Morgunblaðið - 11.09.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.09.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2018 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Mikil óvissa er um hvers konar ríkis- stjórn verður mynduð eftir þing- kosningarnar í Svíþjóð á sunnudag- inn var og margir telja líklegt að stjórnarmyndunin taki margar vik- ur, jafnvel mánuði. Eins og búist hafði verið við fékk hvorugt gömlu flokkabandalaganna meirihluta þingsæta. Tveir stærstu flokkarnir misstu fylgi samkvæmt síðustu kjörtölum í gær þegar eftir var að telja utankjörstaðaratkvæði. Sósíaldemókratar fengu 28,4%, misstu 2,8 prósentustig, og hægri- flokkurinn Moderaterna fékk 19,8%, missti 3,5 prósentustig. Þetta er minnsta kjörfylgi sem Sósíal- demókratar hafa fengið í rúma öld. Svíþjóðardemókratarnar, flokkur þjóðernissinna, juku fylgi sitt mest, eða um 4,7 prósentustig, og fengu 17,6 prósent atkvæðanna. Umhverfisflokkurinn, sem er í minnihlutastjórn með Sósíal- demókrötum, tapaði 2,5 prósentu- stigum og fékk 4,3% greiddra at- kvæða. Vinstriflokkurinn, sem hefur stutt stjórnina á þinginu, jók fylgi sitt um 2,2 prósentustig, fékk 7,9%. Tveir flokkanna fjögurra í banda- lagi mið- og hægriflokkanna styrktu stöðu sína á þinginu. Miðflokkurinn fékk 8,6%, jók fylgi sitt um 2,5 pró- sentustig, og Kristilegir demókratar fengu 6,4%, bættu við sig 1,8 pró- sentustigum. Frjálslyndi flokkurinn stóð nánast í stað, fékk 5,5%. Rauðgrænu flokkarnir þrír fengu samtals 144 þingsæti og 40,6% at- kvæðanna. Bandalag mið- og hægri- flokkanna fékk 143 þingsæti og 40,3%. Svíþjóðardemókratarnir styrktu oddastöðu sína á þinginu og fengu 62 þingsæti. Skipting þingsætanna gæti þó breyst því að eftir er að telja utan- kjörstaðaratkvæði og lokatölurnar verða birtar á morgun. Munurinn á fylgi bandalaganna tveggja er innan við 30.000 og eftir er að telja nær 200.000 atkvæði. Að sögn sænskra fjölmiðla eru Svíþjóðardemókrat- arnir aðeins 238 atkvæðum frá því að taka þingsæti af Miðflokknum. Nokkrir möguleikar ræddir Jan Teorell, prófessor í stjórn- málafræði við Lundarháskóla, segir að það eina sem virðist öruggt núna sé að stjórn Sósíaldemókrata og Umhverfisflokksins víki. Ef Stefan Löfven, leiðtogi Sósíaldemókrata, reyni að halda völdunum þurfi að fara fram atkvæðagreiðsla um for- sætisráðherraembættið innan tveggja vikna eftir að nýtt þing verð- ur sett 24. september. Mjög líklegt sé að Svíþjóðardemókratarnir og bandalag mið- og hægriflokkanna fjögurra felli þá minnihlutastjórn- ina. Bíði Löfven ósigur í atkvæða- greiðslunni er líklegt að forseti ný- kjörins þings feli Ulf Kristersson, leiðtoga Moderaterna, að mynda nýja stjórn. Ekki er þó víst að hon- um takist það vegna þess að hann er ekki með meirihluta á bak við sig á þinginu. Næsti forsætisráðherra þarf þó ekki endilega að njóta stuðnings þingmeirihluta því að honum dugar að koma í veg fyrir að meirihluti, eða minnst 175 þingmenn, greiði at- kvæði gegn honum. Hugsanlegt er t.a.m. að Kristersson geti myndað minnihlutastjórn ef Svíþjóðar- demókratarnir fallast á að greiða ekki atkvæði gegn henni. Nefndir hafa verið nokkrir stjórnarmyndunarmöguleikar sem byggjast á því að gömlu flokka- bandalögin riðlist. M.a. hefur verið rætt um að Sósíaldemókratar og Umhverfisflokkurinn myndi stjórn með Miðflokknum og Frjálslynda flokknum. Forystumenn síðar- nefndu flokkanna hafa léð máls á slíku samstarfi en sá hængur er á að flokkarnir fjórir eru aðeins með samtals 166 þingsæti, eins og staðan er núna. Til að geta myndað rík- isstjórn þurfa annaðhvort Mod- eraterna, Kristilegir demókratar eða Vinstriflokkurinn að samþykkja að verja minnihlutastjórnina falli og ekki er víst að það gerist, að því er fréttavefur sænska ríkisútvarpsins hefur eftir Teorell. Hugsanlegt er einnig að mið- og hægriflokkarnir fjórir myndi minni- hlutastjórn með Umhverfis- flokknum (alls 158 þingsæti) eða að Sósíaldemókratar og Moderaterna hefji stjórnarsamstarf (171 sæti), en Teorell telur það ólíklegt. Gyðinga- og múslímahatur Jimmie Åkesson, leiðtogi Sví- þjóðardemókratanna, hefur sagt að hann vilji helst að flokkur sinn verði í ríkisstjórn með Moderaterna og Kristilegum demókrötum. Teorell telur ólíklegt að samkomulag náist um slíka stjórn næstu vikurnar. Það geti þó gerst seinna ef einhver önnur minnihlutastjórn verður mynduð en bíður síðan ósigur í atkvæðagreiðslu á þinginu um ný fjárlög. Teorell segir að óljóst sé hvort Svíþjóðardemókratarnir séu tilbúnir að verja stjórn mið- og hægriflokk- anna fjögurra falli með því að greiða ekki atkvæði gegn henni. Ákvæðu þeir að fella mið- og hægristjórn á þinginu yrði boðað til nýrra kosn- inga og þeir tækju þá áhættu að vera kennt um stjórnarkreppuna og missa fylgi. Leiðtogar hægri- og miðflokkanna fjögurra hafa ekki léð máls á stjórnarsamstarfi við Svíþjóðar- demókratana vegna stefnu þeirra í innflytjendamálum og ásakana um að þeir ali á kynþáttahatri. Flokk- urinn á rætur að rekja til nas- istahreyfinga. Á meðal stofnenda hans árið 1988 voru nokkrir nas- istar, þ.á m. Gustaf Ekström sem gekk í Waffen-SS-hersveitir þýskra nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Einn forystumanna flokksins var um tíma í samstarfi við útvarpsstöð ísl- amskra öfgamanna sem breiddi út áróður um „heimssamsæri gyðinga“. Åkesson hefur reynt að milda ímynd Svíþjóðardemókratanna til að auka fylgi þeirra en flokkurinn á langt í land með að þvo af sér öfga- stimpilinn, m.a. vegna hatursfullra yfirlýsinga fulltrúa flokksins á sam- félagsmiðlum um innflytjendur, einkum múslíma. Flokkabandalögin gætu riðlast  Talið er að stjórnarmyndunin í Svíþjóð geti tekið margar vikur og hugsanlega mánuði  Reynt að mynda ríkisstjórn án Svíþjóðardemókratanna  Flokkurinn hefur ekki þvegið af sér öfgastimpilinn Fráfarandi þing Nýtt þ ing Sænska þingið Heimildir: Riksdagen.se, valresultat.svt.se Vinstriflokkurinn Sósíaldemókratar Umhverfisflokkurinn Hægriflokkurinn Moderaterna Kristilegir demókratar Óháðir 113 101 28 15 62 31 19 70 23 25 42 81922 83 1621 Svíþjóðardemókratarnir Eftir er að telja utankjörstaðaratkvæði Svía sem búa erlendis Frjálslyndi flokkurinn Miðflokkurinn 349 sæti ? Mikil óvissa er fram undan í stjórn- málunum að sögn sænskra blaða. AFP Leiðtogarnir Stefan Löfven fer fyrir Sósíaldemókrötum, Ulf Kristersson hægriflokknum Moderaterna og Jimmie Åkesson Svíþjóðardemókrötunum. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna sögðu í gær að rúmlega 30.000 manns hefðu flúið frá Idlib-héraði og nálægum svæðum í norðvestanverðu Sýrlandi fyrstu daga sepembermán- aðar vegna loftárása stjórnarhersins sem býr sig undir að hefja innrás í héraðið með hjálp Rússa og Írana til að ná því á sitt vald. Embættismenn OCHA, Samræm- ingarskrifstofu mannúðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna, sögðu að 30.452 manns hefðu flúið frá Idlib og hluta Hama-héraðs dagana 1.-9. september. Þeir vöruðu einnig við því að átökin í Idlib gætu leitt til „mestu stríðshörmunga og mesta mannfalls 21. aldarinnar“. Um þrjár milljónir manna eru núna í Idlib og nálægum átakasvæð- um. Um helmingur þeirra hefur þeg- ar flúið heimkynni sín og margir aðr- ir eru háðir matvælaaðstoð hjálpar- stofnana, að sögn OCHA. Varað við stríðs- hörmungum í Idlib AFP Á flótta Sýrlensk stúlka í flóttamannabúðum nálægt landamærunum að Tyrklandi eftir að hafa flúið loftárásir stjórnarhers Sýrlands á Idlib-hérað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.