Morgunblaðið - 15.09.2018, Page 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2018
Hótel Á lóðinni næst Hörpu tekur Mariott-lúxushótel óðum á sig mynd þó að ekki sé byrjað að taka pantanir.
Hari
Almennt séð búum við Íslend-
ingar við mjög öflugt heilbrigðis-
kerfi. Það byggist ekki síst á fag-
lega sterkum mannauði. Sérfræði-
læknar okkar njóta þeirrar
sérstöðu, ólíkt því sem er í mörgum
löndum, að sækja sér framhalds-
menntun víða um heim. Með því
hefur myndast öflugt tengslanet
sem nýst hefur vel okkar fámenna
samfélagi.
Það eru þó brotalamir í okkar
kerfi sem birtast m.a. í biðlistum
eftir mikilvægum aðgerðum og
ófullnægjandi þjónustu í vistunar-
úrræðum fyrir eldri borgara. Það
er óþolandi að fólk búi við skert
lífsgæði og starfsgetu vegna úr-
ræðaleysis varðandi lausnir á
vandamáli sem lækning er til við.
Álagið á heilbrigðiskerfið á eftir
að aukast á næstu árum t.a.m.
vegna þess að hlutfall eldri borgara
eykst ár frá ári. Afleiðingar þessa
munu m.a. birtast í skorti á
heilbrigðisstarfsfólki. Við því þarf
að bregðast, m.a. með því að skapa
tækifæri fyrir þá fjölmörgu heil-
brigðisstarfsmenn sem eru erlendis
til að koma heim. Til að ná utan um
þessa þróun þarf að setja heilbrigð-
isstefnu til skemmri og lengri tíma.
Með sama hætti og við mótum fjár-
málastefnu og leggjum fram sam-
gönguáætlun til að ná utan um
sambærilega hluti á þeim vett-
vangi.
Sjálfstætt starfandi heilbrigðis-
starfsfólk gegnir veigamiklu hlut-
verki í heilbrigðiskerfinu hér eins
og í flestum þeim löndum sem við
berum okkur saman við. Samspil
þeirrar starfsemi við opinbera kerf-
ið eykur augljóslega sveigjanleika
og á þar með að geta aukið á hag-
kvæmni. Það er ekki skynsamleg
ráðstöfum fjármuna að byggja upp
opinbert kerfi sem er í stakk búið
til að taka við öllum toppum í álagi
sem kann að myndast.
Okkur virðist sem stefna núver-
andi heilbrigðisráðherra sé að auka
starfsemi opinberrar heilbrigðis-
þjónustu og á sama tíma draga úr
framlagi sjálfstætt starfandi sér-
fræðinga og heilbrigðisstofnana.
Það er að okkar mati röng stefna
og nauðsynlegt er, áður en stór
skref verða stigin, að fyrir liggi
langtímaáætlun í heilbrigðismálum
okkar. Engum dytti t.a.m. í hug að
fjölga starfsmönnum hjá Vegagerð-
inni þegar auknar framkvæmdir
eru fram undan. Þá er farin sú leið
að bjóða út fleiri og stærri verk til
sjálfstætt starfandi verktakafyr-
irtækja.
Það þarf að bregðast við vand-
anum sem við okkur blasir í dag og
grípa til úrræða sem vinna á bið-
listum. Okkar skoðun er sú að það
eigi að gera með því að bjóða út
verkefni sem sjálfstætt starfandi
fyrirtæki á heilbrigðissviði og
starfsfólk þeirra geta leyst. Í þessu
sambandi má nefna liðskiptaað-
gerðir, vistun heilabilaðra og dag-
vistarúrræði fyrir eldri borgara og
sjúklinga. Við höfum reynslu af að-
gerð sem þessari þegar augn-
steinaaðgerðir voru boðnar út fyrir
nokkrum árum. Verkefnið tókst
mjög vel, biðlisti hvarf á skömmum
tíma og verðið fyrir aðgerðirnar
var mjög hagkvæmt.
Það er á okkar ábyrgð að fá sem
besta nýtingu á því fjármagni sem
til ráðstöfunar er hverju sinni. Það
er engin glóra í þeirri sviðsmynd
sem birtist okkur í umræðunni um
liðskiptaaðgerðir. Sjúklingar eru
sendir til útlanda á sama tíma og
hægt er að framkvæma allt að tvær
til þrjár aðgerðir fyrir verð einnar
hjá sjálfstætt starfandi
heilbrigðisfyrirtækjum hér heima.
Þetta er fráleit ráðstöfun fjár-
magns og svar ráðherrans að ekki
sé gert ráð fyrir fjármunum til að
framkvæma aðgerðirnar hér heima
er algerlega út í hött. Samhliða út-
boðsleið eins og þeirri sem við töl-
um fyrir væri eðlilegt að opinberar
heilbrigðisstofnanir s.s. Landspít-
alinn – háskólasjúkrahús leigðu út
aðstöðu til sjálfstætt starfandi að-
ila. Þannig fengist betri nýting á
t.a.m. skurðstofum og tækjabúnaði
sem ekki er í notkun stóran hluta
sólarhringsins.
Markmiðið á að vera að leita
allra leiða til að bæta þjónustu við
fólk og nýtingu fjármuna, í stað
þess að leggja stein í götu einka-
reksturs í heilbrigðiskerfinu, sem
sannarlega mun leiða til bættrar
þjónustu, betri nýtingar fjármuna
og styttingar biðlista – öllum til
hagsbóta.
Hagsmunir sjúklinga í forgang
Eftir Jón Gunnarsson,
Áslaugu Örnu Sigurbjörns-
dóttur og Brynjar Níelsson
»Markmiðið á að
vera að leita allra
leiða til að bæta þjón-
ustu við fólk og nýtingu
fjármuna, í stað þess
að leggja stein í götu
einkareksturs.
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttur
Höfundar eru þingmenn
Sjálfstæðisflokksins.
Brynjar
Níelsson
Jón
Gunnarsson
Ákveðins misskiln-
ings gætir í umræðu
um samkeppnismál
þegar fullyrt er að
einsleitni í verði á
vörum og þjónustu sé
til marks um samráð. Í
fréttum Stöðvar 2 í
síðustu viku sakaði
verkefnastjóri verð-
lagseftirlits ASÍ lág-
vöruverðsverslanir
engu að síður um
„þögult samráð“ þar sem verðlagn-
ing þeirra á vörum er svipuð. Ásak-
anir um samráð eru ekki léttvægar
og því ætti að fara varlega í slíkar yf-
irlýsingar.
Einsleitt verð getur vissulega ver-
ið einkenni samráðs – en það er líka
einkenni virkrar samkeppni. Þetta
er kannski ekki auðskilið og því
ágætt að reyna að taka einfalt dæmi.
Ímyndum okkur markað þar sem
samkeppni ríkir, t.d. um sölu á kaffi.
Dag einn taka seljendur sig saman
og semja um að hækka verðið til að
auka hagnað hvers og eins. Niður-
staðan verður sú að allir á mark-
aðinum selja kaffið á sama háa verð-
inu. Allir verða að spila með í
samráðinu til að halda verðinu uppi
því ef einn lækkar verðið þá hópast
allir kaffineytendur þangað og hinir
tapa.
Hvað ef heilbrigð virk samkeppni
ríkti á þessum sama kaffimarkaði en
ekkert samráð? Það nákvæmlega
sama myndi gerast, þ.e. kaffiverð
væri svipað eftir samkeppnisaðilum
en þó lægra en ef um samráð væri að
ræða. Sá sem myndi verðleggja
kaffið of hátt myndi fljótlega tapa
öllum sínum viðskiptavinum til
þeirra sem lægra verð hefðu. Í heil-
brigðri samkeppni er niðurstaðan
því svipuð og ef um samráð væri að
ræða, þ.e. verðið helst einsleitt. Eðli
markaða er ólíkt svo að einsleitni í
verði getur verið misjöfn – en nið-
urstaðan er engu að síður sú sama:
Einsleit verðlagning segir lítið sem
ekkert um hvort samráð sé til stað-
ar.
Til að geta sagt nokkuð um sam-
ráð, þögult eða ekki, eða hversu virk
samkeppni er þarf að setja verðlagn-
ingu í samhengi við afkomu, launa-
kostnað, fjármagnskostnað, mark-
aðsaðstæður og fleira. Jafnvel þótt
slíkar upplýsingar liggi
fyrir nægja þær ekki
sem sönnun fyrir sam-
ráði. Í þessu samhengi
má þó nefna að hagn-
aður á íslenskum smá-
sölumarkaði var 4% af
tekjum árið 2016 skv.
tölum Hagstofunnar,
launakostnaður fyr-
irtækja hefur hækkað
um 36% á fjórum árum,
fjármagnskostnaður á
Íslandi er meiri en í ná-
grannalöndunum og
samkeppni fer frekar harðnandi með
innreið erlendra aðila og aukinni
netverslun.
Þannig virðist ekkert tillit tekið til
ofangreindra þátta í fullyrðingum og
röksemdafærslu fulltrúa ASÍ. Í fyrr-
nefndri frétt bendir fulltrúi ASÍ enn
fremur á að innkoma Costco hafi
sannað að um þögult samráð sé að
ræða þar sem svigrúm hafi verið til
verðlækkana. Vert er að benda á að
styrking krónunnar skilaði sér í
lægra vöruverði til neytenda ári áð-
ur en Costco var opnað en innfluttar
mat- og drykkjarvörur lækkuðu um
10,5% frá ársbyrjun 2016 þar til
Costco var opnað 2017. Síðan þá hef-
ur verðið aftur á móti hækkað um
1%. Fleira kemur til, þar á meðal
fyrrgreindir þættir sem þrýsta þó
frekar verði upp á við ef eitthvað er.
Því er ekki að sjá að einhverskonar
samráð hafi haldið aftur af verð-
lækkunum – þvert á móti.
Viðskiptaráð hefur í yfir heila öld
stutt virka samkeppni og jafnan
samkeppnisgrundvöll fyrirtækja á
Íslandi. Í raun finnast fáir sem eru
mótfallnir samkeppni, enda er hún
mikilvægt afl framfara og bættra
lífskjara allra. ASÍ og Viðskiptaráð
eru að öllum líkindum í megin-
atriðum sammála um þetta. Aðhald
neytenda er líka af hinu góða og eðli-
legur hluti af virkri samkeppni. Það
réttlætir þó ekki að hrópa samráð sé
verð einsleitt.
Sama verð þýðir
ekki samráð
Eftir Ástu Sigríði
Fjeldsted
Ásta Sigríður
Fjeldsted
»Einsleit verðlagning
segir lítið sem ekk-
ert um hvort samráð
sé til staðar.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Viðskiptaráðs Íslands.