Morgunblaðið - 15.09.2018, Síða 22
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Síðdegis í gær sendi flugfélagið
WOW air frá sér stutta tilkynningu
þess efnis að skuldabréfaútboði fé-
lagsins yrði lokið kl. 14 næsta
þriðjudag. Þá var einnig greint frá
því að útgáfan myndi nema að lág-
marki 50 milljónum evra, jafnvirði
6,4 milljarða króna. Gangi þessar
fyrirætlanir félagsins eftir er endi
bundinn á margra vikna óvissu um
rekstrarhæfi þess.
Upplýst var um mjög þrönga
stöðu félagsins hinn 15. ágúst síð-
astliðinn. Þá birti Morgunblaðið
frétt sem byggðist á fjárfestakynn-
ingu sem norska fjármálafyrirtækið
Pareto Securities vann fyrir WOW
air. Þar kom fram að gríðarlegt tap
hefði verið að rekstri félagsins á
undangengnum misserum og að eig-
ið fé þess hefði í lok júní síðastliðins
aðeins numið 1,5 milljörðum króna.
Áætlanir WOW og Pareto Sec-
urities hafa frá upphafi miðað að því
að tryggja félaginu 500-1.000 millj-
ónir sænskra króna, jafnvirði 6-12
milljarða króna. Verði skuldabréfa-
útgáfan á þá lund sem greint var
frá í gær hefur félagið náð lægri
mörkum þess markmiðs sem upp-
haflega var lagt upp með.
Í fyrrnefndri fjárfestakynningu
voru ýmsar kvaðir lagðar á WOW
air vegna fyrirhugaðrar skulda-
bréfaútgáfu. Þannig var m.a. sett
það skilyrði að félagið myndi
tryggja að eigið fé þess yrði að lág-
marki 25 milljónir dollara, jafnvirði
2,7 milljarða króna og að það myndi
vaxta um ríflega hálfan milljarða
króna á ári yfir lánstímann. Í til-
kynningu WOW air í gær kom ekki
fram hvaða áhrif skuldabréfaútboð-
ið myndi hafa á eigið fé félagsins.
Hins vegar er ljóst að félagið er í
þörf fyrir umtalsvert fjármagn til
að greiða útistandandi skuldir við
ýmsa lánardrottna. Meðal þeirra er
Isavia en WOW mun skulda fyr-
irtækinu tvo milljarða í lendingar-
gjöld. Af þeirri upphæð mun helm-
ingurinn nú þegar vera gjaldfallinn.
Heimildir Morgunblaðsins herma
að Isavia og WOW vinni nú að út-
færslu á því hvernig skuld félagsins
verði gerð upp. Ekki hafa fengist
upplýsingar frá Isavia og WOW
hvort hluti þeirra fjármuna sem
koma munu úr skuldabréfaútboðinu
verði nýttir til að gera upp skuldina
við Isavia sem að fullu er í eigu ís-
lenska ríkisins.
Mikill vaxtakostnaður WOW
Samkvæmt tilkynningunni frá
WOW í gær verður skuldabréfaút-
gáfan til þriggja ára og munu bréfin
bera 9% vexti ofan á þriggja mán-
aða Euribor-vexti. Þó munu vaxta-
kjörin aldrei fara undir 9% auk
trygginga. Í dag eru þriggja mán-
aða Euribor-vextir neikvæðir sem
nemur 0,319%.
Vextirnir sem lagðir verða á
skuldabréfin bera vitni um þá
áhættu sem talin er fylgja kaupum
á þeim. Þá er einnig ljóst að vaxta-
kostnaður WOW air af útgáfunni er
umtalsverður. Þannig munu vext-
irnir, miðað við Euribor-vexti í dag
nema að lágmarki 576 milljónum
króna, sé miðað við að lágmarks-
útgáfan verði 50 milljónir evra.
Morgunblaðið hefur margítrekað á
síðustu sólarhringum reynt að ná
sambandi við forsvarsmenn WOW
air, stjórnendur og stjórnarmenn,
en án árangurs. Í tilkynningunni
sem félagið sendi frá sér í gær var
sérstaklega tilgreint að ekki yrðu
veitt viðtöl vegna málsins að svo
stöddu en að tilkynningar væri að
vænta næstkomandi þriðjudag.
Segja fjármögnun WOW tryggða
Morgunblaðið/Ómar
Flugfélag Skúli Mogensen hefur fram til þess verið eini eigandi WOW air.
WOW sendi frá sér tilkynningu þess efnis að skuldabréfaútgáfu félagsins yrði lokið á þriðjudag
Segja útgáfuna munu nema að lágmarki 6,4 milljörðum króna Vextirnir verða 9% auk trygginga
Versnandi staða
» WOW air tapaði 2,4 millj-
örðum á síðasta ári.
» Eigið fé félagsins nam að-
eins 1,5 milljörðum króna um
mitt þetta ár.
» Hafði eigið fé félagsins þá
rýrnað um 4,4 milljarða króna
frá áramótum.
» Greinendur Pareto Sec-
urities spá því að félagið tapi
3,3 milljörðum á þessu ári.
» Sömu sérfræðingar telja að
félagið muni hagnast um 1,9
milljarða á næsta ári.
» WOW hefur safnað skuldum
á síðustu mánuðum.
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2018
Rafmagnsstaflarar
Lyftigeta: 1000 kg
Lyftihæð: 2,4 m og 3 m
Verð: 589.000 kr. m/vsk
Rafmagnstjakkar
Lyftigeta: 1500 kg
Verð: 282.897 kr. m/vsk
atjakkar
a: 2500 kg
kr. m/vsk
Rými ehf. | Urðarhvarf 4 | 203 Kópavogi | s. 511 1100 | www.rymi.is | rymi@rymi.is
Brett
Lyftiget
Verð: 43.179