Morgunblaðið - 11.09.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.09.2018, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2018 KvikmyndagerðarmaðurinnBaldvin Z heldur áframað fjalla um myrkar hlið-ar mannlegrar tilvistar í nýjustu kvikmynd sinni, Lof mér að falla, en handritið skrifaði hann með Birgi Erni Steinarssyni. Í þeirri síðustu, Vonarstræti, sagði af ógæfumanninum Móra sem deyfði sorgir og óbærilegan missi með áfengisneyslu og ungri, einstæðri móður sem neyddist út í vændi til að framfleyta sér og dóttur sinni. Baldvin sogast að myrkum hliðum mannsins, eins og hann orðaði það sjálfur í viðtali við Morgunblaðið fyrir tæpri viku og í Lof mér að falla kafar hann enn dýpra í myrkr- ið. Umfjöllunarefnið að þessu sinni er eiturlyfjafíkn og mögulegar af- leiðingar hennar, efni sem á alltaf erindi. Það er gömul saga og ný að ungt fólk ánetjist fíkniefnum og nú hafa alls konar lyfseðilsskyld lyf bæst við úrvalið, sterk verkjalyf, lyf við ofvirkni o.fl. Það virðist engu skipta hversu margar bækur eru skrifaðar og hversu margar kvikmyndir gerð- ar um hræðilegar afleiðingar eitur- lyfjafíknar, alltaf bætist í raðir fíkl- anna. Í Lof mér að falla segir af tveim- ur stúlkum, annars vegar Magneu sem er 15 ára og enn í grunnskóla og hins vegar vinkonu hennar Stellu sem er 18 ára. Engin skýring er gefin á vináttu þeirra, hvernig þær kynntust og myndin hefst á því að Magnea, Stella og kærasti Stellu ráðast á miðaldra mann sem ætlar sér að misnota Magneu kynferðis- lega. Í ljós kemur að Magnea hefur falboðið líkama sinn á Facebook og að þríeykið vinnur saman að því að leiða þannig öfugugga í gildru í þeim tilgangi að ræna þá. Fyrir ránsfenginn kaupa þau eiturlyf. Kærasti Stellu virðist vera nokkrum árum eldri en hún og bæði eru þau fíklar. Í aðdáun sinni á parinu og áhyggjulausu partílíf- erni þeirra hefur Magnea leiðst út á sömu braut og fer fljótlega að sprauta sig í æð. Verður þá ekki aftur snúið, fíknin stigmagnast hjá vikonunum og foreldrar Magneu vita ekki sitt rjúkandi ráð. Stúlkan hefur með ótrúlegum hraða farið frá því að vera fyrirmyndar- nemandi og hraust fimleikastelpa yfir í að vera illa haldinn fíkniefna- neytandi sem hverfur dögum sam- an. Þau eru ekki sammála um hvaða aðferðum skuli beita og handritshöfundar undirstrika þann- ig að engin leið eða aðferð er sú eina rétta í svo snúinni stöðu. Magnea og Stella eru ekki aðeins samstiga í neyslunni, þær eru líka ástfangnar og ástarsagan er eina fegurðin í þessum ljóta heimi. Ástin má sín hins vegar lítils gagnvart fíkninni og Stella gerir skelfileg mistök sem valda báðum stúlkum óbætanlegum skaða. Lof mér að falla rekur örlaga- sögu þessara tveggja kvenna á tveimur æviskeiðum, annars vegar þegar þær eru á táningsaldri og hins vegar orðnar fullorðnar, um 12 árum síðar og á gjörólíkum stað í lífinu. Báðar þjást þó enn og vonin er lítil sem engin. Baldvin og Birgir segja þessa átakanlegu sögu af ná- kvæmni og næmni og handritið ber þess merki að mikil rannsóknar- vinna liggur að baki. Það er enda byggt á sönnum atburðum og frá- sögnum úr íslenskum fíkniefna- heimi og að stóru leyti á dagbókum Kristínar Gerðar Guðmundsdóttur sem svipti sig lífi fyrir 17 árum eft- ir að hafa háð harða baráttu við eit- urlyfjafíkn og afleiðingar hennar. Dagbók þessi er stórmerkileg og hryllileg heimild sem sýnir hversu ógurlegu valdi fíknin nær á líkama og sál neytandans og hvernig farið er með ungar konur í neyð sem háðar eru fíkniefnum. Þær eru mis- notaðar kynferðislega og beittar hroðalegu ofbeldi af körlum sem við áhorfendur höfum ekki hugmynd um hverjir eru en þeirra á meðal eru víst dagfarsprúðir fjölskyldu- feður og virtir samfélagsþegnar. Baldvin og Birgir tóku einnig viðtöl við þrjár stúlkur sem höfðu verið og eru í eiturlyfjaneyslu og vísa einnig í líf Sissu, dóttur Jóhannesar Kr. Kristjánssonar, sem dó ung úr eiturlyfjaneyslu. Þessari hryllilegu tilveru koma Birgir og Baldvin vel til skila í kvikmyndinni og sorgarsaga Krist- ínar Gerðar er heimfærð upp á báð- ar aðalpersónurnar. Magnea lendir í sumu, Stella í öðru. Ef eitthvað er hefði mátt ganga enn lengra í að sýna hversu viðbjóðslegur þessi heimur er en Baldvin sagði í fyrr- nefndu viðtali að „hlutirnir hefðu verið tónaðir mjög mikið niður“. Sú leið var valin að sýna frekar afleið- ingar ofbeldisins og líkamleg um- merki, upphaf þess og endi. Hvers vegna dregið var þannig úr fylgir ekki sögunni og ég velti fyrir mér hvaða tilgangi það þjóni öðrum en að hlífa áhorfendum. Er ástæða til þess þegar verið er að segja svona sögu? Leikkonurnar ungu, Elín og Ey- rún, standa sig virkilega vel og þá ekki síst í ljósi þess hversu litla reynslu þær hafa af því að leika. Og hlutverkin eru afar krefjandi að auki og hljóta að hafa reynt mjög á þær. Galli þykir mér þó hversu samtöl þeirra Magneu og Stellu eru oft óskýr. Líklega var ætlunin að líkja sem best eftir talsmáta ung- linga og þá líka þvoglumælgi en meira máli hlýtur að skipta að bíó- gestir skilji um hvað er rætt. Aðrir leikarar eru líka sterkir í sínum hlutverkum, stórum sem smáum. Þorsteinn Bachmann og Sólveig Arnarsdóttir eru mjög trú- verðug í hlutverkum foreldra Magneu og Kristín Þóra og Lára Jóhanna sömuleiðis í hlutverkum Magneu og Stellu á fullorðinsárum. Það stuðar dálítið hversu ólíkar Kristín og Lára eru Elínu og Ey- rúnu en ég hef fullan skilning á því að illgerlegt og jafnvel ómögulegt hafi verið að finna leikkonur nógu líkar þeim. Og mun verra hefði vissulega verið að láta tvær full- orðnar konur leika unglinga. Víkingur Kristjánsson, sá geð- þekki leikari, er virkilega ógeðs- legur í sínu hlutverki en sonur hans, Tómas, leikur hann ungan og stendur sig vel. Björn Stefánsson fer einnig mikinn í hlutverki fíkils og Guðjón Davíð Karlsson, Gói, leikur algjöran hrotta. Góa erum við vön að sjá í gamanhlutverkum, barnaleikritum og -myndum og stórskrítið í fyrstu að sjá hann í svona hlutverki. Það mátti heyra nokkra í bíósalnum hlæja þegar hann birtist á hvíta tjaldinu með stærðarinnar húðflúr af dreka á bringunni. Áhugavert leikaraval en spurning hvort það sé vel heppnað, í ljósi þeirra viðbragða. Erlendir bíógestir munu auðvitað bregðast við á allt annan hátt. Myndatakan vekur oft athygli, t.d. hringhreyfingar sem ýta undir annarlegt ástand persónanna og oftar en ekki er maður fluga á vegg í átökunum miðjum. Tónlist Bafta-- verðlaunahafans Ólafs Arnalds fell- ur vel við myndefnið enda þaulvan- ur maður þar á ferð og varla við öðru að búast. Þá voru lög Kæl- unnar miklu tilkomumikil í öflugu hljóðkerfi Háskólabíós á hátíðar- frumsýningu. Að öllu þessu sögðu er niðurstað- an sú að hér er vandað verk á ferð, ekki gallalaust en vissulega áhrifa- ríkt. Ástin það eina fallega í ljótum heimi Hrotti Elín Sif og Guðjón Davíð, Gói, í Lof mér að falla. Guðjón leikur mikinn hrotta og glæpamann í myndinni. Smárabíó, Borgarbíó, Laugar- ásbíó og Háskólabíó Lof mér að falla bbbbn Leikstjórn: Baldvin Z. Handrit: Baldvin Z og Birgir Örn Steinarsson. Aðalleikarar: Elín Sif Halldórsdóttir, Eyrún Björk Jak- obsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Sólveig Arnarsdóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Sigurbjartur Atlason, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Lára Jóhanna Jóns- dóttir. Kvikmyndataka: Jóhann Máni Jó- hannsson. Klipping: Úlfur Teitur Traustason. Tónlist: Ólafur Arnalds. Ísland, Finnland og Þýskaland, 2018. 138 mínútur. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Kvikmynd Baldvins Z, Lof mér að falla, var sú sem mestum miðasölu- tekjum skilaði um helgina og mun aðsóknin ekki hafa verið jafngóð að íslenskri kvikmynd í ein tvö ár. Þá hafa aðeins þrjá íslenskar kvik- myndir skilað meiru í kassann yfir frumsýningarhelgi frá því að farið var að fylgjast með slíkum tölum, þ.e. Mýrin, Bjarnfreðarson og Eið- urinn. Yfir 6.000 miðar seldust um helgina á Lof mér að falla og voru miðasölutekjur um 11,2 milljónir króna. Að vísu sáu fleiri hryllings- myndina The Nun en þar sem miða- verð er hærra á íslenskar kvik- myndir skilaði hún lægri tekjum. Lof mér að falla Ný Ný The Nun Ný Ný Mamma Mia! Here We Go Again 1 8 The Meg 2 4 Ozzy 6 2 The Incredibles 2 9 12 Hotel Transylvania 3 7 9 Crazy Rich Asians 4 3 Mission Impossible – Fallout 5 6 Alpha (2018) 3 2 Bíólistinn 7.–9. september 2018 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Bíóaðsókn helgarinnar Lof mér að falla vel sótt Ófrýnileg Nunna þessi gengur aftur í hrollvekjunni The Nun. ICQC 2018-20 Ljósmyndakeppni Bílablaðs Morgunblaðsins Kosning og nánari upplýsingar á Facebook.com/bilafrettir Leiðbeiningar fyrir ljósmyndara: • Ljósmyndir skal senda í tölvupósti á bill@mbl.is • Frestur til að skila inn myndum í keppni september er til kl. 23:59 þriðjudaginn 11. sept. • Myndina skal senda sem viðhengi, á jpg-sniði og skal myndin vera í hámarksupplausn • Fullt nafn rétthafa myndarinnar og símanúmer skal fylgja með auk lýsingar á myndefninu • Keppt verður í fjórum lotum, næstu þrjá mánuði og fyrir þrjár bestu myndir hvers mánaðar eru veittar gjafakörfur með Meguiar bón- og bílaþvottavörum frá Málningarvörum • Hver þátttakandi getur aðeins sent inn eina mynd í hverjum mánuði • Sérstök dómnefnd velur síðan bestu ljósmyndina í desember Fyrsti vinningur er ferð fyrir tvo á bílasýning- una í Genf í mars. Í boði Toyota á Íslandi www.mbl.is/bill

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.