Morgunblaðið - 15.09.2018, Side 28

Morgunblaðið - 15.09.2018, Side 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2018 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Fiskidagurinn mikli var nýlega haldinn á Dalvík. Á sama tíma var„viskídagurinn mikli“ haldinn í litlum sumarbústað í Borgarfirði aðfrumkvæði tveggja íslenskukennara við virðulega stofnun, en báðireru bindindismenn. Íslenskukennarar grípa gjarnan tækifæri sem bjóðast til að benda á leynd- ardóma tungumálsins. Atriðin hér að ofan má t.d. tengja við hljóðfræði: rödd- uð hljóð og órödduð (v/f) og muninn á i og í. Hvað hljóðin i og í snertir má benda á að þau vilja stundum renna saman og þá verður „vinkona mín“ að „vínkona mín“ – og „vinskapur“ gæti jafnvel orðið „vínskápur“. Kennarinn: Jæja, krakkar mínir, hvaða orðflokki til- heyrir „íslenska“? Nemandi: Þetta er auðvit- að nafnorð, enda getur það bætt við sig greini, sbr. „ís- lenskan er falleg“. K: Satt er það en svarið er ekki fullkomið. Nem. 2: Þetta getur líka verið lýsingarorð, sbr. „ís- lenska konan“. K: Hárrétt, en betur má ef duga skal. Löng og spennuþrungin þögn. Hver verður fyrstur? Nem. 3: Sagnorð! Við get- um sagt: „Hvernig á að ís- lenska þetta?“ Hávarðar saga Ísfirðings er ein af Íslendingasögunum. Hún er óvenjuleg um margt, en bráðskemmtileg, t.d. þeg- ar lýst er samskiptum hjónanna Bjargeyjar og Hávarðs þar sem hún sakar bónda sinn um „allmikla lygi“ (kafli 9). Margt má læra af þessari sögu, sbr. safaríkan orðaforða: Vakur var „maður lítill og smáskitlegur, vígmálugur og títtmálugur“. En Hávarður bóndi var „fullur upp harms og óyndis og skap- rauna“ [hliðstæður]. Og fyrir áhugamenn um réttritun má taka dæmi úr Háv- arðar sögu: „Og er þeir voru búnir [þ.e. búnir til brottfarar] sneri hann [þ.e. Hávarður] að Bjargeyju og minntist við hana, kvað þá eigi sýnt vera nær [þ.e. hvenær] þau fyndust.“ Með því að grandskoða þessa einu málsgrein (með nú- tímastafsetningu!) getur kennarinn lyft stafsetningarkunnáttu nemenda sinna á hæsta plan – og þeir hugsa til hans með þakklæti ævilangt. Hvað gerir kennarinn fleira? Hann bendir á hvernig við erum farin að „mixa málið“ og spyr: Viljum við halda áfram á þeirri braut? Viljum við tala um súb- stans og möst og mega næs? Viljum við deita og kommentera? Eru til góð og gild íslensk orð yfir kaos og skeptískur? [Svar: ringulreið/ hrærigrautur; tor- trygginn.] Grípum erlendu sletturnar á lofti og spyrjum nemendur hvernig orða megi á íslensku. Morgunblaðið birti á dögunum mynd af auglýsingaskiltum á gangstétt- arbrún í miðbæ Reykjavíkur. Þar stóð allt á ensku. Íslenskan fékk ekki einu sinni að standa neðst á skiltunum (þar hefðu ferðamennirnir fengið örlitla æf- ingu í íslensku!). Og hvers vegna skrifum við ekki Þingvellir í stað Thingvellir? Þær milljónir ferðamanna sem hingað koma hefðu gaman af að fræðast um stafina þ og ð. Og gleymum ekki þeim þúsundum útlendinga sem hér búa og gjarnan vilja læra íslensku en fá ekki tækifæri til þess. Hvernig væri að fara að tala við þá á íslensku? Viskídagurinn mikli Tungutak Baldur Hafstað bhafstad@hi.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Auglýsingaskilti Íslenskan fékk ekki einu sinni að standa neðst á skiltunum. Umræður um stefnuræðu Katrínar Jak-obsdóttur forsætisráðherra á Alþingi sl.miðvikudagskvöld voru tíðindalitlar fram-an af. Í stefnuræðunni sjálfri voru litlar sem engar vísbendingar um að ríkisstjórnin væri far- in að skynja og skilja stöðu mála á vinnumarkaði. Að svo miklu leyti sem forsætisráðherra fjallaði um þau mál var það endurtekning á því sem hún hefur áður sagt um vinsamleg samtöl við aðila vinnumarkaðar, afnám kjararáðs o.s.frv. Í ræðu Bjarna Benediktssonar fjármála- og efna- hagsráðherra var heldur engar vísbendingar að finna um að forystumenn stjórnarflokkanna átti sig á stöðu mála á vinnumarkaði, þótt ræðan væri hins vegar gott yfirlit um þann árangur sem náðst hefur við að rétta af fjárhagsstöðu íslenzka ríkisins frá hruni. Sama má segja um ræðu Sigurðar Inga Jóhanns- sonar, en þau þrjú skipa forystusveit þessarar ríkis- stjórnar. Hins vegar vakti það athygli að Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, gaf í annað skipti á nokkrum dögum til kynna að hann skildi hvers konar áhrif launahækkanir æðstu embættis- manna, ráðherra og þingmanna hefðu haft á stöðu mála í væntanlegum samningaviðræðum á vinnumarkaði. Hið sama gerði hann í Silfri RÚV á dögunum. Og jafnvel mátti skilja þingmanninn á þann veg að hann teldi að hugsanlega þyrfti að taka eitthvað af því til baka. Þetta vakti athygli vegna þess að Samfylkingin hefur fram að þessu gengið í takt við stjórnarflokkana um þessi mál að mestu leyti. Hins vegar komu ræðuhöld Jóns Þórs Ólafssonar, þingmanns Pírata, um þessi mál ekki á óvart vegna þess að þeir eru eini flokkurinn sem frá upphafi hef- ur varað við áhrifum og afleiðingum ákvarðana kjar- aráðs að þessu leyti. En undir lok þessara umræðna á miðvikudagskvöld gerðist það óvænta, að einn af ráðherrum ríkisstjórn- arinnar, Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra, talaði á allt annan veg en ráðherrar í ríkisstjórninni hafa gert til þessa um kjaramálin. Ráðherrann sýndi með ræðu sinni að hann skynjar þá „þungu undiröldu“, sem hann nefndi svo, sem er í samfélaginu vegna þessara mála og með tilvísun í eigin launakjör og annarra í þingsalnum var augljóst að hann taldi að þar væri að finna þann ásteytingar- stein sem takast yrði á við ef ekki ætti illa að fara. Hann vísaði einnig til launahækkana forstjóra og for- stöðumanna ríkisfyrirtækja og -stofnana og upplýsti að hann hefði átt samtöl við forsvarsmenn þessara aðila, sem skýrðu ákvarðanir sínar með samanburði við einkageirann. Og loks skoraði hann á aðila vinnu- markaðarins að stöðva þá „vitleysu“, sem hann nefndi svo, sem í aðsigi væri um kaupaukakerfi í fyr- irtækjum sem lífeyrissjóðir landsmanna ættu að verulegu leyti. Með þessari ræðu hefur ráðherrann augljóslega brotið ísinn og vísbendingar um að viðbrögð við ræðu hans, innan og utan þings, hafi verið á þann veg að hún muni á næstu vikum og mánuðum móta meira umræður um þessi viðkvæmu mál en þögnin sem ríkt hefur af hálfu stjórnmálastéttarinnar fram til þessa. Kannski kemur einhverjum á óvart að þessi rödd heyrist úr röðum framsóknarmanna. Þegar horft er yfir lengra tímabil í sögu Framsóknarflokksins en þessa öld þarf það hins vegar ekki að koma á óvart. Lengst af í sögu sinni hefur Framsóknarflokkurinn ekki síður hallað sér til vinstri en hægri og hugsan- lega er ræða Ásmundar Einars vísbending um að fram sé að koma á vettvangi flokksins nýr forystu- maður á þeim væng flokksins sem lítið hefur farið fyrir seinni árin. Það er heldur ekki hægt að útiloka að málflutningur af þessu tagi njóti meiri velþóknunar forsætisráðherra en fram hefur komið opinberlega. Það er að sjálfsögðu hlutverk Katr- ínar Jakobsdóttur að halda þessu samstarfi þriggja ólíkra flokka saman og til að það takist þarf hún að færa einhverjar fórn- ir. Hitt fer ekki á milli mála að út frá heildarhags- munum þjóðarinnar skiptir máli að þetta stjórn- arsamstarf haldist út kjörtímabilið og með því takist að skapa meiri sátt í samfélagi okkar en verið hefur um of langt skeið. Þeir sem þannig hugsa hafa hins vegar haft áhyggjur af því að skortur á skilningi forystusveitar ríkisstjórnarinnar á fyrrnefndri „þungu undiröldu“ gæti stofnað því samstarfi í hættu vegna uppnáms á vinnumarkaði. Þegar horft er til þessarar ræðu félags- og jafn- réttismálaráðherra, ummæla formanns Samfylkingar um ákvarðanir kjararáðs og málflutnings þingmanns Pírata er alls ekki óhugsandi að á hinum pólitíska vettvangi gæti tekizt samstaða um aðgerðir sem gætu tryggt skynsamlega kjarasamninga á vinnu- markaði og skapað forsendur fyrir því að sú vel- gengni sem við höfum búið við síðustu árin geti hald- ið áfram, öllum landsmönnum til hagsbóta. En það verður aldrei raunveruleg sátt í samfélag- inu nema hún nái til allra. Í þeim efnum mættu þing- menn og ráðherrar hugleiða þá ábendingu Ingu Sæ- lands, formanns Flokks fólksins, í umræðunum, að þeir sjö þingmenn og ráðherrar sem hefðu talað á undan henni hefðu í ræðum sínum aldrei tekið sér í munn orðið fátækt. Fátækt er hins vegar staðreynd í okkar samfélagi en hún er ekki öllum sýnileg. En þótt svo sé má hún ekki gleymast. Ræða sem vakti athygli Er hugsanlegt að hún njóti velþóknunar forsætisráðherra? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Guðmundur G. Hagalín sagði eittsinn, að Þórbergur Þórðarson hefði verið þjóðfífl Íslendinga, ekki þjóðskáld. Hafði Hagalín eflaust í huga ýmis afglöp Þórbergs, til dæmis þegar hann kvaðst eftir árás Hitlers á Pólland 1. september 1939 skyldu hengja sig, ef Stalín réðist líka á Pólland. Eftir að Stalín réðst á Pólland 17. september, varð Þórbergur að landsviðundri. Ég leiðrétti í bókinni Íslenskum kommúnistum 1918-1998 ýmsar missagnir Þórbergs. Soffía Auður Birgisdóttir bók- menntafræðingur skrifaði í Skírni 2015 ritgerð um kvæðið „Marsinn til Kreml“, sem Þórbergur orti til höfuðs Hannesi Péturssyni, eftir að nafni minn hafði leyft sér að birta í Stúdentablaðinu 1956 ljóð gegn Kremlverjum, sem þá höfðu nýlega barið niður uppreisn í Ungverja- landi. Í ritgerð sinni minntist Soffía Auður á, að Þórbergur tilfærði í kvæði sínu tvö vísuorð úr Horst Wessel söng þýskra þjóðernisjafn- aðarmanna: „Wenn das Judenblut von Messer spritzt/denn geht uns nochmals so gut“. Neðanmáls í kvæði sínu þýddi Þórbergur þau svo: Þegar gyðingablóðið spýtist úr hnífnum, þá gengur okkur hálfu betur. Þótt Soffía Auður leiðrétti í rit- gerð sinni nafnið á varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sem Þór- bergur fór rangt með í kvæðinu, lét hún þess ógetið, að vera á „vom“ en ekki „von“ í fyrra vísuorðinu, eins og allt þýskumælandi fólk sér á augabragði. Það er þó smáatriði í samanburði við þann mikla ann- marka, sem farið hefur fram hjá Soffíu Auði og ritrýnendum Skírn- is, að þessi ógeðfelldu vísuorð eru alls ekki úr Horst Wessel söngn- um, sem er prentaður í prýðilegri þýðingu Böðvars Guðmundssonar í 2. hefti Tímarits Máls og menning- ar 2015. Þau eru úr „Sturmlied“, sem SA-sveitir þjóðernisjafn- aðarmanna kyrjuðu iðulega á þrammi sínu um þýskar borgir á fjórða áratug. Þetta hergönguljóð var andgyðinglegt tilbrigði við þýskan byltingarsöng frá 1848, Heckerlied. Vísuorðin tvö koma meðal annars fyrir í áhrifamikilli og læsilegri sjálfsævisögu Richards Krebs, sem var flugumaður Alþjóðasambands kommúnista og skrifaði undir dul- nefninu Jan Valtin. Hún nefndist á íslensku Úr álögum og kom út í tveimur bindum 1941 og 1944, og endurútgaf ég hana með formála og skýringum 2016. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Þórbergur um nasistasöng

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.