sögulegu sam-
hengi. Umhverfisflokkurinn
var með 6,9% fylgi en fór niður
í 4,3% sem er lækkun á fylgi um
40%. Þessir tveir flokkar höfðu
fengið að stjórna með 37,9%
fylgi á bak við sig, en féllu nú
niður í 32,7% fylgi.
Þótt Kratar ynnu slaginn við
kannanirnar og séu „enn
stærsti flokkurinn“ eru úrslitin
ömurleg fyrir þá. Þeir fengu
28,4% fylgi og verður að fara
aftur til ársins 1911 til að sjá
slíkt fylgi, en þá
fékk flokkurinn
28,5% fylgi og náði
nú 107 árum síðar
að komast örlítið
undir það! Kratar
hafa tvisvar í sögu
sinni fengið yfir 50% fylgi. Þeir
fengu 53,8% árið 1940 og 50%
fylgi árið 1968. Frá árinu 1933
til ársins 1994 eða í 60 ár sam-
fellt voru þeir með yfir 40%
fylgi og þá gjarnan nærri 45%.
Árið 2002 var flokkurinn með
39,9% fylgi en er nú með aðeins
28,4% eins og fyrr segir.
Svíþjóðardemókratar eru
augljósir sigurvegarar kosn-
inganna og komnir í fylgi sem
vart nokkur hefði trúað fyrir
fáeinum árum að þeir gætu
fengið. En andstæðingar
flokksins geta vissulega hugg-
að sig við að spár sem sáust
seinustu misseri og sýndu
flokkinn með nærri 25% fylgi
og þá sem stærsta flokk þjóð-
arinnar gengu ekki eftir. Þeir
geta einnig varpað öndinni létt-
ar án þess að horfa til kannana
sem gengu svo langt. En ekki
hefði verið fráleitt að ætla að
fylgi SD kynni að liggja nærri
20% marki, því það hefði átt
góða stoð í könnunum yfir
langt tímabil. Hefði það gengið
eftir og SD orðið næst stærsti
flokkur Svíþjóðar hefði með
góðum rökum mátt segja að hið
pólitíska landslag í Svíþjóð
væri gjörbreytt og það jafnvel
varanlega.
Þótt SD sé vissulega sig-
urvegari kosninganna er sig-
urinn ekki eins afgerandi og
menn vonuðu eða óttuðust.
Hefðbundnu flokkarnir höfðu
reynt, í þéttu samstarfi við sína
menn á fjölmiðlum, að þegja
flokkinn í hel. Þegar það gekk
ekki að stimpla hann sem
óbermi sem enginn mætti um-
gangast, enda stefnumálin fas-
ísk, nasísk og rasísk og boð-
skapurinn eftir því. Ekkert af
þessu dugði, þótt ótrúlega
langt væri gengið.
Síðustu misserin hafa flokk-
arnir breytt um áherslur. Þeir
hafa í sífellt auknum mæli tekið
meira mið af gagnrýni SD án
þess að viðurkenna það, enda
erfitt vegna velþekktra skil-
greininga þeirra sjálfra. Kosn-
ingaúrslitin sýndu að sú við-
leitni hefur skilað nokkrum
árangri. Því er ekki óhugsandi
að SD hafi loks náð þeim toppi
sem andstæðingar þeirra héldu
að orðið hefði í kosningunum
2010 þegar þeir komust fyrst á
þing.
Þá fékk flokkurinn 5,7% og
20 þingmenn. Aðeins átta árum
síðar var flokkurinn komin í
17,6% og með 62 þingmenn á
þingi. Sá sem hefði séð þetta
fyrir á kosninganótt í sept-
ember 2010 hefði verið talinn
afglapi og vitfirringur.
Sögulegar kosn-
ingar í Svíþjóð en
ekki sú bylting sem
sumir spáðu}
Er toppi loks náð?
A
lþingi kemur saman í dag. Kom-
andi þingvetur er spennandi en
jafnframt blasa við stórar áskor-
anir um að halda við þeim efna-
hagsstöðugleika sem náðst hefur
á liðnum árum. Sá árangur er ekki sjálfsagður.
Kaupmáttur er meiri en hann var 2007, laun
eru há, verðbólga er lág og atvinnuleysi er lítið.
Þennan árangur þarf að verja en honum stend-
ur ógn af stöðunni á vinnumarkaði og gegndar-
lausum útgjöldum hins opinbera. Á sama tíma
viljum við gera betur á svo mörgum sviðum,
byggja upp grunnstoðir samfélagsins, lækka
skattbyrði og skapa umhverfi þar sem Íslend-
ingar geta sótt fram.
Ríkisstjórnin einsetti sér að einhenda sér í
þau verkefni sem koma Íslandi í fremstu röð og
búa þannig um hnútana að hér verði gott að lifa
og starfa fyrir unga sem aldna. Það eru stór
markmið. Til að koma Íslandi í fremstu röð þarf að hafa
framtíðarsýn. Því miður snúast stjórnmál allt of oft um
kerfisbundin vandamál dagsins og því gefa stjórnmála-
menn sér of lítinn tíma til að huga að framtíðinni. Það er
stundum sagt að stjórnmálamenn hugsi alla hluti í kjör-
tímabilum – og því miður kann það að vera rétt. Á því eru
þó undantekningar eins og þegar ríkisstjórnin kynnti
langtímaáætlun í loftslagsmálum í vikunni. Það hefur fjár-
málaráðherra einnig gert með því að leggja áherslu á
ríkisfjármálaáætlun til lengri tíma.
Ríkisútgjöldin eru einn þeirra þátta sem þarf að huga
að til lengri tíma. Til að vera í fremstu röð þurfum við að
skipuleggja ríkisfjármálin til lengri tíma, hvort
sem litið er til tekna eða útgjalda. Til eru þeir
stjórnmálamenn sem veigra sér hvergi í kröf-
um um aukin ríkisútgjöld, menn tala um að
heilu stofnanirnar séu „fjársveltar“ og aldrei
er skortur á verkefnum sem þurfa aukið fjár-
magn eða verkefnum sem ríkið ætti að sjá um.
Stjórnmálamenn eiga það til að líta á vasa
skattgreiðenda sem óþrjótandi uppsprettu
fjármagns. Það fjármagn á í nær öllum til-
vikum að nýta til að stækka ríkið með einum
eða öðrum hætti. Við verðum þó að horfast í
augu við það að sum mál verða ekki leyst með
auknum útgjöldum, auknu eftirliti eða fleiri
reglum.
Við þurfum líka að huga að mikilvægum
kerfisbreytingum og finna leiðir til að nýta
fjármagnið betur. Ríkið gerir það ekki eitt og
sér – og reyndar síst – heldur þarf til frjóa
hugsun einkaframtaks og frelsis. Ríkisvaldið mun ekki
stefna Íslandi í fremstu röð þjóða. Þangað komumst við
með því að gefa einkaaðilum svigrúm til að hefja rekstur,
koma fram með hugmyndir, taka áhættu og standa upp
aftur þó svo að þeim mistakist. Við vöndum okkur með því
að sýna ábyrgð í ríkisfjármálum, með því að halda aftur af
útþenslu ríkisins og með því að skapa einkaaðilum svig-
rúm til að starfa. Þannig skipum við Íslandi í fremstu röð.
aslaugs@althingi.is
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Vöndum okkur
Höfundur er formaður utanríkismálanefndar
og ritari Sjálfstæðisflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Bændur geta þetta ekkilengur, þeir eru komnir aðfótum fram. Annaðhvortverður ríkið að koma að
þessu og aðstoða menn í gegnum
þetta erfiðleikatímabil eða greinin
leggst af,“ segir Einar Eðvald Ein-
arsson, loðdýrabóndi á Syðra-
Skörðugili í Skagafirði og formaður
Sambands íslenskra loðdýrabænda.
Loðdýraræktin er í stórfelldum
taprekstri þriðja árið í röð vegna
lækkunar á heimsmarkaðsverði á
skinnum. Niðursveiflan hefur verið
óvenju löng og voru vonir bundnar
við að verðið færi aftur að síga upp á
við á þessu ári. Það hefur ekki orðið
og á yfirstandandi skinnauppboði
danska uppboðshússins þar sem öll
íslensku skinnin eru seld var eft-
irspurn lítil og verðið lækkaði enn.
20% verðlækkun
Á uppboðinu, sem stendur yfir í
ellefu daga, voru 7,7 milljónir skinna
til sölu. Boðin í fyrsta flokks skinnin
voru það lág að uppboðshúsið dró
þau í stórum stíl til baka í þeim til-
gangi að verja þau enn meira verð-
falli. Niðurstaðan varð sú að aðeins
30-35% af gæðaskinnunum seldust.
Á þessu síðasta uppboði ársins er
talsvert af skinnum af lakari gæðum
og þau eru látin fara á því verði sem
býðst.
Miðað við stöðuna í gær var
meðalverð íslenskra skinna á öllu
sölutímabilinu komið niður í 188
danskar krónur, eða 3.100 krónur ís-
lenskar. Er þetta 20% lækkun frá
síðasta ári, sem þó var talið lélegt.
Framleiðslukostnaður á hvert
skinn er áætlaður um 6.000 krónur
þannig að söluverðið dugar fyrir um
helmingi af kostnaði. Það nær að
dekka fóðurkostnað dýranna en lítið
meira.
Einar hefur heyrt í mörgum
minkabændum og segir hljóðið í
þeim afar dauft. Þeir séu komnir
upp að vegg fjárhagslega. Hagn-
aðurinn sem varð í síðustu upp-
sveiflu er fyrir löngu uppurinn og
menn búnir að skera niður allan
þann kostnað sem hægt er.
Engin teikn eru á lofti um um-
skipti í heimsmarkaðsverði. Enn er
verið að glíma við birgðir frá offram-
leiðslutímanum. „Sagan segir okkur
að það er með ólíkindum að við séum
á þriðja lélega árinu í röð. Verðið
getur ekki annað en farið upp en
hvort það gerist á næsta ári eða þar-
næsta getur enginn vitað með
vissu,“ segir Einar.
Þekking og fjárfesting
Einar segir að Samband ís-
lenskra loðdýrabænda hafi verið í
viðræðum við stjórnvöld um mögu-
leika á aðstoð við að halda lífi í loð-
dýraræktinni. Hann færir þau rök
fyrir aðkomu ríkisins að loðdýra-
rækt sé umhverfisvæn búgrein, nýti
úrgang frá matvælavinnslu sem ann-
ars þurfi að urða með tilheyrandi til-
kostnaði. Þetta sé gjaldeyris-
skapandi grein með
útflutningsverðmæti upp á 600 millj-
ónir þótt tekjurnar hafi lækkað
vegna verðfalls og hún skapi nokkra
tugi starfa á landsbyggðinni. „Það er
búið að fjárfesta gífurlega í grein-
inni, í búrum, húsum og lífdýrum, og
bændur hafa aflað sér þekkingar og
reynslu. Við erum með aðra eða
þriðju bestu framleiðslu í heiminum.
Sú þekking og fjárfesting tapast öll
ef þetta fer til verri vegar,“ segir
Einar.
Ákvörðun um framtíðina þurfa
bændur að taka í október því þeir
byrja að farga dýrum í nóvember.
Þá þarf það að liggja fyrir hvort rík-
ið kemur þeim til aðstoðar.
Verðið dugar fyrir
helmingi kostnaðar
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Loðdýrabóndi Einar Eðvald Einarsson rekur stórt loðdýrabú á Syðra-
Skörðugili í Skagafirði. Hann er einn þeirra 18 bænda sem enn þrauka.
„Ég er að skoða mín mál, eins
og aðrir. Skoða hvort ég hætti í
haust eða hvort hægt er að
halda áfram. Ég er búinn að
vera í þessu í 35 ár. Niður-
sveiflan er með þeim verstu
sem við höfum lent í,“ segir
Kristján Jónsson sem rekur
minkabú á Óslandi í Skagafirði
og er formaður loðdýrarækt-
enda í héraðinu. Hann segir að
allir loðdýrabændur séu að
íhuga stöðuna enda erfitt fyrir
marga að þrauka lengur án
utanaðkomandi aðstoðar. Hann
segir að við erfiðleika á mörk-
uðum bætist hátt gengi ís-
lensku krónunnar undanfarin ár.
Eru að meta
stöðu sína
MINKABÆNDUR
Útflutningur Íslensku skinnin eru
boðin upp í Kaupmannahöfn.