Morgunblaðið - 15.09.2018, Page 31
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2018
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
S TA K E
H Æ G I N DA S TÓ L L
M E Đ S K E M L I
k r . 2 5 7 . 7 0 0
Kókosjógúrt
Fimm góðar ástæður til að velja lífræna jógúrt
Lífrænar
mjólkurvörur
• Engin aukaefni
• Meira af Omega-3
fitusýrum
• Meira er af CLA
fitusýrum sem byggja
upp vöðva og bein
• Ekkert undanrennuduft
• Án manngerðra
transfitusýra
www.biobu.is
Tilbúinn til neyslu, en má hita.
Afbragðs vara, holl og
næringarík.
Söluaðilar: Hagkaup, Iceland verslanir, Melabúðin, Nettó, Samkaup kjörbúðir,
Samkaup krambúðir og Pure Food Hall í flugstöðinni Keflavík.
Heitreyktur lax
Íbúar á hjúkrunar-
og dvalarheimilum
sem fengið hafa var-
anlega búsetu geta
þurft að taka þátt í
dvalarkostnaði sínum.
Kostnaðarþátttaka
þeirra er mismunandi,
enda tekjutengd og
ákvörðuð af Trygg-
ingastofnun á grund-
velli tekjuáætlana.
Kostnaðarhlutdeild heimilisfólks
dregst frá þeim daggjöldum sem
öldrunarheimilin fá greidd mán-
aðarlega í samræmi við nýtingu
hverju sinni frá Sjúkratryggingum
vegna dvalar íbúanna á heimilunum.
Rukka fyrir ríkið
Rétt er að undirstrika að kostn-
aðarþátttaka einstaklinga hefur
engin áhrif á heildardaggjöldin sem
hjúkrunar- og dvalarheimili lands-
ins hafa úr að spila. Hins vegar er
heimilunum gert að innheimta fyrr-
greinda kostnaðarhlutdeild af heim-
ilisfólki sínu og því til viðbótar að
innheimta endurútreikning sem
gerður er á grundvelli skatt-
framtals liðins árs. Því til vitnis
fengu heimilin um mánaðamótin
ágúst/september tilkynningu frá
Sjúkratryggingum þar sem útlistað
er hversu háa upphæð heimilin
skuli innheimta af tilteknum íbúum
heimilanna og eftir atvikum hverjir
skuli fá endurgreiðslu; hvort
tveggja á grundvelli skattframtals
einstaklinganna vegna ársins 2017.
Í sumum tilvikum, því miður, eru
einstaklingar látnir og jafnvel búið
að gera upp dánarbú viðkomandi.
Innheimtan getur því eðli málsins
samkvæmt oft á tíðum reynst flók-
in, tímafrek og tilfinningarík.
Flókið að útskýra
Þetta innheimtuhlutverk, sem
hjúkrunar- og dvalarheimili lands-
ins sitja nauðug í, er þungur baggi
að bera, ekki síst vegna þess mis-
skilnings sem oft kemur upp meðal
íbúa og aðstandenda varðandi eðli
greiðslnanna. Sumir heimilismenn
taka ekki þátt í kostnaði vegna bú-
setu sinnar. Aðrir íbúar standa
straum af allt að hámarksþátttöku
sem eru ríflega 400 þúsund krónur
á mánuði. Þennan mun er oft erfitt
að útskýra, ekki síst þegar einstakl-
ingar fá algerlega samræmda þjón-
ustu eins og vera ber. Þess eru
mörg dæmi að íbúar og aðstand-
endur telji að hjúkrunarheimilin fái
þessar greiðslur umfram dag-
gjöldin.
Getur bitnað á rekstri
heimilanna
Stjórnendur hjúkrunar- og dval-
arheimila hafa um árabil gert alvar-
legar athugasemdir við það hlut-
skipti sitt að vera starfandi inn-
heimtustofnun fyrir hönd ríkisins
með framkvæmd á innheimtu dag-
gjalda og uppgjöri vegna skattskila
mörg hundruð einstaklinga eins og
fyrr greinir. Það færi betur á því og
væri mun eðlilegra fyrirkomulag að
Tryggingastofnun sæi alfarið um
innheimtuna f.h. ríkissjóðs. Þess
eru enn fremur dæmi að heimilin
fái ekki greidda reikninga fyrir
daggjöldum þrátt fyrir þá miklu
vinnu sem heimilin leggja í f.h. rík-
isins og leggi að auki út fyrir kostn-
aði vegna innheimtunnar. Í þessum
tilvikum birtist afleiðingin í formi
skertra daggjalda og þar af leiðandi
hreinum tekjumissi sem er graf-
alvarlegt mál, ekki síst fyrir minni
heimili landsins sem eru í stöðugri
baráttu við að ná endum saman í
daglegum rekstri.
Ríkið sinni eigin
innheimtumálum
Rammasamningur milli Sjúkra-
trygginga Íslands og hjúkr-
unarheimila um þjónustu heim-
ilanna rennur út í árslok 2018.
Viðræður um endurnýjun og endur-
skoðun þess samnings eru nýhafn-
ar. Hjúkrunarheimilin leggja mikla
áherslu á að losna undan inn-
heimtuhlutverki því sem að ofan var
lýst og telja það raunar eina af
þeim forsendum sem uppfylla þurfi
í nýjum samningi. Í ljósi þeirrar
staðreyndar að ríkið tekur oft á tíð-
um stórar og afdrifaríkar sam-
félagsákvarðanir án mikils fyrirvara
ætti að vera leikur einn fyrir hið op-
inbera að axla sjálft eigin inn-
heimtumál er varða íbúa hjúkrunar-
og dvalarheimila eins og það gerir
nú þegar varðandi aðra borgara
landsins. Við skorum því á rík-
isvaldið að ganga hratt og örugg-
lega í málið.
Öldrunarheimili í hlutverki
innheimtustofnana ríkisins
Eftir Björn Bjarka
Þorsteinsson og
Pétur Magnússon
»Ríkið á að sjálfsögðu
að axla sjálft eigin
innheimtumál er varða
íbúa öldrunarstofnana
eins og það gerir nú
þegar varðandi aðra
borgara landsins.
Björn Bjarki
Þorsteinsson
Höfundar eru varaformaður
og formaður Samtaka fyrirtækja
í velferðarþjónustu.
Pétur
Magnússon
Kristin trú virðist
um þessar mundir
eiga marga háværa
óvildarmenn sem
nota hvert tækifæri
til að reyna að sverta
hana með öllum til-
tækum ráðum og
reyna t.d. að notfæra
sér í þessu samhengi
þegar kristnir ein-
staklingar misstíga
sig eða fremja óhæfu-
verk.
Þessi staða fékk mig sem krist-
inn einstakling til þess að hugsa:
Þetta er skelfilegt, breyskar mann-
eskjur verða til þess að mögulega
ræna annað fólk trúnni á Jesú! En
málið er: ef trú okkar á Jesú og
boðskap hans er háð mannfólki og
gjörðum þess eigum við ekki séns á
að vera kristin. Ástæðan er sú að
við getum ekki byggt trú okkar á
mannlegu eðli eða gjörðum. Það
skiptir engu máli hver á í hlut;
engin manneskja er fullkomin og
það skiptir engu máli við hvað við-
komandi starfar, það má finna fólk
sem misstígur sig eða gerir slæma
hluti í öllum starfsstéttum og í öll-
um kimum samfélags-
ins.
Tilgangur minn með
þessum skrifum er að
sjálfsögðu ekki að rétt-
læta brotafólk eða
breyskar manneskjur.
Alls kyns níðingar,
þjófar og aðrir glæpa-
menn fyrirfinnast því
miður og hafa alla tíð
gert í öllum tegundum
fyrirtækja og stofnana
í samfélaginu, þ.á m. í
kirkjunni. Það viljum
við ekki líða og verðum að berjast
gegn eins og mögulegt er. Hins
vegar megum við ekki láta mann-
leg villidýr ræna okkur trúnni á
Jesú Krist. En það er kannski
megintilgangur þessara villidýra?
Látum ekki annað fólk
ræna okkur trúnni
Eftir Sigurð
Ragnarsson
Sigurður
Ragnarsson
»Ef trú okkar á Jesú
og boðskap hans er
háð mannfólki og gjörð-
um þess eigum við ekki
séns á að vera kristin.
Höfundur er sviðsstjóri viðskipta-
sviðs Háskólans á Bifröst.
sigurdragn@yahoo.com
Allt um sjávarútveg