Morgunblaðið - 11.09.2018, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2018
✝ Klara Jóhanns-dóttir fæddist á
Húsavík 16. nóv-
ember 1947. Hún
lést á gjörgæslu-
deild Landspítalans
4. september 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Helga Guð-
jónsdóttir, f. 6. des-
ember 1912, d. 20.
september 1977, og
Jóhann Benedikts-
son, f. 14. júlí 1910, d. 27. febrúar
1977. Bróðir Klöru er Jón Ómar
Jóhannsson, f. 28. október 1955,
kvæntur Kristínu Guðmunds-
dóttur.
Börn Klöru eru: 1) Jóhanna
Soffíu Dögg, f. 17. október 1995.
3) Daði Pétur Nez, verkamaður,
f. 29. apríl 1976.
Klara ólst upp á Húsavík til
fimm ára aldurs en þá flutti hún
með foreldrum sínum til Reykja-
víkur þar sem hún bjó til æviloka,
fyrst í miðbænum en lengst af í
Breiðholti. Klara gekk í Mið-
bæjar- og Langholtsskóla en
þurfti ung að hverfa frá námi til
að vinna fyrir fjölskyldunni. 15
ára hóf hún störf hjá Sænska
frystihúsinu, fór síðar á síld,
vann svo bæði á saumastofu og
Landspítalanum en lengstan
starfsaldur átti hún hjá Seðla-
banka Íslands þar sem hún vann í
yfir 30 góð ár eða þar til hún hóf
krabbameinsmeðferð í janúar
2016 en þá hafði hún hafði verið
greind með beinmergsæxli.
Útför Klöru fer fram frá
Garðakirkju á Álftanesi í dag, 11.
september 2018, og hefst athöfn-
in klukkan 13.
Helga Halldórs-
dóttir, lögfræð-
ingur, f. 19. febrúar
1968, maki Frank
Josef Büchel, lög-
fræðingur, f. 14.
apríl 1970. Börn
þeirra eru Tryggvi
Már, f. 15. janúar
2011, og Sóley
Tinna, f. 29. júní
2014. 2) Arnheiður
Ösp Hjálmarsdóttir,
kennari, f. 21. júlí 1972, maki
Andri Marteinsson, viðskipta-
fræðingur, f. 8. ágúst 1965. Son-
ur þeirra er Orri, f. 5. febrúar
2014. Fyrir átti Andri Martein
Gauta, f. 16. janúar 1992, og
Það er með sorg en þó vissum
létti sem ég kveð elsku mömmu
mína. Þótt það sé óendanlega sárt
að geta ekki haft hana áfram hjá
okkur er um leið gott að hugsa til
þess að nú þjáist hún ekki lengur.
Síðastliðin þrjú ár voru henni
mjög erfið og það hefur verið
þungbært að horfa upp á hana
missa heilsuna. Þrátt fyrir hvert
áfallið á fætur öðru þá var ótrúlega
seigt í henni og ég var farin að trúa
því að hún yrði allra kerlinga elst.
En því miður þá reyndist síðasta
áfallið of erfitt.
Það er erfitt að setja í eina
stutta grein allt sem maður myndi
vilja segja um hana. Hún var hvers
manns hugljúfi í starfi sínu, ávallt
tilbúin að ganga í hvaða störf sem
er og talaði um fólkið í bankanum
eins og ættingja sína sem við syst-
ur þekktum ekkert. Henni þótti
óskaplega gaman að tala við fólk
og gat bryddað upp á samræðum
við hvern sem var og kynntist fólki
við ótrúlegustu aðstæður.
Hún var fróð, góð íslensku-
manneskja og las mikið. Hún
fylgdist vel með og var alveg fárán-
lega minnug, það var hreinlega
hægt að fletta upp í henni.
Bækur voru hennar veikleiki og
hún gat aldrei sagt nei þegar ein-
hver bóksali bankaði upp á hjá
henni þrátt fyrir að eiga engan
pening. Hún sagði alltaf að þetta
væri arfurinn til mín en við mæðg-
urnar deildum ást á bókum.
Hún var mikil kisukona og
saknaði þess mikið að geta ekki
verið með kisu undir það síðasta og
ég trúi því að Míó okkar hafi tekið
vel á móti henni en hún saknaði
hans sárt.
Mamma var snillingur í hönd-
unum, prjónaði listavel og það hafa
ófá börn fengið dásamleg ullar-
teppi að gjöf sem mamma prjón-
aði.
Hennar stærsta afrek og mesta
stolt var þó að koma börnum sín-
um til manns. Nú skil ég betur
hvað hún þurfti að leggja mikið á
sig.
Sem elst í hópnum fór ég
snemma að deila með henni
ábyrgð á heimilinu og systkinum
mínum. Það litaði alltaf okkar
samband og oft var ekki ljóst hvor
væri mamman og hvor dóttirin
enda sagði mamma að ég hefði
verið mamma hennar í fyrra lífi,
en það hafði einhver spámiðill
sagt henni og sagði að það út-
skýrði okkar samband.
Mamma beið lengi eftir að
verða amma og varð því ólýsan-
lega glöð þegar hún frétti að það
væri loksins að gerast. Það var svo
ást við fyrstu sýn þegar þau
Tryggvi Már hittust og hún varð
ákveðin í að lifa lengi til að geta
séð hann vaxa og dafna.
Hún var dugleg að passa hann
og hann naut þess að láta hana
lesa og syngja fyrir sig og því urðu
þau kvöld sem hún var að svæfa
hann oft löng. Aðeins meira amma
og hún gat ekki sagt nei við því.
Mömmu fannst hún rík að hafa
eignast þrjú dásamleg barnabörn
og vildi alltaf vera að gefa þeim
eitthvað en þannig var hún, örlát
og tjáði tilfinningar sínar og þakk-
læti með gjöfum.
Á þessum tímamótum er mér
efst í huga þakklæti fyrir allt sem
hún hefur gert fyrir mig, styðja
mig til náms, hvetja mig áfram og
vera endalaust stolt af mér.
Elsku mamma, ég trúi því að
þú munir halda áfram að vaka yfir
okkur og við munum halda minn-
ingunum um þig á lífi og tryggja
það að börnin muni eftir ömmu
sem elskaði þau heitt.
Þín stóra stelpa,
Jóhanna.
Ég kveð elsku bestu mömmu
mína með miklum söknuði. Mér
finnst svo óraunverulegt að ég sé
að skrifa minningargrein um
hana núna því um síðustu helgi
vorum við að gera okkur daga-
mun eins og svo oft um helgar. Ég
mun alltaf vera þakklát fyrir
sunnudaginn 2. september þegar
við fórum saman í verslunarleið-
angur í Kringluna og svo út að
borða í miðbænum með strákun-
um mínum. Þetta var dásamlegur
dagur hjá okkur þó að þú hafir
verið þreytt og ég keyrt þig um í
hjólastól. Þú varst svo glöð því þú
náðir að kaupa fallegar gjafir fyr-
ir barnabörnin og svolítið handa
sjálfri þér.
Þú hefur þurft að reyna svo
margt um ævina og hefur verið
einstaklega dugleg og hörð af þér
síðustu ár þrátt fyrir öll erfiðu
verkefnin sem þér hafa verið fal-
in. Síðasta verkefnið sem þú tókst
á við var of erfitt en því átti ég
ekki von á þegar ég hitti þig á
spítalanum eftir hjartaþræð-
inguna. Þú sagðir brandara og
barst þig vel og því ekki við öðru
að búast en að við myndum spjalla
saman aftur. Símtalið frá læknin-
um um nóttina var mjög erfitt en
hann sagði mér að ástand þitt
væri alvarlegt en ég trúði samt
ekki öðru en að þú myndir hafa
þetta af eins og alltaf.
Krabbameinslæknirinn þinn
var líka búinn að segja við þig
nokkrum dögum áður að þú gætir
átt 8-10 góð ár í viðbót. Þú varst
svo ánægð með þær fréttir enda
myndi það gefa þér tækifæri til að
halda áfram að sjá gullmolana
þína Tryggva Má, Orra og Sól-
eyju Tinnu vaxa og dafna.
Þú varst oft stolt af mér og því
sem ég tók mér fyrir hendur, t.d.
þegar ég lauk stúdentsprófi og út-
skrifaðist sem kennari.
Þú varst líka svo ánægð þegar
ég fór að kenna í gamla skólanum
þínum Langholtsskóla en þaðan
áttir þú svo góðar minningar. Við
ferðuðumst oft saman bæði innan-
lands og utan. Ferðin okkar til
Danmerkur sumarið 2008 var svo
æðisleg og þú talaðir reglulega
um hana.
Mér fannst svolítið skondið
þegar þú sagðir mér frá því að þú
værir alltaf að skoða veðurspá fyr-
ir Liseleje þar sem við dvöldum
vikulangt og að þú værir til í að
eiga sumarhús þar. Við töluðum
um að fara aftur til Danmerkur og
dvelja í Kaupmannahöfn þegar þú
værir orðin nógu hress til að
ferðast. Verslunarmannahelginni
2013 gleymi ég seint þegar ég
bauð þér út að borða og sýndi þér
sónarmynd af Orranum mínum og
gaf þér þá góða ástæðu til að halda
áfram með skírnarkjólinn sem þú
hafðir byrjað á mörgum árum áð-
ur.
Síðustu árin hafa mikið snúist
um samveru okkar og Orra. Þú
spurðir mig alltaf um hann þegar
við heyrðumst í síma og baðst mig
um að kyssa hann frá þér.
Ég er svo þakklát fyrir
brúðkaupsdaginn minn í sumar og
að geta haft þig hjá mér til að upp-
lifa fullkomna daginn minn með
mér.
Elsku mamma mín, ég veit að
núna líður þér betur, það huggar
mig og hjálpar mér að takast á við
sorgina sem fylgir því að hafa þig
ekki lengur hérna hjá mér. Ég
veit að þú munt passa upp á okkur
systkinin, tengdasynina og barna-
börnin. Hafðu það gott með fólk-
inu þínu hinum megin sem mun
taka vel á móti þér.
Þín dóttir,
Arnheiður Ösp
Hjálmarsdóttir.
Nú hefur Klara, kær vinkona
okkar, kvatt og hefur farið á betri
stað, þar sem henni líður vel og er
laus við erfið veikindi. Líf hennar
var ekki alltaf auðvelt en betra er
að minnast góðra stunda.
Klara hafði ákveðnar skoðanir
á mönnum og málefnum og fór
ekki leynt með þær. Við kynnt-
umst þegar við vorum unglingar
og höfum átt ánægjulegar stundir
saman í gegnum marga áratugi og
margt skemmtilegt gert. Síðustu
ár hafa gleðigjafarnir, barnabörn-
in hennar, veitt henni margar
gleðistundir og voru þau vinsælt
umræðuefni þegar við hittumst.
En nú er komið að kveðjustund.
Við þökkum Klöru fyrir sam-
veruna.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ók.)
Ásta og Sveinbjörn.
Klara
Jóhannsdóttir
Allar minningar
á einum stað
MINNINGAR er fallega innbundin bók sem hefur að
geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst
hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is.
Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni
mbl.is/minningar.
Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa
frá árinu 2000 til dagsins í dag.
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Lára Árnadóttir,
umsjón útfara
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Sendum okkar innilegustu þakkir til
ættingja og vina nær og fjær fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug vegna andláts föður
okkar,
GRÍMS M. BJÖRNSSONAR
tannlæknis.
Sérstakar þakkir sendum við starfsmönnum á Ægishrauni,
Hrafnistu í Hafnarfirði, fyrir góða umönnun og hlýtt viðmót.
Ragnheiður Þóra Grímsdóttir
Björn Grímsson
Lísbet Grímsdóttir
V. Soffía Grímsdóttir
Margrét Rósa Grímsdóttir
Magnús Orri Grímsson
Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka,
GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Núpi, V-Eyjafjöllum,
lést á dvalarheimili aldraðra Kirkjuhvoli
þriðjudaginn 4. september. Útförin fer fram
frá Ásólfsskálakirkju laugardaginn
22. september klukkan 14.
Sigríður Guðmundsdóttir Ágúst Ólafsson
Svanhvít Guðmundsdóttir Sigurður Andrésson
Gísli Guðmundsson Guðbjörg Guðmundsdóttir
systkinabörn og aðrir ættingjar
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug og vottuðu hinni
látnu virðingu við andlát og útför ástkærrar
móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
UNNAR ÞÓRÐARDÓTTUR,
áður Þorragötu 9,
Reykjavík.
Steinn Jónsson Jónína B. Jónasdóttir
Jónína G. Jónsdóttir Guðmundur Ragnarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku eiginkona mín, móðir okkar og
amma,
KRISTÍN SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
Þórðargötu 2,
Borgarnesi,
lést mánudaginn 3. september.
Útför hennar fer fram í Digraneskirkju í
Kópavogi fimmtudaginn 13. september
klukkan 13.
Jón S. Ólason
Óli Kristján Jónsson Guðbjörg Perla Jónsdóttir
Pétur Ingi Jónsson Jón Gabríel Ólason
Alda Arúnasdóttir Lárus Breki Ólason
Halldór Óli Hrannarsson
Okkur langar að
minnast Guðbjargar
frænku í örfáum orð-
um, nokkuð sem við
bjuggumst ekki við að gera strax.
Veikindin byrjuðu snögglega og
tóku frænku okkar allt of fljótt. Í
Guðbjörg
Bjarnadóttir
✝ GuðbjörgBjarnadóttir
fæddist 25. júlí
1954. Hún lést 22.
ágúst 2018.
Guðbjörg var
jarðsungin 31.
ágúst 2018.
kringum Guðbjörgu
var alltaf líf og fjör
og við eigum eftir að
sakna þess að hafa
hana ekki með okkur
í hestaferðum, rétt-
um, þorrablótum og
fleirum samkomum.
Minning hennar á
eftir að lifa lengi í
hjörtum okkar og við
erum þakklátar fyrir
að hafa kynnst elsku
Guðbjörgu frænku.
Linda Ósk Högnadóttir,
Bjarney Högnadóttir.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar