Morgunblaðið - 11.09.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.09.2018, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2018 Ísumar hefur staðið yfir útisýn-ing á vegum Listasafnsins áAkureyri á völdum stöðum íog við miðbæ bæjarins. Í kynningu á sýningunni sem ber yfir- skriftina Fullveldið endurskoðað seg- ir að markmiðið sé að „sýna nýja hlið á stöðu fullveldis Íslands á okkar tím- um“ með verkum sem eiga að „fá áhorfendur til að velta fyrir sér hug- myndum, útfærslu og fjölbreyttum sjónarhornum tengdum fullveldinu“. Þessi stutta lýsing gefur loforð um ferska og mögulega spennandi nálg- un. Hún gefur einnig fyrirheit um að listamennirnir hafi verið fengnir til að takast á við þá ögrun að gera verk sem gætu staðið úti í nokkra mánuði. Raunin er hins vegar önnur, og því útkoman meira en lítil vonbrigði. Sýningarstjórunum, Hlyni Halls- syni safnstjóra og Guðrúnu Pálínu Guðmundsdóttur, fræðslufulltrúa, til málsbóta má segja að þau fullyrða hvergi að á sýningunni séu úti- listaverk í hefðbundnum skilningi. En þau segja ekki heldur að þarna sé á ferðinni sýning þar sem meirihluti verkanna er sýndur sem eftir- prentanir. Þetta á við um sex af tíu verkum, sem eru sýnd í formi ljós- mynda af málverkum og teikningum. Fyrst er að nefna ljósmynd af mál- verki eftir Guðmund Ármann Sigur- jónsson, sem hann kallar „Hugsað til Sigurðar málara“. Upprunalega verkið er sagt vera olíumálverk, gert eftir vel þekktri teikningu af telpu eftir Sigurð Guðmundsson málara. Af ljósmyndinni að dæma hefur mál- verkið öll höfundareinkenni Guð- mundar Ármanns, sem notar gjarnan ljósa liti og ber málninguna þunnt á flötinn. Val listamannsins á myndefni er sérkennilegt en gefur engu að síð- ur tilefni til ýmissa vangaveltna sem tengjast viðfangsefni sýningarinnar, þar sem skírskotað er til listsögu- legrar fortíð og tengsla hennar við hugmyndir um íslenska þjóðmenn- ingu í löngum aðdraganda að stofnun fullveldisins. Málverkið nýtur sín hins vegar engan veginn, þar sem það er sett fram sem eftirprentun á þunnan pappír sem er límdur á ál- plötu. Platan er á að giska 100 x 50 cm og fest á stöng sem er lóðuð niður í steypta undirstöðu. Þannig eru öll verkin á sýningunni sett fram, og komið fyrir á misvel völdum stöðum í bænum. Hin maleríska áferð sem skiptir sköpum ef ætlunin er að njóta verka Guðmundar Ármanns flest út á ljós- myndinni sem virkar ósköp lítil og einmana, þar sem hún er á miðri gagnstétt fyrir framan menningar- húsið Hof. Spölkorn þaðan eru þrjú önnur verk, á tveimur stöplum, á göngustíg við Drottningarbrautina. Þau tvö fyrstu snúa bökum saman á sömu stöng, skammt frá höfn nokk- urra hvalaskoðunarbáta. Þetta eru ljósmyndir af teikningu eftir Re- bekku Kühns og málverki eftir Kar- ólínu Baldursdóttur. Verk Rebekku er teikning af Herðubreið, sem virð- ist ekki vera í neinu samhengi við við- fangsefni sýningarinnar. Karólína kemst nær því, þar sem hún reynir að takast á við hefð landslagsmálverks- ins, en ræður engan veginn við við- fangsefnið „fullveldi“ og gerir úr því frekar dapran brandara. Fjórða verkið við Drottningarbrautina er mun betur heppnað. Það er upp- runalega ljósmynd tekin í Los Angel- es, og sýnir hóp einstaklinga grúfa sig ofan í snjallsíma með hið fræga merki HOLLYWOOD í bakgrunni. Verkið heitir „Snjallsímasjálfstæði“ eftir Snorra Ásmundsson, og hittir ágætlega í mark í þessu samhengi. Það er líka vel staðsett, við strætó- stoppistöð, skammt frá gatnamótum Drottningarbrautar og Kaupvangs- strætis. Í sjálfu Kaupvangsstrætinu er annað ljósmyndaverk, „Rauðbux- ur og grænsokkur“ eftir Hrefnu Harðardóttur, staðsett fyrir framan innganginn að Ketilhúsinu. Þar hafa berir kvenmannsfótleggir í grænum sokkum þurft að berjast um athygli við girðingar og stillansa bygging- arverktaka sem unnið hefur að fram- kvæmdum við listasafnið í allt sumar. Í sjálfum miðbænum, göngugöt- unni Hafnarstræti og á Ráðhústorg- inu, hefur tveimur verkum verið komið fyrir. „Kola“ eftir Jón Laxdal er samansett af ljóði og svarthvítri ljósmynd af ready-made skúlptúr- verki. Hér hentar lágstemmdur tónn svarthvítrar ljósmyndar og texta formatinu ágætlega, auk þess sem innihaldið er skemmtilega margrætt í ljósi viðfangsefnis sýningarinnar. Hitt verkið er ljósmynd „Án titils“ eftir Ólaf Ólafsson og Libiu Castro, sem sýnir listamennina, íklædda upp- hlut, standa fyrir framan dagsetn- inguna 20. október 2012. Ólafur og Libia eru einu listamennirnir á sýn- ingunni sem hafa beinlínis gert spurningar um fullveldi, sjálfstæði og þjóðerni að miðpunkti listsköpunar sinnar, og því er óhætt að fullyrða að verk þeirra fái sorglega lítið pláss á sjálfu Ráðhústorginu. Skilaboðin sem það flytur drukkna í „hávaða“ frá ljósastaurum, bekkjum, stöplum og söluturnum, og vekja nánast enga at- hygli. Það sama verður ekki sagt um verk Gunnars Kr., sem er staðsett fyrir framan innganginn að Sundlaug Akureyrar og fer ekki framhjá nein- um sem ætlar í sund. Hvort verkið á skilið þá athygli sem það fær stað- setningarinnar vegna, má hins vegar deila um. Þarna eru á ferðinni frekar léleg og hroðvirknislega unnin „snið- ugheit“ um Jónas Hallgrímsson og Hraundranga, búin til úr tveimur smurbrauðsneiðum. Þá eru ónefndar tvær eftirprentanir af málverkum eftir Jónínu Björgu Helgadóttur og Samúel Jóhannsson, sem komið hef- ur verið fyrir á horni Kaupvangs- strætis og Laugagötu og eiga það sameiginlegt með verki Guðmundar Ármanns að njóta sín engan veginn. Við erum alltaf að horfa á eftir- prentanir af listaverkum í bókum og á vefnum, og hljótum því að geta gert þá kröfu að fá að horfa á frummyndir á sýningum sem settar eru upp á veg- um opinberra safna. Sé slíkt ekki í boði, getum við alveg eins haldið áfram að fletta bókum og vafra um á netinu. Þegar eftirprentanirnir gera auk þess ekkert til að hjálpa verk- unum sem þær sýna, hljótum við að spyrja, til hvers og fyrir hvern verið var að setja sýninguna upp. Eigum við skilið eftirprentanir? Fullveldissýning Rýnir segir útkomuna „meira en lítil vonbrigði.“ Verk Hrefnu Harðardóttur er við Ketilhúsið. Listasafnið á Akureyri mnnnn Fullveldið endurskoðað. Útisýning í miðbæ Akureyrar, stendur til 23. september. MARGRÉT ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR MYNDLIST Kvikmynd mexíkóska leikstjórans og handritshöfundarins Alfonsos Cuaróns, Rome, hreppti Gullna ljón- ið og var valin sú besta á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum sem lauk um helgina. Kvikmyndin var framleidd af streymisveitunni Net- flix og er þetta í fyrsta skipti sem kvikmynd á hennar vegum vinnur svo virt verðlaun fyrir listræna kvik- mynd. Heiti kvikmyndarinnar, sem gagnrýnendur hafa ausið lofi, vísar ekki til höfuðborgar Ítalíu heldur hverfisins í Mexíkóborg þar sem Cu- arón ólst upp. Hún er tekin í svart- hvítu og fjallar um konur; móður leikstjórans og tvær þjónustu- stúlkur sem aðstoðuðu við uppeldi hans. Þegar Cuarón veitti verðlaun- unum viðtöku hrósaði hann hátíðinni fyrir tímasetninguna, þar sem þau voru veitt á afmælisdegi móður hans sem verkið fjallar um. The Favorite hreppti aðalverð- laun dómnefndar, sem eru önnur að- alverðlaun Feneyjahátíðarinnar á eftir Gullna ljóninu. Olivia Colman var valin besta leikkonan fyrir túlk- un sína á Önnu drottningu í kvik- myndinni. Samkvæmt The Guardian þykir rýnum sem Colman sýni þar sinn besta leik til þessa. Hún tekur senn til við að túlka aðra drottningu, Elísabetu, þegar hún tekur við af Claire Foy í þriðju þáttaröð Netflix- þáttanna The Queen. Meðal annarra aðalleika í The Favorite eru Rachel Weisz og Emma Stone. Willem Dafoe var valinn besti karlleikarinn fyrir túlkun sína á list- málaranum Vincent van Gogh í kvik- myndinni At Eternity’s Gate. Eini kvenleikstjórinn í keppni há- tíðarinnar, Jennifer Kent, hreppti síðan sérstök verðlaun dómnefndar fyrir blóðuga spennukvikmynd sína, The Nightingale. Aðalkarlleikari henar, Baykali Ganambarr, hreppti verðlaunin sem veitt eru efnilegasta karl- eða kvenleikaranum í kvik- myndum hátíðarinnar. Cuarón hreppti ljónið AFP Ánægður Leikstjórinn Alfonso Cuarón hampar Gullna ljóninu. Best Olivia Colman með bikarinn. /////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// ///////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.