Morgunblaðið - 15.09.2018, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 15.09.2018, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2018 Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna, verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið. Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent 12in Wall fan Hi-line Sabre Plate DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Hreint loft og vellíðan Það borgar sig að nota það besta VENT–AXIA VIFTUR Poul Thomsen, framkvæmdastjóri Evrópudeildar Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, flytur erindi í Eyri í Hörpu laugardaginn 15. september kl. 15:00 en þann dag verða tíu ár liðin frá falli Lehman Brothers. Að erindinu loknu mun Thomsen taka við spurningum úr sal. Erindi Thomsens nefnist Iceland’s Successful Stabilization Program and the Role of the IMF. Poul Thomsen hefur verið framkvæmda- stjóri Evrópudeildar Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins síðan í nóvember 2014. Þar áður var hann m.a. formaður sendinefnda sjóðsins í samningum við ýmis lönd um lánafyrir- greiðslu frá sjóðnum, svo sem Grikkland og Portúgal, og hann fór fyrir sendinefnd sjóðsins í samningum við íslensk stjórnvöld haustið 2008. Í erindi sínu mun hann m.a. fjalla um reynsluna af efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. SEÐLABANKI ÍSLANDS Iceland’s Successful Stabilization Program and the Role of the IMF Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Ríkisstjóri Norður-Karólínu, Roy Cooper, sagði í gær að fellibylurinn Flórens hefði valdið miklu tjóni í rík- inu og að heilu bæjarfélögin kynnu að vera í hættu. „Óveðrið veldur mik- illi eyðileggingu núna í ríkinu,“ hafði fréttaveitan AFP eftir Cooper. „Við stöndum frammi fyrir margs konar hættum. Við höfum miklar áhyggjur af því að heilu bæjarfélögin kunni að eyðileggjast.“ Ríkisstjórinn bætti við að rúm hálf milljón heimila og fyrirtækja væru nú þegar án rafmagns og óveðrið hefði valdið allt að þriggja metra háum öldum í ánni Neuse. „Björg- unarmenn vinna við hættulegar að- stæður sem eiga aðeins eftir að versna.“ Flórens kom að landi á Wrights- ville Beach í Norður-Karólínu klukk- an 7.15 í gærmorgun að staðartíma, klukkan 11.15 að íslenskum. Hann náði þá styrk 1 sem er lægst stigið á fimmskiptum kvarða um styrk felli- bylja og áhrif þeirra. Almannavarnastofnun Bandaríkj- anna, FEMA, sagði að mikil hætta myndi stafa af óveðrinu í allt að einn og hálfan sólarhring eftir að felli- bylurinn kom að landi, einkum vegna mikillar rigningar, sjávarflóða og vatnavaxta. Fellibylurinn færðist hægt vestur í átt að Suður-Karólínu og spáð var aftakarigningu á svæð- inu í tvo til þrjá daga. Bandaríska veðurstofan sagði líklegt að úrkom- an yrði þá jafnmikil og á átta mán- uðum í venjulegu tíðarfari. Haft var eftir James Trogdon, samgönguráð- herra Norður-Karólínu, að Flórens kynni að valda flóðum sem yrðu venjulega ekki nema einu sinni í rík- inu á þúsund árum. Mæðgur létu lífið Kona og ungt barn hennar biðu bana þegar tré féll á hús þeirra í borginni Wilmington í Norður-Kar- ólínu. Faðir barnsins slasaðist og var fluttur á sjúkrahús. Vegir lokuðust vegna trjáa sem féllu í óveðrinu og rafmagnslínur slitnuðu. Orkufyrirtæki sögðu að allt að þrjár milljónir heimila og fyrir- tækja kynnu að verða rafmagnslaus vegna óveðursins. Þau hafa varað við því að það geti tekið marga daga eða jafnvel vikur að koma á rafmagni að nýju. Um 40.000 manns unnu að við- gerðum á rafmagnslínum. Björgunarmenn í Jacksonville í Norður-Karólínu björguðu um 60 manns úr hóteli eftir að hluti þaks þess hrundi í óveðrinu. Allir gestirn- ir, þeirra á meðal börn, voru fluttir heilu og höldnu í öruggt skjól. Rúmlega 200 manns var einnig bjargað úr umflotnum húsum í New Bern, um 30.000 manna bæ í Norður-Karólínu. Margir íbúanna komust ekki út úr húsum sínum eftir að áin Neuse flæddi yfir bakka sína. A.m.k. 150 manns biðu enn björg- unar samkvæmt síðustu fréttum í gærkvöldi. Bæjaryfirvöld í New Bern sendu fólkinu skilaboð á Twitt- er: „Við erum að koma til að bjarga ykkur. Þið gætuð þurft að fara upp á aðra hæð eða upp á háaloft, en við komum til að bjarga ykkur.“ Um 4.000 þjóðvarðliðar tóku þátt í björgunarstarfinu, auk sjálfboðaliða. Alls var um 1,7 milljónum manna skipað eða ráðlagt að forða sér frá heimilum sínum vegna óveðursins og um 26.000 manns dvöldu í rúmlega 200 neyðarathvörfum í Karólínuríkj- unum, að sögn CNN. Rúmlega 1.100 flugferðum var aflýst á austurströnd Bandaríkjanna Lýst hafði verið yfir neyðarstandi í fimm ríkjum vegna óveðursins: Karólínuríkjunum tveimur, Georgíu, Maryland og Virginíu. Mikið tjón af völdum fellibylsins  Óttast að heilu bæjarfélögin séu í hættu vegna aftakarigningar og flóða AFP Flóð Björgunarmenn bjarga börnum í bænum New Bern í Norður-Karólínu eftir að áin Neuse flæddi yfir bakka sína. Rúmlega 200 manns var bjargað í bænum eftir að úrhelli sem fylgdi fellibylnum olli miklum vatnavöxtum. Gæti valdið álíka miklum flóðum og Harvey » Óttast var að úrhellið sem fylgir Flórens myndi valda álíka miklum flóðum og rigningarnar sem fylgdu fellibylnum Harvey á síðasta ári. » Tjónið af völdum Harvey var um 125 milljarðar dollara, jafn- virði 13.700 milljarða króna, einkum vegna flóða í Houston og suðausturhluta Texas. » Fellibylurinn Katrína kostaði 1.800 manns lífið árið 2005 í strandhéruðum við Mexíkóflóa, frá miðhluta Flórída til austur- héraða Texas.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.