Morgunblaðið - 11.09.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.09.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2018 Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com Jón Birgir Eiríksson Arnar Þór Ingólfsson Ríkisstjórnin kynnti í gær aðgerða- áætlun í loftslagsmálum fyrir árin 2018-2030. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum þannig að Ísland standi við alþjóðaskuldbindingar sín- ar samkvæmt Parísarsamningnum, en áætluninni er einnig ætlað að styðja við stefnu stjórnvalda um kol- efnishlutleysi hér á landi fyrir árið 2040. Á næstu fimm árum verður 6,8 milljörðum króna varið til sérstakra aðgerða í loftslagsmálum hér á landi, 4 milljörðum til kolefnisbindingar, 1,5 milljörðum króna til uppbygging- ar innviða fyrir rafbíla, rafvæðingar hafna og fleiri nauðsynlegra aðgerða í orkuskiptum, um 500 milljónum króna til nýsköpunar vegna lofts- lagsmála í gegnum nýjan sjóð, Lofts- lagssjóð og um 800 milljónum króna í margvíslegar aðgerðir, svo sem rannsóknir á súrnun sjávar og aðlög- un að loftslagsbreytingum, bætt kol- efnisbókhald, alþjóðlegt starf og fræðslu á sviði loftslagsmála. Orkugjafanum verði skipt út Lagðar eru fram 34 aðgerðir sem flestar eru hluti tveggja meginmark- miða: Orkuskipta í samgöngum og á öðrum sviðum og átaki í kolefnis- bindingu og bættri landnotkun. Stefnt er að því að losun frá vega- samgöngum verði 500.000 tonn árið 2030, helmingi minni en nú. Meðal ellefu aðgerða til orku- skipta í vegasamgöngum er að ný- skráningar bensín- og díselbifreiða verði óheimilar árið 2030, þó með til- teknum undantekningum, og að út- tekt verði unnin á mögulegum ávinn- ingi þess að ráðast í tímabundið átak við úreldingu bifreiða sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, í því skyni að flýta fyrir orkuskiptum í vegasam- göngum. Einnig að stutt verði við innviði fyrir rafbíla og aðrar vist- vænar bifreiðar, sérstakt átak verði gert til að nýta metan frá urðunar- stöðum sem eldsneyti, innviðir fyrir rafhjól og reiðhjól verði bættir og að almenningssamgöngur og deilihag- kerfi í samgöngum verði efld. Til við- bótar eru sex tillögur að aðgerðum í orkuskiptum í öðrum geirum, m.a. í flugsamgöngum og í tengslum við siglingar og rekstur hafna. Í kolefnisbindingu eru fimm að- gerðir lagðar til. Efling nýskógrækt- ar og landgræðslu til kolefnisbind- ingar eru þar á meðal. Þá er lögð áhersla á að takmarkanir á fram- ræslu votlendis verði hertar og eft- irlit bætt og átak gert í endurheimt votlendis. Einnig verður hafið sam- starfsverkefni með sauðfjárbændum um minni losun kolefnis og aukna bindingu við búskap og landnotkun. Efnahagslegt sjálfstæðismál Sjö ráðherrar stóðu að fundinum í gær, þeirra á meðal Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, sem sagði verkefnið risavaxið og að með áætluninni væru tekin fyrstu skrefin í að umbylta samgöngukerf- inu með því að skipta úr olíu yfir í aðrar og umhverfisvænni leiðir til að knýja það áfram. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í ræðu sinni að áætlunin væri ekki aðeins til þess fallin að takast á við þær áskoranir og ógnir sem steðjuðu að mannkyn- inu vegna loftslagsbreytinga, heldur myndi hún einnig stuðla að betra lífi og sjálfbærari tilveru á Íslandi. „Það er í því fólgið stórkostlegt tækifæri fyrir okkur ef við náum að taka þessar tæknibreytingar okkur til handargagns við að byggja sam- göngur í landinu á sjálfbærum inn- lendum orkugjöfum, í stað þess að sækja orkuna til annarra landa í formi olíu. Það er eitt og sér efna- hagslegt sjálfstæðismál,“ sagði hann í samtali við mbl.is í gær. Slagkraftur með fjármagninu Nokkrir ráðherranna nefndu að auknar fjárveitingar til loftslags- mála væri til marks um alvöru um málaflokkinn. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði að straum- hvörf hefðu orðið í fjárveitingum til loftslagsmála. „Þau birtust auðvitað í fjármálaáætluninni okkar síðastlið- ið vor og í síðustu fjárlögum, en það má segja að nú sé það staðfest hvernig við ætlum að verja þessum fjármunum og það skiptir auðvitað máli að fjárfesta í þessum gríðarlega mikilvægu málaflokkum,“ sagði hún. Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði tækifæri felast í því að orku- skipti væru efnahagslega jákvæð að- gerð fyrir Ísland vegna gjaldeyris- sparnaðar. Með því að nota endurnýjanlega orku sem framleidd væri hér á landi lækkaði rekstrar- kostnaður ökutækja umtalsvert og ávinningurinn kæmi neytendum til góða. Eftir sem áður mætti standa undir vegakerfinu með gjaldtöku. Nefndi hann að net rafhleðslustöðva þyrfti að þétta með hjálp einkaaðila. Þannig gætu bændur jafnvel fram- leitt eigin orku með afgasi af mykju og sett upp hleðslustöðvar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, sagði gríðarlegan áhuga meðal bænda á því að gera betur á sviði loftslags- mála. Nefndi hann að von væri á til- lögum frá sauðfjárbændum um kol- efnisbindingu og sambærileg vinna væri í öðrum búgreinum einnig. Blásið til sóknar í loftslagsmálum  Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018-2030 kynnt í gær  Áherslan á orkuskipti og kolefnisbindingu  Bensín- og dísilbílar verði bannaðir fyrir árið 2030  Fyrstu skrefin að umbyltingu samgöngukerfisins Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Loftslagsmál Sjö ráðherrar ríkisstjórnarinnar boðuðu til blaðamannafundar í gær þar sem kynnt var ný aðgerða- áætlun í loftslagsmálum. 6,8 milljörðum verður varið í sérstök verkefni í tengslum við loftslagsmál næstu fimm ár. Skógræktin og Landgræðsla rík- isins fá stórt hlutverk í kolefnisbind- ingu samkvæmt aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Að sögn Þrastar Eysteinssonar, skógræktarstjóra, er þegar hafin vinna við að undirbúa kolefnisbindingu næstu tveggja ára. Á næsta ári fær hvor stofnun um 100 milljónir króna úr ríkisjóði „Við höfum starfshópa sem vinna nú að því að skipuleggja þetta, þ.e. hvað við viljum gera og hvar við viljum helst bera niður,“ segir hann, en von er á niðurstöðu innan fárra vikna. Fyrri verkefni verði efld Verkefni Skógræktarinnar og Landgræðslunnar verða fjölbreytt á næstu árum og er ætlunin að efla nytjaskógrækt á bújörðum, skóg- rækt á löndum stofnananna, land- græðsluskógrækt o.fl. „Fjármagnið verður notað til að styrkja einhver verkefni sem fyrir eru, t.d. sam- starfsverkefni á borð við Heklu- skóga og Þorláksskóga. Það blasir við að auka aðgerðir á þeim stöðum,“ segir Þröstur, en óráðið er hvaða verkefni önnur verði ráðist í, sem áð- ur sagði. Þröstur nefnir einnig að efla þurfi rannsóknir á sviði kolefn- isbindingar. Ákveðið hefur verið að hið aukna fjármagn á næsta ári verði að stórum hluta nýtt til aukinnar gróð- ursetningar á birki. Auðvelt er að auka birkirækt með skömmum fyr- irvara og þegar er hafin framleiðsla á hálfri milljón birkiplantna sem gróðursettar verða næsta vor. Brátt verður boðin út framleiðsla á svip- uðu magni til gróðursetningar næsta haust. Einnig er ráðgert útboð á aukinni trjáplöntuframleiðslu fyrir árið 2020 þegar aukið framlag til kolefnisbindingar verður 450 millj- ónir, að því er fram kemur í áætlun ríkisstjórnarinnar. jbe@mbl.is Búa sig undir verkefni næstu ára  Hálf milljón birkiplantna í framleiðslu Útboð Stórt útboð um birkiplöntu- framleiðslu er framundan. María Jóna Magnúsdóttir, fram- kvæmdastjóri Bílgreinasambands- ins, segir að heppilegra sé að fella niður vörugjöld á bílum og skatt- leggja notkun á þeim en að banna nýskráningar bensín- og dísilbíla. „Þá væru bensín- og dísilbílar skattlagðir hærra og þetta myndi hvetja fólk til þess að kaupa um- hverfisvænni bíla,“ segir hún. „Bílaiðnaðurinn í heild sinni hefur lagt gríðarlega mikið af mörkum við að framleiða umhverfisvæna bíla með nýjum orkugjöfum. Bæði bensín- og dísilbílar menga um- talsvert minna í dag en þeir gerðu fyrir tíu árum. Það þarf að leggja áherslu á að fá hingað nýja bíla í stað þess að stöðva nýskráningar á bílum,“ segir María. „Ef við komum eldri bílum ekki af götunum í staðinn fyrir að banna nýskráningar, þá erum við á villigötum. Þá verðum við bara áfram með eldri og mengandi bíla á götunum,“ segir hún. Komi eldri bílum af götunum NIÐURFELLING VÖRUGJALDA HEPPILEGRI LEIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.