Morgunblaðið - 15.09.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2018
MIKIÐ AÐ SJÁ OG UPPLIFA
SYDNEY - BONDI BEACH - HUNTER VALLEY - BLUE
MOUNTAINS - ULURU - CANBERRA - ALICE SPRINGS
NÁNAR Á UU.IS
31. JAN –17. FEB ÁSTRALÍA
HEIL HEIMSÁLFA
BÍÐUR ÞÍN
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Funduðu um uppsögn Bjarna Más
Stjórnarformaður upplýsir ekki um efni fundarins Ósamræmi um fjölda óviðeigandi tilvika
„Ég get ekki sagt frá því sem var
rætt á fundinum en hann var upplýs-
andi og mjög góður,“ hefur mbl.is eft-
ir Brynhildi Davíðsdóttur, stjórnar-
formanni Orkuveitu Reykjavíkur
(OR). Stjórn OR fundaði í gær með
Bjarna Bjarnasyni, forstjóra OR,
vegna uppsagnar framkvæmdastjóra
dótturfyrirtækisins Orku náttúrunn-
ar (ON).
Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp
störfum sem framkvæmdastjóra ON
á miðvikudag og sagði í tilkynningu
frá ON til fjölmiðla: „starfslok fyrr-
verandi framkvæmdastjóra tengjast
tilvikum þar sem framkoma hans
gagnvart samstarfsfólki var óviðeig-
andi“. Þá var Þórður Ásmundsson
ráðinn til bráðabirgða í starfið og
mun það verða auglýst á næstunni.
Fullt traust?
Forstjóri OR og fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri ON segja að um eitt
atvik hafi verið að ræða, en Einar
Bárðarson birti á miðvikudag færslu
á Facebook-síðu sinni en hún gefur í
skyn að um fleiri en eitt atvik hafi
verið að ræða og að í kjölfarið á
kvörtunum hafi eiginkona hans verið
rekin.
Brynhildur hefur sagt stjórn OR
bera fullt traust til forstjórans. Hún
sagði einnig stjórnina telja að við-
brögð vegna málsins hefðu verið rétt.
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmað-
ur í OR, sagði hins vegar á Facebook-
síðu sinni: „Þetta var eingöngu haft
eftir stjórnarformanni í viðtali og
mér brá svolítið við ummælin. Við
Björn Gíslason [borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins] sátum fundinn og
teljum algjörlega ótímabært að lýsa
yfir neinum slíkum stuðningi enda
málið ekki til lykta leitt.“
Spurningum ósvarað
Þá segir hún einnig að henni „þyki
rétt að árétta að ýmsum spurningum
er enn ósvarað og málinu því ekki
lokið“.
Hún tengdi málið frásögnum
vegna #Metoo og væri það litið alvar-
legum augum.
Þá bætir hún við að henni þyki rétt
í framhaldinu að „vinnustaðamenn-
ing samstæðunnar verði skoðuð svo
sambærileg hegðun geti ekki endur-
tekið sig“.
ON er dótturfélag OR sem tók við
framleiðslu og sölu á rafmagni OR
2014. Í því felst meðal annars rekstur
á jarðgufuvirkjunum á Hellisheiði og
Nesjavöllum ásamt vatnsaflsvirkjun í
Andakílsá í Borgarfirði.
Hjá fyrirtækinu starfa um 60 ein-
staklingar og hefur fyrirtækið síð-
ustu ár haft forystu um uppbyggingu
innviða fyrir rafvæðingu samgangna.
Reynt var árangurslaust að hafa
samband við Þórð Ásmundsson við
vinnslu fréttarinnar. gso@mbl.is
Brynhildur
Davíðsdóttir
Þórður
Ásmundsson
Skortur á búsetuúrræðum fyrir
fólk sem glímir við geðraskanir og
fíkn er gríðarlega alvarlegt vanda-
mál en geðsvið Landspítalans hef-
ur þurft að útskrifa fólk beint á
götuna og er þá meðferðin oft unn-
in fyrir gýg.
36 lyfjatengd andlát á þessu ári
eru til skoðunar hjá Embætti land-
læknis. Þetta eru 25 karlar og 11
konur. Meðalaldur þeirra er tæp
47 ár. Af þeim sem hafa látist með
þessum hætti eru 11 einstaklingar
yngri en 35 ára.
Forsvarsfólk fíknigeðdeildar
Landspítalans telur að heildar-
fjöldi rúma á innlagnardeildum
fyrir fólk með fíknisjúkdóma,
hvort sem fólk er með geðsjúk-
dóma eða ekki, anni ekki eftir-
spurn.
Kókaínfaraldur hefur geisað hér
á landi í á annað ár, sem hefur
aukið mjög á álagið þar sem fólk
leitar í auknum mæli á fíknigeð-
deildina í örvæntingu sinni. Sumir
eru með alvarleg og lífshættuleg
einkenni, svo sem sjálfsvígshugs-
anir.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í greinaflokknum Gætt að
geðheilbrigði sem hefur göngu
sína á mbl.is í dag og er í umsjá
Guðrúnar Hálfdánardóttur blaða-
manns. Greinarnar munu birtast
núna um helgina og næstu helgi.
Greinaflokkurinn Gætt
að geðheilbrigði á mbl.is
Lyfjatengd andlát 25 karla og 11 kvenna eru til skoðunar
Morgunblaðið/Hari
Geðsvið Skortur er á úrræðum fyr-
ir fólk með geðraskanir og fíkn.
Ríkissjóður hefur
veitt Íslandspósti
500 milljóna króna
lán til allt að 12
mánaða til að
styrkja lausa-
fjárstöðu félagsins.
Lánið er veitt með
fyrirvara um heim-
ild í fjáraukalög-
um, að því er fram kemur á vef
stjórnarráðsins.
Íslandspóstur er að fullu í eigu rík-
isins og hefur félagið rekstrarleyfi frá
Póst- og fjarskiptastofnun sem kveð-
ur á um að það skuli gegna skyldum
ríkisins samkvæmt lögum um póst-
þjónustu. Í því felst meðal annars að
það fer með einkarétt ríkisins til að
sinna póstþjónustu, það er að segja
póstsendingum bréfa, og sinnir al-
þjónustu fyrir hönd ríkisins til að
tryggja öllum landsmönnum aðgang
að póstþjónustu. Með lánveitingunni
tryggir ríkið tímabundið möguleika
félagsins til að standa undir þessum
skyldum, segir á vef stjórnarráðsins.
Vandinn felst í því að bréfasend-
ingum hefur farið ört fækkandi og
tekjur af þeim dregist saman en
kostnaður vaxið vegna fjölgunar
íbúða og fyrirtækja. Auknar tekjur
vegna fjölgunar pakkasendinga
vegna vaxandi netverslunar hafa ekki
dugað til að vega það upp.
Ríkið veitir
Íslands-
pósti lán
Tap af alþjónustu
vegna færri bréfa
Útburður Hjólað
með póstinn.
Rakel Ósk Einarsdóttir aðstoðar Einar Örn
Reynisson við að koma bíl Reynis sterka upp á
sýningarpall vegna 35 ára afmælissýningar
Ferðaklúbbsins 4x4 sem haldin er um þessa
helgi í Fífunni í Kópavogi.
Þetta er ellefta sýning klúbbsins, en sú
fyrsta fór fram árið 1985 í porti Austurbæjar-
skóla í Reykjavík. Á sýningunni er hægt að
berja bíla og tæki félagsmanna Ferðaklúbbsins
4x4 augum.
Þá er meðal annars lögð áhersla á að gera
sýninguna fyrir fjölskyldur og fá börn yngri en
14 ára aðgang að henni endurgjaldslaust, að
sögn skipuleggjenda, og er markmiðið að gera
betur en á fyrri sýningum klúbbsins.
Trukkum og tækjum komið fyrir í Fífunni
Morgunblaðið/Eggert
35 ára afmælissýning Ferðaklúbbsins 4x4