Morgunblaðið - 15.09.2018, Page 1

Morgunblaðið - 15.09.2018, Page 1
Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Flugfélagið WOW air skuldar Isavia ohf. um tvo milljarða króna í lendingargjöld. Af þeirri skuld er um helmingurinn nú þegar gjaldfallinn. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Þannig mun WOW air ekki hafa greitt lend- ingargjöld á Keflavíkurflugvelli frá því í vor. Samkvæmt nýbirtum árshlutareikningi Isavia hafa innlendar viðskiptakröfur fyrirtækisins hækkað um 1.220 milljónir króna frá áramótum. Kröfufjárhæðin miðaðist við stöðu viðskipta hjá fyrirtækinu fyrir tíu vikum, eða 30. júní síðast- liðinn. Ekki liggur enn ljóst fyrir með hvaða hætti Isavia hyggst innheimta skuld flugfélags- ins. Skuldabréfaútgáfa frágengin eftir helgi Þegar Morgunblaðið leitaði viðbragða Isavia fengust þau svör að fyrirtækið tjáði sig ekki um málefni einstaka viðskiptavina sinna. Þegar spurt var út í almennt verklag við úrlausn mála þegar flugfélög lentu í vanskilum með lending- argjöld var svarið á þá leið að „Isavia vinnur með viðkomandi félögum að lausn mála ef upp koma tilvik þar sem vanskil verða á lending- argjöldum með hagsmuni Isavia að leiðarljósi.“ Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins vinn- ur Isavia nú að útfærslu á því í samráði við WOW air með hvaða hætti skuldin verður gerð upp við fyrirtækið. WOW air sendi frá sér tilkynningu um miðjan dag í gær þar sem greint var frá því að skulda- bréfaútgáfa að virði 50 milljóna evra yrði frá- gengin á þriðjudaginn næsta. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort fjármunir sem aflað verð- ur með útgáfunni verði nýttir til þess að gera upp fyrrnefnda skuld við Isavia. Milljarðaskuld við Isavia  WOW air skuldar tvo milljarða króna í lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli  Isavia hefur að undanförnu unnið að útfærslu afborgana í samráði við félagið Morgunblaðið/Árni Sæberg Flug WOW air er annar stærsti viðskiptavinur flugleiðsöguþjónustu Isavia á eftir Icelandair. Félagið hefur safnað upp viðskiptaskuldum við Isavia í ár. MSegja fjármögnun WOW tryggða »16 L A U G A R D A G U R 1 5. S E P T E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  217. tölublað  106. árgangur  NICK CAVE HEIÐRAÐUR Í TJARNARBÍÓI ANDLEG VINNA JÓGA OG 12 SPORIN 12TÓNLIST 46  Þröstur Leó Gunnarsson er á krossgötum; eftir sjóslys sem hann lenti í fyrir rúmum þremur árum fer hann ekki aftur á sjó og nú hef- ur hann sagt upp föstum leikara- samningi við Þjóðleikhúsið. Þetta tvennt hangir saman en kvíði sem Þröstur hefur glímt við eftir slysið gerir það að verkum að álagið sem fylgir starfi leikarans á ekki lengur við hann. Framtíðin er óráðin en þessar vikurnar er Þröstur gesta- kokkur á hótelinu Hlemmur Square í Reykjavík. Ítarlega er rætt við hann í Sunnudagsblaði Morgun- blaðsins. Morgunblaðið/Eggert Kokkur Þröstur Leó Gunnarsson hefur alla tíð haft mikið yndi af matseld. Hættur að leika vegna kvíða  Móðir átta ára drengs sem fæddist með klof- inn góm hefur um árabil barist fyrir því að fá Sjúkratrygg- ingar Íslands til að aðstoða við kostnað á virkri meðferð fyrir drenginn. Það hefur ekki tekist. Reglugerðar- breyting frá árinu 2013 veldur því að börn sem eru með klofinn góm en ekki klofna vör fá nú ekki end- urgreitt fyrir forréttingar sem geta komið í veg fyrir veigamikla kjálkaaðgerð á efri árum. Kostn- aður þeirra er orðinn 700 þúsund kr. og meðferð ekki lokið. Sjúkra- tryggingar og önnur stjórnvöld hafna beiðni um aðstoð á þeim for- sendum að ekki sé ljóst hver tann- vandinn verður í framtíðinni og þau eigi að sækja um síðar. »18 Aðstoða ekki dreng með klofinn góm Ægir Reynt er að breikka góminn.  Kurr er meðal rithöfunda eftir að tilkynnt var að ríkisstjórnin hefði lagt áform um afnám virðis- aukaskatts á bækur til hliðar. Stjórnin áformar þess í stað að end- urgreiða hluta af kostnaði við út- gáfu bóka. „Hér í húsi hugsum við mest um hvernig eða hvort þetta kemur rithöfundum til góða,“ segir Ragnheiður Tryggvadóttir, fram- kvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands. „Vissulega hafa rithöf- undar áhyggjur af stöðunni. Það má búast við viðbrögðum héðan ef stuðningurinn skilar sér á engan hátt til rithöfundanna,“ segir Ragn- heiður. »26 Rithöfundar hafa áhyggjur af málinu Fellibylurinn Flórens veldur miklu tjóni í Norður-Karólínuríki í Banda- ríkjunum en hann kom að landi þar í gærmorgun. „Við stöndum frammi fyrir margskonar hættum. Við höfum miklar áhyggjur af því að heilu bæj- arfélögin kunni að eyðileggjast,“ sagði Roy Cooper ríkisstjóri í gær- kvöldi. Hann bætti því við að rúm hálf milljón heimila og fyrirtækja væri þá þegar án rafmagns og að óveðrið hefði valdið allt að þriggja metra háum öldun á ánni Nwuse. „Björg- unarmenn vinna við hættulegar að- stæður sem eiga aðeins eftir að versna.“ Yfirvöld á Filippseyjum vöruðu í gær við því að fellibylurinn Mang- khut gæti valdið mikilli eyðileggingu á norðurhluta Luzon, stærstu eyju landsins. Þúsundir manna forðuðu sé frá heimilum sínum í kjölfarið. »24 Óttast mikið tjón af völdum fellibylja  Viðbúnaður í tveimur heimsálfum AFP Aðstoð Sjálfboðaliðar hjálpa börn- um að komast frá umflotnu heimili. Stefnt er að því að opna nýtt gallerí fyrir íslistaverk á Laugavegi upp úr áramótum. Þar verður jafnframt bar höggvinn í ís og jafnvel matsala. Staðurinn mun heita Magic Ice Reykjavík og tilheyra keðju slíkra staða í Noregi og á Jómfrúaeyjum. Norska athafnakonan Kirsten- Marie Holmen er að baki verkefninu, ásamt eiginmanni sínum. Hún segist hafa fengið hugmynd- ina þegar hún sá hversu hugfangnir ferðamenn í Noregi voru af snjó og ís. Sérþjálfaðir listamenn muni gera skúlptúra sem vísa í Íslandssöguna. Ísgalleríið verður í nýbyggingu á Laugavegi 4-6. Uppbyggingin á sér langan aðdraganda en hún er ein sú umdeildasta í miðbænum í seinni tíð. Daníel Þór Magnússon, sjóðsstjóri hjá Kviku, segir viðræður í gangi við fjársterka aðila um önnur leigurými í byggingunni. baldura@mbl.is »14 Gallerí fyrir íslista- verk á Laugavegi  Norskir fjárfestar opna frosinn bar Ljósmynd/Magic Ice Ísveröld Einn Magic Ice-staðanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.