Morgunblaðið - 15.09.2018, Side 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2018
✝ Óli SveinnBernharðsson
fæddist á Ólafsfirði
27. nóvember 1937.
Hann lést á sjúkra-
húsi á Tenerife 23.
ágúst 2018.
Foreldrar hans
voru Bernharð
Ólafsson frá Hjalt-
eyri, f. 1906, d.
1990, og Sigríður
Ólöf Guðmunds-
dóttir frá Ólafsfirði, f. 1908, d.
1964.
Alsystkini: Þórður Bern-
harðsson, f. 1933, d. 1950,
Freydís Bernharðsdóttir, f.
1934, d. 2014, Hreinn Bern-
harðsson, f. 1942, Aðalsteinn
Bernharðsson, f. 1948, d. 1998.
Hálfsystkini: Aðalheiður
Maggý Bernharðsdóttir, f.
1930, d. 2007, Erla Bernharðs-
dóttir, f. 1931, d. 2018.
Óli Benna, eins og hann var
oft kallaður í daglegu tali,
kvæntist Margréti Pálsdóttur
frá Þingholti, f. í Vestmanna-
eyjum 24.1. 1932, d. 5.2. 2014,
þann 20. maí 1961. Foreldrar
hennar voru Þórsteina Jó-
hannsdóttir, f. 1904, d. 1991, og
Páll Sigurgeir Jónasson, f.
1900, d. 1951.
börn, b) Þórdís Brynjólfsdóttir,
f. 1980, í sambúð með Ægi Val-
geirssyni, f. 1976, þau eiga
þrjár dætur, c) Margrét Ósk
Brynjólfsdóttir, f. 1990.
Óli Sveinn var fæddur og
uppalinn á Ólafsfirði og var á
sínum yngri árum virkur í
íþróttum bæði skíðum og sundi.
Snemma hóf hann störf hjá ná-
granna sínum og vini, Sig-
mundi Jónssyni, við málaraiðn
og samhliða stundaði hann nám
við iðnskólann. Um tvítugsald-
urinn fer hann svo á vertíð til
Vestmannaeyja og er fljótlega
kominn í vélskólann þaðan sem
hann útskrifaðist sem vélstjóri.
Lengstum var hann vélstjóri á
Hugin VE, seinni hluta starfs-
ferilsins var hann vélstjóri á
Lóðsinum hjá Vestmannaeyja-
höfn.
Óli Sveinn og Margrét hófu
sinn búskap í Jónsborg en 1963
hefjast þau handa við að
byggja Búastaðabraut 15, húsið
hafði aðeins staðið tilbúið í þrjá
mánuði þegar eldsumbrot urðu
á Heimaey og húsið varð eld-
gosinu að bráð. Þau bjuggu
lengstum í Keflavík á meðan
gosið stóð yfir og fluttu svo aft-
ur til Vestmannaeyja í janúar
1974. Þann 12. júlí 1975 fluttu
þau inn í nýbyggt húsnæði í
Hátúni 10.
Útför Óla Sveins fer fram
frá Landakirkju Vest-
mannaeyjum í dag, 15. sept-
ember 2018, og hefst athöfnin
klukkan 14.
Óli Sveinn og
Margrét eignuðust
saman tvo syni: 1)
Bernharð Ólason,
verkfræðingur, f.
1967, kvæntur
Soffíu Eiríks-
dóttur, lýðheilsu-
og hjúkrunarfræð-
ingi, f. 1970. Börn
þeirra: a) Óli
Sveinn Bernharðs-
son, f. 1991, b)
Guðbjörg Birta Bernharðs-
dóttir, f. 1995, c) Eiríkur Bern-
harðsson, f. 1999. 2) Hafþór
Ólason, rafvirki, f. 1971, í sam-
búð með Bryndísi Hauksdóttur,
f. 1978, dóttir Hafþórs er Birna
Hlín Hafþórsdóttir, f. 2004, og
uppeldisdóttir Katrín Noemia,
f. 1999, börn Bryndísar eru
Brynhildur Ýr, f. 1997, Gabrí-
ela Ýr, f. 2004, Haukur Birgir,
f. 2006.
Fyrir átti Margrét eina
dóttur: 3) Hrafnhildur Hlöð-
versdóttir, hárgreiðslumeist-
ari, f. 1953, maki Brynjólfur
Sigurðsson prentari, f. 1952.
Þau eiga tvær dætur og fyrir
átti Hrafnhildur einn son, a)
Vigni Frey Andersen, f. 1971,
kvæntur Halldóru Halldórs-
dóttur, f. 1972, þau eiga þrjú
Mig langar með fáeinum orð-
um að minnast tengdaföður míns
Óla Sveins Bernharðssonar, sem
borinn er til grafar í dag frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum.
Óli Sveinn fæddist á Ólafsfirði
árið 1937. Þar ólst hann upp í
samhentri fjölskyldu og voru þau
systkinin alla tíð mjög náin og
nutu samvista saman, bæði hér
heima sem og erlendis í fríum.
Ólafsfjörður átti alla tíð stóran
sess í hjarta Óla og fór hann nær
árlega á heimaslóðir að vitja ætt-
ingja og fara til berja en hvergi
var að finna betri berjalönd en
þar að sögn hans.
Óli fór ungur á sjó en langaði
að mennta sig frekar og lærði til
vélstjóra í Vélskóla Íslands og
starfaði sem slíkur alla sína
starfsævi. Fyrst á ýmsum togur-
um, lengst af á Hugin VE, og síð-
ustu árin var hann vélstjóri á
Lóðsinum í Vestmannaeyjum.
Hann kynntist ástinni sinni
Margréti Pálsdóttur (Maddý) í
Eyjum og giftu þau sig 20. maí
1961. Þau voru einstaklega sam-
hent og nutu samvista hvort við
annað allt þar til Maddý lést 5.
febrúar 2014 og var söknuður Óla
mikill, en nú loks eru þau saman
á ný.
Óla var margt til lista lagt,
hann var nær fullnuma í málara-
iðn og var óspar á að hjálpa til við
að mála hvernig sem á stóð. Hann
var handlaginn og natinn við alla
hluti og bar heimili þeirra Mad-
dýjar þess vel merki. Hann bak-
aði vöfflur og vínarbrauð og hafði
gaman af að slá upp vöfflukaffi
þar sem allir voru velkomnir.
Óli var einstaklega hjálpsamur
og taldi ekkert eftir sér, hvort
sem það var að snúast með
barnabörnin, mála, aðstoða við
húsbyggingar eða plasta innrétt-
ingar svo eitthvað sé nefnt. Ég
veit að við erum mörg sem þökk-
um fyrir góðar stundir og ljúfar
minningar sem ylja á erfiðum
tímum.
Ég kveð þennan sómamann
með ljóðinu Ég bið að heilsa eftir
Jónas Hallgrímsson:
Nú andar suðrið sæla vindum þýðum;
á sjónum allar bárur smáar rísa
og flykkjast heim að fögru landi ísa,
að fósturjarðar minnar strönd og
hlíðum.
Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum
um hæð og sund í drottins ást og friði;
kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði;
blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum
fríðum.
Soffía Eiríksdóttir.
Elsku Óli afi. Vonandi líður
þér vel uppi á himninum. Þú
varst eitt það besta í lífi mínu og
þú munt verða það alltaf. Ég gat
alltaf sagt við þig hvernig mér
leið og þú varst alltaf svo
skemmtilegur. Ég man þegar ég
var fimm ára og þú kenndir mér
að flétta og ég er rosalega þakk-
lát fyrir að ég hafi búið til minn-
ingar með þér og að þú hafir ver-
ið með mér allt mitt líf og þú
varst stór hluti af lífi mínu. Ég
gæti ekki verið þakklátari.
Ég gæti skrifað endalaust um
þig. Ég elska þig.
Ástar- og saknaðarkveðjur,
Hrafnhildur Klara
Ægisdóttir.
Það eru forréttindi og blessun
að fá að ganga út í lífið sem barn
með góða ömmu og afa sem
fylgja manni á uppvaxtarárum og
fram á fullorðinsár. Ég var þeirr-
ar gæfu njótandi að hafa þig í
mínu lífi, elsku afi minn. Nú ertu
farinn í Sumarlandið og það er
erfitt að átta sig á þessu. Sökn-
uðurinn er mikill og sár. En
minning þín er ljós í lífi okkar.
Allar þær stundir sem ég átti í
Eyjum sem barn með þér og
ömmu eru yndislegar og dýr-
mætar. Þegar þú sóttir mig í ófá
skiptin upp á flugvöll og amma
beið heima með kökur, þegar þú
fórst með mig á Lóðsinn og á
Létti, ferðin okkar til Flórída
1988, páskarnir, áramót og þrett-
ándagleðin, allar Þjóðhátíðirnar,
ég gæti lengi talið. Þessar minn-
ingar ylja mér.
Afi, þú varst svo góður og blíð-
ur maður og vel af Guði gerður.
Dætur mínar elska þig mikið og
sakna þín nú sárt. Við erum óend-
anlega þakklát fyrir þær stundir
sem við áttum með þér í Eyjum
um verslunarmannahelgina.
Þegar við fórum saman út að
borða og þú og Ægir höfðuð alltaf
um svo mikið að tala, spjölluðuð
um daginn og veginn, það var
mikill kærleikur á milli ykkar,
kærleikur sem mér þótti afar
vænt um. Ægir minn hafði orð á
því þessa daga okkar í Eyjum að
njóta samverunnar með sínu fólki
og gefa því tíma, því við vitum
aldrei. Að því sögðu sótti hann
þig og fór með þig á bryggjurúnt.
Daginn eftir komum við með ís til
þín, sátum og spjölluðum og þú
varst svo glaður og ánægður.
Þessar góðu stundir eru okkur
svo dýrmætar nú, því ekki viss-
um við að þetta yrðu okkar síð-
ustu samverustundir. Tveimur
vikum seinna kvaddirðu þennan
heim.
Þú varst alltaf svo duglegur að
koma til Reykjavíkur og heim-
sækja okkur öll, það vafðist ekk-
ert fyrir þér að keyra um allar
trissur og ferðast milli lands og
Eyja. Í einni af heimsóknum þín-
um kenndir þú Hrafnhildi minni
að flétta hár, þá var hún fimm ára
og hún man það svo vel. Það eru
ekki allir afar sem geta kennt að
flétta, en það gerðir þú svo eftir-
minnilega.
Það eru þessi kaflaskil í lífi
manns sem geta oft reynst svo
erfið. Amma og afi sem fylgt hafa
manni frá barnæsku og hafa
skipað svo stóran sess í lífi manns
eru farin og koma aldrei aftur. Þú
beiðst alltaf við bryggjuna þegar
við komum með Herjólfi, og tókst
á móti okkur. Einu sinni voruð
það amma og þú, svo varst það þú
einn og ég var ekki enn búin að
venjast því að amma væri ekki
þarna með þér. Nú verður engin.
Það er skrýtið og það er sárt.
Óraunverulegt. Þá er gott að ylja
sér við fallegar og ljúfar minn-
ingar. En svona er lífið, einn fer
og annar kemur. Ég er svo þakk-
lát fyrir allan þann tíma og öll
þau ár sem ég fékk að hafa þig í
lífi mínu og barna minna.
Ég veit að þú saknaðir elsku
ömmu Maddýar svo mikið, þið
voruð svo náin og ég hugga mig
við það að nú eruð þið sameinuð á
ný dansandi saman í Sumarland-
inu, hamingjusöm og ástfangin.
Hafðu þökk fyrir allt og allt,
elsku Óli afi minn, þú verður
ávallt í hjarta mínu og okkar
allra.
Þín
Þórdís.
Óli afi var hugulsamur og blíð-
ur maður sem hugsaði ávallt vel
um okkur systkinin. Hann var
húmoristi sem fannst fátt betra
en að eyða gæðastundum með
fjölskyldu sinni, hvort sem það
var úti í Eyjum eða hér uppi á
landi.
Hátún 10 var okkar griðastað-
ur í Vestmannaeyjum, risastóra
húsið þeirra ömmu og afa gat
hýst alla stórfjölskylduna yfir
Þjóðhátíð. Sumir þurftu þó að
sofa á vindsængum inni í sólhúsi
eða í bílskúrnum, samt virtist
alltaf vera lítið mál fyrir afa og
ömmu að láta fara vel um alla.
Alltaf þegar komið var í heim-
sókn til ömmu og afa í Vest-
mannaeyjar var nóg að gera, svo
sem að spranga, bryggjurúntur-
inn, sund eða að kíkja í heimsókn
hjá ættingjum og vinum. Yfirleitt
endaði dagurinn á stoppi í sjopp-
unni þar sem við keyptum bland í
poka því þegar við vorum í heim-
sókn hjá þeim mátti horfa á sjón-
varpið og borða nammi eins lengi
og maður vildi. Þó vorum við allt-
af steinsofnuð langt á undan afa,
samt þegar maður kom fram úr
daginn eftir var útvarpið alveg í
botni og hann búinn að leggja á
borð fyrir morgunmatinn.
Ein helsta minning okkar af
afa er sennilegast þegar hann
starfaði sem vélstjóri á Lóðs-
inum.
Þá leyfði hann okkur reglulega
að koma með í stuttar siglingar.
Við fengum að fara með honum
niður í vélarúmið að ræsa vélina.
En maður þurfti alltaf að passa
sig á því að snúa rétt í stiganum á
leiðinni niður og setja á sig
heyrnarhlífar, því það voru svo
rosaleg læti í vélinni.
Svo sátum við með honum um
borð, spiluðum ólsen ólsen og
borðuðum matarkex.
Afi var mjög duglegur að kíkja
í heimsókn til Reykjavíkur og oft-
ar en ekki bauð hann okkur að
fara með honum í bakarí. Reynir
bakari varð alltaf fyrir valinu
enda hittast Eyjamenn þar og
ræða málefni líðandi stundar.
Helstu ferðir hans með okkur
voru þó bíóferðirnar, þar sem við
fórum á helstu spennumyndina í
sýningu og þó að hann ætti erfitt
með að bera fram enska heiti
myndarinnar skemmti hann sér
alltaf vel.
Hann var dyggur stuðnings-
maður ÍBV og vildi alltaf ræða
stöðu liðsins í deildinni, hvort
sem það var fótbolti eða hand-
bolti. Þó svo að við værum ekki
jafn dugleg að fylgjast með stöð-
unni bauð hann okkur alltaf með
á stærstu leikina ef ÍBV var að
keppa.
Duglegri og betri mann er erf-
itt að finna, hann naut lífsins og
góðra stunda með fólki sem hann
elskaði og elskaði hann.
Við munum sakna afa okkar
innilega og erum þakklát fyrir
allar þær góðu stundir sem við
áttum.
Óli Sveinn, Guðbjörg Birta
og Eiríkur.
Það var þungt að kyngja þeim
erfiðu fréttum sem okkur bárust
22. ágúst að Óli móðurbróðir okk-
ar lægi alvarlega veikur á spítala
á Tenerife.
Óli frændi var fjórum árum
yngri en mamma okkar, Freyja.
Það var afskaplega kært með
þeim systkinum öllum. Óla er
vart hægt að nefna án þess að
nefna Maddý konu hans í sömu
andrá, svo samrýmd og kærleiks-
rík voru þau hjón.
Óli og Maddý komu norður til
Ólafsfjarðar helst á hverju sumri,
oft í ágúst til að tína ber í leiðinni
og var þá sultað og saftað á
Brekkugötunni. Stundum komu
þau seinna á haustin og þá var
jafnvel skellt sér í laufa-
brauðsbakstur svo að Vest-
mannaeyingarnir gætu haft með
sér suður fyrir jólin, annars
fengu þau það bara sent með jóla-
pökkunum. Það var alltaf sérstök
spenna í loftinu þegar von var á
Óla frænda norður, enda
skemmtilegur og fallegur maður
sem gantaðist við okkur krakk-
ana og sagði svo skemmtilega frá
að við gátum endalaust setið við
eldhúsborðið og hlustað á spjall
fullorðna fólksins.
Mamma okkar var á besta
aldri er hún varð ekkja og er
óhætt að segja að Óli og Maddý
hafi tekið hana undir verndar-
væng sinn, komu mikið norður og
fóru með hana og Arnar í ferða-
lög um landið, í sumarbústaði og
oft fóru þau saman til útlanda í
sumarfrí. Einnig dvaldi hún oft
hjá þeim í Eyjum.
Eftir að Maddý lést 2014 fór-
um við Konni (maður Siggu) í
heimsókn til Eyja og dvöldumst
hjá Óla í þrjá daga. Hann fór með
okkur út um allt og var hinn besti
fararstjóri, sagði skemmtilega
frá og vissi alla skapaða hluti.
Greinilegt var hversu vænt hon-
um þótti um Vestmannaeyjar.
Hann fór með okkur í heimsókn í
húsakynni eldri borgara, þar sem
verið var að pútta, enda vissi
hann af golfáhuga okkar hjóna.
Þessi ferð verður lengi í minnum
höfð.
Elsku Óli frændi, á kveðju-
stund viljum við þakka þér fyrir
þá elsku og hlýhug sem þú sýndir
mömmu og okkur systkinum alla
tíð.
Börnum Óla og Maddýar,
Hrafnhildi, Benna, Hafþóri og
fjölskyldum sendum við innilegar
samúðarkveðjur.
Sigríður, Þórður og Arnar.
Ég á eftir að sakna þín, Óli
minn, en mig langar að þakka þér
allan hlýhug í minn garð í gegn-
um árin. Við kynntumst fyrst er
við vorum að beita saman fyrir
Gullver NS í beituskúr sem nú
hefur verið endurbyggður og
heitir Kanto (að mig minnir) í
Vestmannaeyjum, síðan lágu
leiðir okkar saman á Hugin VE
en ég var lausamaður þar. Síðan
byggðiir þú hús á móti mér í Há-
túni í Vestmannaeyjum og bjugg-
um við á móti hvor öðrum í mörg
ár. Aldrei fór styggðaryrði á milli
okkar, bara sönn vinátta. Strák-
arnir okkar Benni, Hafþór, Ör-
lygur Gunnar, Óskar Sveinn og
Freyr léku sér saman og ég veit
ekki betur en vinátta þeirra hald-
ist enn. Þið Maddý voruð frábær-
ir nágrannar og ég verð að segja
að ég dáðist að samheldni ykkar
og maður sá kærleikann sem var
á milli ykkar hjóna. Það var mik-
ill söknuður er Maddý kvaddi
þennan heim en nú eruð þið sam-
einuð á ný í dýrð drottins með
öllu ykkar fólki sem kvatt hefur
þennan heim og ég veit og trúi að
það hefur verið vel tekið á móti
þér. Óli minn, þú varst góður og
tryggur eiginmaður, faðir,
fósturfaðir, afi og langafi og öll
eiga þau eftir að sakna þín, en ég
segi bara við þig, þú varst góður
drengur og ég þakka þér enn og
aftur alla þá tryggð sem þú sýnd-
ir mér. Ég man líka eftir því hve
svakalega hraustur þú varst því
ég man vel eftir því þegar þú lyft-
ir toghleranum á Huginn svo
hægt væri að húkka í hlerann, þú
bara tókst undir og lyftir og sagð-
ir húkkið nú í strákar. Svona
varstu. Síðast þegar ég hitti þig
alls ekki fyrir löngu sagðirðu mér
að þú værir að bíða eftir íbúð við
Hraunbúðir, en vissir ekki hve-
nær þú fengir hana, ekki bjóst ég
þá þegar við föðmuðumst fyrir
utan félagsheimilið að þetta yrði
síðasta faðmlagið okkar allavega
í bili og ég þakka þér allt Óli
minn, en við ykkur sem eftir lifið
og kveðjið góðan föður, fósturföð-
ur, tengdaföður, afa og langafa,
þá bið ég Jesúm Krist að varð-
veita og blessa ykkur í ykkar
miklu sorg.
Guð blessi ykkur öll.
Friðrik Ingi Óskarsson.
Komið er að ákaflega ljúfsárri
kveðjustund við góðan vin Óla
Svein, sem ég hef þekkt nánast
alla mína tilveru.
Minningar um margar góðar
stundir í Hátúni hjá þeim Óla og
Maddý þar sem fastagestir og
fjölskylda gengu inn í gegnum
þvottahúsið. Eflaust hefur það
tíðindum sætt í Hátúni ef knúið
var að dyrum við aðalinnganginn.
Alltaf var manni vel tekið hjá
þeim hjónum. Sem ungum manni
í kökur, mjólk og ærslagang. Í
seinni tíð í kaffiskvettu og skraf
um þjóðmál og fjölskyldu.
Óli var mikill fjölskyldumaður
sem lét sig aldrei vanta á manna-
mót. Gildir þá einu hvort það var
fjölskylduhátíðin Þjóðhátíð í
Vestmannaeyjum eða fermingar-
og afmælisveislur uppi á landi,
Maddý honum alltaf við hlið enda
erfitt að finna eins samrýnd hjón
og þau. Það var því mikill missir
fyrir alla þegar Maddý kvaddi
okkur fyrir ekki svo löngu. Án efa
var þó missirinn mestur fyrir
Óla, sem kvaddi þar lífsförunaut
sinn og besta vin.
Aldrei féll Óla verk úr hendi og
var hann fyrsti maður á dekk ef
hrinda þurfti verkefnum í fram-
kvæmd. Sjómaður í húð og hár,
fílhraustur og orkumikill.
Ég á góða minningu af fram-
kvæmdum hjá Benna og Soffíu í
Kleifakór þar sem við Óli vorum
mættir til að hjálpa. Þegar klæða
þurfti húsið að innan með spóna-
plötum þurfti eðlilega að bera
nokkuð mikið af plötum endanna
á milli innanhús. Ég og alnafni
hans Óli Sveinn yngri gengum
beint í verkið og gripum eina
plötu saman. Þegar við vorum
komnir á leiðarenda sneri ég mér
við og sá þá Óla eldri koma ask-
vaðandi einn síns liðs, kengbog-
inn með heila plötu á bakinu.
Húsráðandi bannaði Óla þetta
seinna meir, líklega til að hlífa
okkur ungu mönnunum við frek-
ari niðurlægingu.
Minningarnar eru ótalmargar,
dýrmætar og mikilvægar á stund
eins og þeirri sem nú er runnin
upp. Lífið hefur sýnt sína eigin-
gjörnustu hlið.
Ég kveð góðan vin sem ég trúi
að kominn sé á leiðarenda til
Maddýar sinnar.
Fjölskyldu Óla sendi ég mínar
dýpstu samúðarkveðjur og bið
góðan Guð að veita henni styrk á
erfiðum tímum.
Karl Eiríksson.
Óli Sveinn
Bernharðsson
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Magnús Sævar Magnússon,
umsjón útfara
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna